Nýtt kirkjublað - 01.05.1909, Qupperneq 12

Nýtt kirkjublað - 01.05.1909, Qupperneq 12
108 NÝTT KIRKJUBLAÐ íslendingur við Oxfordháskóla. Skörungurinn mikli og auðmaðurinn í Suður-Afríku, Cecil Rliodes, ánafnaði stórfé eftir sinn dag handa námsmönnum við hinn forna og fræga Oxfordháskóla. Styrkurinn er eigi skamtaður smátt, hver fær 300 pund á ári, eða um 5400 kr. Virðulegustu menn sitja í nefndum til að dæma um verð- leikana, og annað ræður enda meira en námsgáfur og lær- dómur, svo sem líkamsmentir og drengileg forysta í félagslífi stallbræðra. Tvítugur sveinn íslenzkur hefir nú hrept einn slikan náms- styrk til 3 ára. Hann heitir Skúli Johnson, Húnvetningur, fæddur að Hlíð á Vatnsnesi, en héðan fór hann af landi árs- gamall. Hann er lærisveinn síra Friðriks J. Bergmanns á Wesley-skólanum, og fer mikið orð af því, að Skúli hefir ver- ið talin maklegur svo ungur að aldri. Ömmubræður Skúla eru þeir hinir nafnkunnu gáfumenn Björn stúdent og síra Sveinn Skúlasynir. Islenzku blöðin vestra flytja myndir af Skúla og segja rækilega af högum hans. Sveinninn er hinn gjörfilegasti, og getið er þess um hann, að hann sé hinn mesti íþróttamaður. Breiðablik Iáta þess getið að allmiklar likur séu til þess, að annar íslenzkur námsmaður kunni að verða kosinn til sömu tignar á næsta ári, en eigi verður nema einn á ári fyrir því happi úr Manitoba. Gaman að minnast alls þess, er þjóð vorri verður til sóma; og fylgja hinum unga manni eigi síður héðan hug- heilar óskir. Fyrir opnum gluggum. Lærist seint, en lærist þó, og oft af einhverju slysi, sem verður til þess að margra alda heimska rekur sig á. Eitt dæmi af ótal er það, að fyrir fimtán árum tók skæð hitasótt hermenn unnvörpum í einni heimsborginni. Hermanna- skálarir hrukku hvergi nærri og sjúkrahús bæjarins gátu ekki eða vildu ekki duga, og það varð að slá upp tjöldum úti á víða- vangi fyrir fjölda sjúklinga. Læknunum var sárilla við það að láta þá í súginn og kalda loftið, og illa var fyrir þessu spáð. En það reyndist á annan veg. Þegar sóttinni létti af, var afkoman langtum betri hjá sjúklingunum í tjöldunum.

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.