Nýtt kirkjublað - 01.05.1909, Síða 13
NÝTT KrRKJTJBLAÐ
109
LærSu mennirnir voru forviða og fæstir þorðu að byggja á
þessu þá. Nú er mönnum farið að skiljast betur, hvað loft-
straumurinn að utan er hollur, og þá allra helzt tyrir brjóst-
veika, sem áður voru einmitt bezt byrgðir.
Opnið gluggana, í hamingju bænum! Þeir sem hafa vanið
sig á þá holluslu 'hætti, að sofa fyrir opnum gluggum allan
ársins hring, og það hvernig sem viðrar, komast ekki í ann-
að verra en að sofa í stofu, þar sem ekki verður opnaður
gluggi. Það er jafn ógeðslegt þeim sem vanur er sætleik
útiloftsins og skolavatn er til drykkjar. Og óhollustan er engu
minni af óhreina loftinu.
ijúklingsbæn á banabeði.
í gær hitti ég við húsvitjun 86 ára gamla konu, 20 barna
móður, Sigríði Guðmuudsdóttur, hjá syni hennar, Sigurði Magnús-
syni á Leirubakka, og fékk að heyra hjá henni ýms íalleg erindi
eftir hana sjálfa, og þar á meðal það sem hór íer á eftir.
Tjáist hún hafa ort það í nafni sjúklings á banabeði, og sent
honum. það til huggunar:
Úr djúpinu’ eymda, drottinn kær,
dapur ég kalla á þig;
kveinandi skepnu kom þú nær,
kendu í brjósti um mig!
Andlegan styrkleik auki mér
almættis kraftur þinn,
holdsins þó kraítar hveríi hér
og hrörni líkaminn.
Farsæla gjör þú ending á
armæðu þeirri er mig vill þjá!
Nákvæm þin mjúkust móðurhönd
minni sál taki við,
hún þegar skilst við holdsins bönd,
herra trúr, þess óg bið.
þá er útenduð þrautin vönd
og þverrað alt mótlætið,
Þetta leyfi ég mér að bjóða N. Kbl. til meðferðar, og tel víst
að frambærilegt só. Þetta er heit og innileg og trúuð bæn, sem