Nýtt kirkjublað - 01.07.1911, Síða 1
NÝTT KIRKJUBLAÐ
HÁLFSMÁNAÐARRIT
t'YRIR KRISTINDÓM OG KRISTILEGA MENNlNG
1911
Reykjavik, 1. júli-
13. blað
[ón fjigurðsson og pestur-Jslendingar.
Winnipeg 30. maí 1911.
Háttvirti vin!
hr. Tryggvi Gunnarsson, formaður nefndarinn-
ar á íslandi útaf minnisvarða Jóns Sigurðs-
sonar, og þér hinir, kærir bræður! í þeirri nefnd.
Reykjavík.
Jafnframt því, er vér sendum yður nú fé það, sem fólk
af þjóðtlokk vorum hér í Vesturheimi hefir skotið saman til
minnisvarða Jóns Sigurðssonar, $ 2795,67 að upphæð, leyfum
vér oss að ávarpa yður nokkrum orðum og gegnum yður Is-
lendinga heima á Fróni í heild sinni.
Hjartanlega þökk frá oss hafi þeir, sem gengust fyrir því,
að almenningur íslenskrar þjóðar kæmi upp minnismarki þessu.
Að vera með í því fyrirtæki fanst oss Vestur-íslendingum óð-
ar sjálfsagt. Hinn hlýi hugur, sem vér ósjálfrátt berum til
átthaganna heima, glæddist við það að miklum mun. Um
ekkert mál hefir fólk hér af íslensku bergi brotið eins vel
sameinast og þetta. Það hefir dregið oss hér í hinni miklu
dreifing saman. Vér erum nú nær hverjir öðrum en áður.
Og vér erum fastar bundnir við ísland og það sem best er i
þjóðernislegum arfi vorum.
Jón Sigurðsson er oss ímynd þess, sem ágætast er í sögu
og eðli Islands.
í persónu hans hefir íslensk ættjarðarást birst í fegúrstri
og fullkomnastri mynd.
Landi og lýð til viðreisnar varpaði hann sér út í baráttu
þá, er vér dáumst því meir að sem vér virðum hana lengur