Nýtt kirkjublað - 01.07.1911, Qupperneq 2
146
NÝTT KIRKJUBLAfi
fyrir oss. Frá upphafi var hann ákveðinn í því aldrei að
vikja og framfylgdi þeim ásetningi með drengskap og óbil-
andi liugrekki alt til æfiloka. Lét hvergi þokast frá því, sem
í augum hans var satt og rétt, hversu miklum andróðri og
óvinsældum, sem hann yrði að sæta fyrir bragðið. Sýndi
sömu einurð í ]iví að setja sig, þá er því var að skifta, upp
á móti öfugu almennings-áliti — órökstuddum tilfinningum ís-
lenskrar alþýðu — einsog á rnóti heimsku og ranglæti hins
erlenda stjórnarvalds. Olikur öllum þeim að fornu og nýju,
sem eru að olnboga sig áfram til eiginna hagsmuna, persónu-
legrar upphefðar. Oeigingirnin frábær. Öllum hæfari i hæstu
embættis-stöðu og þar einsog sjálfkjörinn fyrir sakir einstak-
legra yfirburða og meðfædds höfðingsskapar hafnar hann þeim
lilunnindum til þess i erviðum lífskjörum og örbirgð að geta
öllum óháður unnið að velferð þjóðar sinnar eftir bjargfastri
sannfæiáng æfilangt.
Oss hefir verið það jafn-Ijúft sem oss var það skylt að
leggja vorn skerf til þess að Jóni Sigurðssyni væri reistur
veglegur minnisvarði, til þess að glæða sanna föðurlandsást hjá
Islendingum — og til þess þá um leið að dæma til dauða
það alt í íslensku þjóðlífi, sem þar er þvert á móti.
Minnisvarðinn sé reistur ekki aðeins til þess á þessum
timamótum, þá öld er tiðin frá fæðing hans, að heiðra minn-
ing hins mikla manns, heldur einnig, og það öllu öðru fretn-
ur, til þess að íslensk þjóð fái í því minnismarki stöðugt horft
á þessa göfugu fyrirmynd sína sér til frjálsmannlegrar eftir-
breytni í baráttu lífsins.
Með minnisvarðanum komi íslendingum guðlegur inn-
blástur til alls góðs, og sérstaklega ný ættjarðarást, endur-
fædd, helguð og hreinsuð, fúsleiki til að leggja sjálfan sig fram
til fórnar fyrir málefni sannleikans, stefnufesta, stöðuglyndi,
trúmenska, heilagt hugrekki. Og þar með ný öld ljóss og
hamingju yfir Island.
Skiftar skilst oss muni vera skoðanir Ianda vorra heima um
það, hvar í höfuðstað Islands minnisvarðinn eigi að standa.
Vér viljum, að hann sé reistur þar sem hann myndi best
blasa við augum almennings — og þá annaöhvort efst á Hóla-
velli, í bænum vestanverðum, ellegar ef þess er ekki kostur,
á Arnarhóli, hinum nregin við kvosina. Þetta er bending frá