Nýtt kirkjublað - 01.07.1911, Síða 4
148
NÝTT KIRKJÖBLAÍ)
að aldrei hefir þessi þjóð haft meiri þörf á kristinni trú og
kristilegri kirkju, en einmitt á þessum tímum.
Vér lifum á breytinga- og byltingatímum, þar sem mörgu
gömlu er varpað fyrir borð og margt nýtt tekið upp, og þess-
ar breytingar snerta ekki aðeins lífið hið ytra, heldur móta
þær líka hugsunarháttinn á marga vegu, hreyta skoðunum
manna og færa margan gamlan sannleika í nýjan búning.
En eitt er það sem aldrei breytist: þörf mannanna á því að
lifa í samfélagi við guð, því að þessi þörf er hin dýpsta, sem
leynist í djúpi sálarinnar, gróðursett þar af guði sjálfum, og
framfarir nútímans, hvað miklar sem þær eru, geta ekki ann-
að en látið menn finna enn þá sárara til þess hvað mikið
mann vantar — ef ekki er bætt úr þessari miklu þörf sálar-
innar. Það er algeng regla, að þess meira sem maður hefir,
þess sárar finnur maður til hvað mann vantar, þess lengra
sem maður er á veg kominn i stundlega lífinu, og þess betur
sem manni hefir tekist að gera sér jörðina undirgefna, þess
tilfinnanlegra verður það, að verða að horfa fram á dauða
og gröf án trúar og án vonar, þess erfiðara verður að sætta
sig við öll þau vonbrigði sem lífið færir og hlýtur að færa
hverjum einum. Sá maður sem vill vera sæll, verður að
eiga þá lífsgæfu, sem ekki kemur utan að, frá neinu þvi, sem
veröldin kann að veita, heldur innan að, frá samtélagi hjart-
ans við guð, hann verður að finna til þess, að hagur hans er
ekki kominn undir neinum óviðráðanlegum atvikum ogtilviljun-
um, heldur er hann í föðurhendi þess guðs, sem sjálfur hefir reist
tjaldbúð sina meðal vor til þess að vér séum fólk hans og
hann guð vor. Og nú er það svo, að alt lífið á öllum tím-
um er í leit eftir gæfu, en þessi leit er ekki alt af eins; vorir
tímar sýna oss miklar framfarir hið ytra — en spurningin
er, hvort þær eru ekki meiri í sjón en í reynd, og hvort menn
sækjast í rauninni ekki meira eftir gyltum leir en gullinu sjálfu,
þeirri lífsgæfu, sem æðst er af öllu og getur staðist í storm-
um og hafróti lífsins.
Mig furðar ekki á því, að þar sem áslæðurnar eru eins
og hjá oss, að lífið hið ytra með öllum þess framförum og
framkvæmdum, vaknar af þeim dvala, sem það hefir legið í
í margar aldir, þar verði vöxturinn fyrst um sinn einhliða,
likt og hjá unglingi sem vantar allan þroska, endu sýnir líka