Nýtt kirkjublað - 01.07.1911, Page 5

Nýtt kirkjublað - 01.07.1911, Page 5
-, _ _ NÝTT KTRK JUBLAÐ 149 reynslan oss, að á slíkum timamótum hefir oft vöxturinn hið ytra farið fram á kostnað lífsins hið innra — en svo má ekki vera til lengdar, heldur þarf þá einmitt kristin kirkja að vinna að því, að gera sjálfa sig að þeirri tjaldbúð guðs meðal niann- anna, sem allir geti leitað hœlis hjá og hlotið í þá hvíld og það þrek, sem þeir þurfa til þess að líf þeirra færi blessun bæði sjálfum þeim og öðrum. Hér þarf að vakna andlegt líf, aldrei hefir verið brýnni þörf en nú á því, að kristin trú móti hugina og hreinsi og helgi hjörtun, aldrei hefir verið meiri þörf á því en nú, að hinn heiiagi andi reki burt þá mörgu illu anda, sem hér leika lausum hala, en taki sér sjálfur bústað hjá oss og geri kross- inn Krists að því merki, sem þjóð og einstaklingar heyja framsóknarbaráttu sína undir. Því að maður þarf ekki að vera svartsýnn til þess að játa það, að ástandið hér er harla ískyggilegt. Hönd lyftist gegn hendi, bróðir rís gegn bróður; sundrung, eigingirni og flokkadrættir sjást nærri hvar sem til er litið, og alt af eru nógir til þess að blása þann eld upp, sem ætti að slökkva, og sjálfboðnir leiðtogar rísa upp, sjálfir blindir — til þess að leiða blinda! Og það stendur ekki á því, að menn séu fúsir til að viðurkenna, að úr þessu þurfi að bæta, menn finna til þess, að frið og einingu vantar og umfram alt: kærleikann vantar, sem kenni mönnum að hætta að blína á stundarhag sjálfra sín og fara að vinna að sam- eiginlegum heillum. En hvaðan ætti friðurinn og kærleikur- inn að koma, ef ekki frá honum, sern er höfundur friðar og kærleika; hvar ætti að finna þá gróðrarstöð, þar sem helgustu og göfugustu frækornin ná vexti og viððangi — ef eUki í heilagri kirkju, tjaldbúð guðs meðal mannanna. Sannarlega er hér mikið hlutverk að vinna, því að geli ekki sá kraftur sem sameinar, komið frá kirkju þessa lands, þá kemur hann ekki; móti hinn heilagi andi ekki hjörtun eflir sér og taki sér þar bústað, — þá rikir þar áfram eigingirni og flokka- drættir, sem eyða hverjum þeim öðrum áhrifum, sem leitt geti til góðs. Það er í sannleika óttalegt ástand, þegar heim- urinn í sinni speki ekki vill þekkja guð í hans speki, þegar hver gengur sína vegi, án þess að skeyta um guðs vegi — þegar svo er, þá kemst los á alt andlegt verðmæti þjóðar og einstaklinga, og menn verða sjálfir sínir eigin böðlav. En

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.