Nýtt kirkjublað - 01.07.1911, Blaðsíða 10

Nýtt kirkjublað - 01.07.1911, Blaðsíða 10
154 NÝTT KIRKJUBLAÐ „Ekki líka mér alls kostar greinarnar [„Vængirnir tveir“ og ,,Molar“] í N.Kbl. um dauðann í kirkjunni, Jtó ab annars sé vel skj-ifað. Þetla er inest til að vekja tortryggni og óhug á kirkjunni, og spillir þannig fyrir henni sem þó er ekki til- gangurinn. Eg man eftir hve ill áhrif höfðu sumar greinar „Sameiningarinnar“ hér til forna og enda „Verði ljós“s á þess fyrstu árum, enda hlökkuðu fjandmenn kii-kjunnar mjög yfir þeim greinum. Gott ef ekki álit kirkjunnar býr að því enn. Annars er þessi dauði í kirkjunni oft ekkert annað en að hana vantar „lúðrablástui-inn“ sem flestir kannast við-“ Enn meiri ástæða var til þess, að svar kæmi frá ungu prestunum, sem oddvitinn réðst heldur óbilgjarnlega á, og hefir blaðinu borist grein frá „ungum presti“ nyrðra. Töluvert er þar málinu snúið beint til oddvitans sem þektur sé, og að því fundið, að hann skuli ekki hafa stutt prestinn sinn til þess að koma á kirkjulegu lífi í söfnuðinum. Þar sem felt var burt nafn oddvitans, og „ungi presturinn“ líka ritar nafn- laust, er slept úr greininni sem á eftir fer mestu þvi sem er eins og staðbundið — eða persónulegt — mál i milli oddvit- ans og unga prestsins. „Ungi presturinn" ritar þá sem hér segir: „Molarnir.“ Eg var í morgun í rúmi rnínu að lesa N. Kbl. og rak þá augun einna fyrst í grein með fyrirsögninni „Molar.“ Greinin bar það með sér, að hún var eftir sóknarnefndai-- oddvita og mér var forvitni á að vita, hvað hann hefði að segja. Það er alt af góðra gjalda vert, þegar leikmenn láta til sín taka um trúmálin, þeir eru ekki svo margir, sem það gera, humma þau flestir fram af sér eða segja að það sé okkar prestanna að ræða þau mál. Það væri gott ef þessi rótgróni misskilningur færi að lagast, því hvaða mál snerta alþjóð manna meir en trúmálin, hvern einstakling þjóðfélagsins, og hvaða mál ættu því að vera meiri ábugamál? En fá mál er jafnframt meira áríðandi að rædd séu með stillingu, sanngirni og kær- leika. Trúmálin eru framar öðrum máluni tilfinningamál. Og at því að leikmennirnir eru svo fáir, sem trúmálin ræða, væri það meir en æskilegt að þeir, sem hefðu þessa kosti helst til að bera tækju þar fyrstir lil máls. Greinarkornið í N. Kbl. virtist bera það svo raunalega

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.