Nýtt kirkjublað - 01.07.1911, Page 11

Nýtt kirkjublað - 01.07.1911, Page 11
NÝTT XIRKJUBLAÐ 1B5 með sér, að höfundinum var þetta ekki nógu ljóst og það jafnvel þó hann fari kröftugum orðum um nauðsyn kœrleikans. Vandlætingasemi í kirkju og kristindómsmálum er góð þegar hún er sprottin af kærleika til þeirra. Orðunum fylgja þá heldur framkvæmdir í verki, einhver umbótaviðleitni, en eg leyfi mér að draga í efa, að slíkur áhugi hafi hrundið molunum á stað. Það mundi eg þó ekki gera ef mér væri ókunnugt um höfund þeirra, en af umtali hans um mormóna- prestinn og frændsemi þeirra þykist eg vita hver hann er. Og að greinarhöf. ólöstuðum, sem eg veit að er greindur og vel fær í mörgu, veit eg ekki lil að nokkur hafi talið honum til gildis áhuga í kirkju og kristindómsmálum . . . Það er ýmislegt fleira, sem freistar mín til að efast um hinn brennandi kristindómsáhuga höf., sem ókunnugir mættu halda að vekti fyrir honum. En meðal annars er það skoð- un hans á prestsþjónustustarfinu, er hann oft hefir látið ó- tvirætt í ljósi við mig. Hann hefir haldið því fram að heppi- legast og jafnvel sjálfsagt væri að stefna að því að fækka svo prestum að ekki yrðu meir en 1—2 í sýslu hverri. En hvað yrði þá úr „hóinu“ í myrkviðrinu sem hann talar um. Prest- arnir mættu þá hafa alveg yfirnáttúrlega skarpa heyrn, ef þeir ættu að heyra hó hvers villuráfandi einstaklings yfir heil sýsluhéruð og hvað yrði þá um sálgæsluna og húsvitjanirnar, sem með réttu má segja að geti orðið að miklu gagni . . . Höf. er mjög hrifinn af „gömlu prestunum“. Þeir voru sóknarbörnum sínum alt, en sér líklega ekkert, því svo kem- ur mótsetningin hjá ungu prestunum sem ekki eiga upp á pallborðið hjá höf. Þeir eru sér alt, en okkur ekkert, segir höf. og bætir svo þeirri vinsamlegu tilgátu við að þeir muni aðeins hugsa um að hirða launin og hafa það róle<jt. Þeir fara á annexíurnar ])egar þeim sýnist og fara lika í langferð- ir án þess að Iáta söfnuðinn vita, svo enginn veit hvenær á messa og svo er aldrei messað . . . Eftir ])ví, sem mér er frekast kunnugt, hafa gömlu prest- arnir, að þeim annars ólöstuðum, verið menn upp og ofan eins og við hinir með kostum og ókostum og þeim stórum sumum. Það er eðlilegt að þeir gömlu hafi gert meira fyrir sóknarbörn sín á 30—40 árum en þeir ungu á 3—4 árum. En annars er nú öldin önnur en var. Nú þykist hver sjálf-

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.