Nýtt kirkjublað - 01.07.1911, Blaðsíða 16

Nýtt kirkjublað - 01.07.1911, Blaðsíða 16
Í60 NÝTT KIRKJtJSLA© veitast þau fyrir ágæta frararnistöðu í læknisfræði, eðlisfræði og efnafræði. Nú mætti og minna á það hvað háskólarnir fyrir vestan eru margir hverjir forríkir. Auðmenn hafa gefið sumum þeirra svo að skiftir tugum miljóna í dollurum, og eru háskólar Evrópu fátækir á móts við þá. Blaðið ameríska ætlar alls eigi að hlutdrægni sé um að kenua, og lætur sem mest óleyst úr því, hvernig á þessu stendur. Frá barnaprófi austanfjalls: „Ekki nema einn prófastur á landinu“, og hann héti Valdi- mar Briem. Við sama prófið var líka farið út i landsstjórnina, og þá kom einn litli ríkisborgarinn með það, að „enginn hefði kosningarrétt til alþingis nema biskupar." „Betur að satt væri,“ bætir heimildarmaðurinn við. Sjö börn skírð í einu í Vestmanneyjakirkju í vor. Býður nokkur betur? Biblíufélagsfundur var haldinn á Jónsmessudaginn. Sjóður fullar 8000 kr. Unn- ið hefir verið að yfirskoðun Nýjatestamentisins i vetur, og verður það nú steypuprentað f nýrri útgáfu biblíunnar. Óskað eftir sér- prentun N.tra. þegar biblían er komin út. Prestafundur Hólastiftis hefir staðið yfir 27.—29. f. m. Prédikaði Geir biskup. Við 22 prestar eða sem næst jafnruargir og voru hér syðra á presta- stefnunni. „Fjörugar umræður11 að því er síminn segir. Fréttir þaðan væntanlegar hér i blaðinu. Síra Matthías Jochumsson bregður sér til Noregs i sumar til að athuga söguörnefni þar. Hefir til þess styrk úr Karlsbergssjóði. Veitt prestakall. Grenjaðarstaður sira Helga Hjálmarssyni 27. f.m. Framhald af greinunum. Til hvers erum við að rita? og Hvert stefnir? kemur næst. ■ Nœstu blöðum sennilega flýtt vegna ferðalaga ritstj. s=s Ritstjúri: ÞÓRHALLUR BJARNARSÖnT F élugspren tsrnið j un.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.