Nýtt kirkjublað - 01.08.1914, Blaðsíða 3

Nýtt kirkjublað - 01.08.1914, Blaðsíða 3
NÝTT KTRKJtJBLAÐ Wi Samkvœmt pessari hugmynd um Jahve sem föður Israels- ])jóðarinnar, var eðlilegt að hann einnig væri skoðaður faðir konungsins, sem fulltrúa þjóðarinnar, og ímynd Messíasar, er vera átti sonur guðs í sérstakri merkingu og ríkja að eilífu (2. Sam. 7, 14; Ps. 2, 7; 89, 27). Hitt var sjaldgæft, að talað væri um .lahve sem föður einstaklingsins. Yíirhöfuð var alt miðað við ])jóðina en ekki við einstak- linginn, þótt einstaklingurinn nyti heildarinnar. 3. Þá er þriðja einkennið. Það er farið að fjar- lœgja guð sem mest heiminum. Hann er ekki látinn leng- ur birtast á jörðunni og ekki einusinni hafa bein afskifti af heimsrásinni og nafn Jahve er skoðað of-heilagt til þess að það megi nefna. Um það leyti sem Jesús kom fram voru Gyð- ingarnir farnir að hugsa sér guð sem afskiftalausa veru, óend- anlega fjarlægan heiminum, sitjandi í dýrðarhásæti sínu. Djúp var milli guðs og heimsins. Hinn heilagi og máttugi guð ísraels var of hátt hafinn yfir heiminn til þess, að hafa nokk- ur bein afskifti af honum sjálfur. En afskifti hlaut hann þó að hafa af heimi þessum, því hélt trúin föstu. Ef hann ekki gjörði það beinlínis, lilaut hann að gjöra það óbeinlinis. Það hlutu að vera til verur, sem hrúuðu djúpið milli skaparans og skepnunnar, það voru æðri verur, sem Gyðingarnir hugs- uðu sér sem milliliði milli guðs og heimsins. Slíkir meðal- gangarar milli guðs og heimsins voru englarnir, andi guðs, spekin og logos. Og þessi trú á meðalgangara var mikilsvert atriði í hinum síðari gyðingdómi. — — Þetta var það þrent, sem mest einkendi guðshugmynd gyðingdómsins um það leyti, er kristindómurinn kom fram. Eftir að hafa athugað þetta, skulum vér nú snúa oss að guðsliugmynd Jesú, eins og hún birtist oss í guðspjallaheim- ildum vorum. I. Ilið fyrsta, sem vér fljótt skynjum, er vér förum að athuga *guðshugmynd Jesú, er að hann boðar oss guð sem liinn nólæga, og að hann alstaðar sá sönnun þess, að guð hefði bein afskifti af heiminum. Guðstrú Jesú er að því gjör- ólík þeirri, er ríkjandi var þá meðal Gyðinga. Gagnstætt skoðun þeirra um fjarlægð guðs og afskiftaleysi, djúpið milli guðs og heimsins, er öll prédikun Jesú þrungin af þeirri hugs-

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.