Nýtt kirkjublað - 01.08.1914, Blaðsíða 9

Nýtt kirkjublað - 01.08.1914, Blaðsíða 9
NÝTT KIRKJUBLAB 177 móti kærleiksafstöðu guðs til allra manna, algjörleika kær- leika hans. Fyrir þessu skal eg nú leitast við að færa rök. Fyrst vil eg þá nefna ummælin, ]3ar sem- Jesús nefnir guð alment föðurinn (Mark. 13, 32; Matt. 24, 36; Jóh. 4, 23; 15, 16; 16, 23, 26). Þau ummæli eru bæði í samstofna guðspjöllunum og í Jóhannesarguðspjalli. I þeim ummælum virðist felast, að eðli guðs sé föðurlegt kærleikseðli. Þá eru orðin i Fjallræðunni Matt. 5, 44—45. Jesús seg- ir þar: „Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem of- sækja yður, til þess að þér séuð synir föður yðar, sem er á himnum; því að hann lætur sól sína renna upp yfir vonda og góða og rigna yfir réttláta og rangláta“. Hér virðist rök- semdaleiðslan ótvírætt vera þessi: Að vera guðs sonur er í því fólgið að líkjast guði. Lærisveinar Jesú eiga þvi að elska alla menn, hvort sem þeir eru góðir eða vondir, þar eð þeir með þvi likjast föðurnum himneska. Hér kemur greinilega fram, að það er sem faðir, að guð elskar og blessar alla. Föðureðli hans er grundvöllur og uppspretta takmarkalausrar gæzku hans. Þetta kemur þó enn betur fram í ummælunum í samsvarandi stað hjá Lúk. þar sem sagt er um guð, „þvi hann er góðgjarn við vanþakkláta og vonda11 (6, 35). Þá er dœmisagan um glataða soninn. Hlýðni sonur- inn er ímynd trúaða Gyðingsins; einþykki sonurinn imynd fyrirlitna syndarans. Dæmisagan sýnir, að afskifti guðs af mönnunum er ekki aðeins endurgjaldandi réttlæti, heldur er hann fullur mildi og miskunnsemi einnig gegn þeim, sem óhlýðnast honum. Slíkt er föðureðli guðs. En fullkomnasta sönnunin fyrir því, að föðurkærleikur guðs nær til allra manna, er sending sonarins eingetna, til þess að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann (Jóh. 3, 16, 17). Af þessu sjáum vér, að í ummælum þeim, er sérstaklega tala um elsku guðs til hinna trúuðu og um guð sem föður þeirra, felst ekki takmörkun á kærleika guðs til heimsins í heild sinni, til alls mannkynsins, heldur hitt, að elska hans nái þar fyrst tilgangi sínum, sem elska komi á móti. Þar er eg kominn að liinni mótbárunni gegn því, að guð sé faðir allra samkvœmt kenningu Jesú. Hún er sú,

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.