Nýtt kirkjublað - 01.08.1914, Blaðsíða 8

Nýtt kirkjublað - 01.08.1914, Blaðsíða 8
176 NÝTT KIRKJTJBLAÐ beinlínis nefndur bæði heilagi faðir og réttláti faðir; það er i Jóh. 17, 11, 25. — III. Þá er hið þriðja, sem sérstaklega einkennir gvðs- hugmynd Jesú. Það er algjörlciki kærlcika gufts: Föður• hœrleíki guðs er takmarkalaus; hann nœr til állra manna. Þessu hafa rnenn oft viljað neita, og koma þar aðalleg- ast tvær mótbárur til greina, sem báðar þarf nánar að at- huga. Önnnr mótbáran er sú, að Jesús tali aðeins um guð sem föður hinna trúuðu, en hvergi um guð sem föður allra, einnig hinna þrjósku og þverbrolnu syndara. Þessu viðvíkjandi verður að játa, að engin ummæli eru til i heimildum vorum, þar sem Jesús beinlínis talar um guð sem föður allra manna. Einnig verður að viðurkenna, að samkv. heimildum vor- um talar Jesús aðallegast um guð sem föður lærisveina sinna. Þetta sést berlega í Fjallræðunni. Því þótt ræðan sé sam- safn af ummælum Jesú á ýmsum stöðum og timum, er eng- in ástæða til að vefengja að fyrri hluti hennar að minsta kosti hafi verið talaður til lærisveina hans, eins og Matt. seg- ir að verið hafi. Við lærisveina sína segir Jesús orðin: „Þann- ig lýsi ljós yðar . . og vegsami föður yðar, sem er í himnunum“ (Matt. 5, 16). Mörg önnur ummæli má benda á i Fjallræð- unni, þar sem auðséð er, að Jesús talar um guð sem föð- ur lærisveina sinna (Matt. 5, 45 48; 6, 4 8). Og Iæri- sveinum sinum kennir Jesús að biðja: Faðir vor o. s. frv. En ekki aðeins í Ræðuheimildinni, heldur einnig í sér- heimild Matt. eru orð Jesú um guð sem föður lærisveina hans (Matt. 23, 9). Samskonar ummæli eru í Mark. 11, 25 (sbr. Matt. 6, 14n). Og í sérheimild Lúkasar standa orðin: „Vertu ekki hrædd, litla hjörð, því að föður yðar hefir þókn- ast að gefa yður ríkið“ (Lúk. 12, 32). Að draga þá ályktun af þessum stöðum, að skilja beri faðerni guðs í takmarkaðri merkingu, að guð sé samkvæmt kenningu Jesú aðeins faðir trúaðra, hinnar litlu hjarðar, væri algjörlega rangt og heimildarlaust að minni hyggju. Eftir kenningu Jesú er faðerni guðs hvorki i þvi einu fólgið, að hann sé skaparinn, né heldur takmarkað við af- stöðu hans til þeirra, er honum hlýða. Það táknar þvert á

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.