Nýtt kirkjublað - 01.08.1914, Blaðsíða 7
NÝTT KIRKJUBLAfi
175
hver sem gjörir vilja guðs, sá er bróðir minn og systir og
móðir (Mark. 3, 35). Einnig má benda á dæmisöguna um
bræðurna tvo, sem annar kinokaði sér við að Idýða vilja föð-
ur síns og fara og vinna i víngarði bans, en eftir á sá sig
um hönd og fór, en binn síðari játaði þegar og lést vilja
fara, en fór hvergi (Matt. 21, 28). Sú dæmisaga sýnir fram
á, hverjar séu afleiðingar þess, að gjöra guðs vilja, og
hverjar verði afleiðingar hinnar gagnstæðu breytni. Eins er
með dæmisöguna um hygna manninn, sem bygði hús sitt
á bjargi, og heimska manninn, sem bygði hús sitt á sandi
(Matt. 7, 24n; Lúk. 6, 47n.), dæmisöguna um talenturnar eða
mínurnar (Matt. 25, 14n; Lúk. 19, lln) og um ófrjósama
fíkjutréð (Lúk. 13, 6). Og berlega hefir Jesús sagt: „Hræð-
ist heldur þann er mátt hefir til að tortíma bæði sálu og
líkama í Gehenna (Matt. 10, 28; Lúk. 12, 5). Jafnvel fyrir
hvert ónytjuorð, sem mennirnir mæla, skulu þeir á dómsdegi
reikning lúka (Matt. 12, 36) og lastmæli gegn heilögum anda
o: forherðing gegn sannleiks-opinberun guðs, „fær eigi fyrir-
gefning um aldur, heldur er hann sekur um eilífa synd“ (Mark.
3, 29n). Orðin „launu og „að endurgjálda11 (Mark. 9, 41;
Matt. 5, 12; 6, 2, 5, 16), sem notuð eru í þessu sambandi,
þegar ræða er um réttlæti guðs, má ekki taka í bókstaflegri
merkingu. Að svo sé ekki sýna nieðal annars orð Jesú til
lærisveina hans: „Sömuleiðis skuluð einnig þér, er þér haf-
ið gjört alt: sem yður var boðið, segja: Ónýtir þjónar erum
vér; vér höfum gjört það eitt, sem vér vorum skyldir til að
gjöra" (Lúk. 17, 10). Og í dæmisögunni um verkamenn í
víngarði (Matt. 20, 1) hefir hann með líkingu um húsföður,
er gjörir verkamönnum sinum öllum jafnhátt undir höfði,
þótt þeir hafi unnið mislengi hjá honum, viljað setja fram
þann sannleika, að guð breytir við mennina fram yfir það,
sem þeir eiga skilið. Jesús notar því endurgjaldshugtakið
aðeins sem ytri búning. Heilagleiki og réttlæti guðs stjórn-
ast auðvitað af kærleika hans. Það hefir höfundi 4ða guð-
spjallsins skilist, eins og berlega sést af orðunum fögru í
Jóh. 3, 16: „að svo elskaði guð heiminn, að hann gaf son
sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist
ekki, heldur hafi eilíft Iíf“, Enda er guð i 4ða guðspjallinu