Nýtt kirkjublað - 01.08.1914, Síða 15

Nýtt kirkjublað - 01.08.1914, Síða 15
NÝTT KIRKjUBLAÐ 103 aíra Jón Þorsteinsson. — Stefán Kristinsson. — Helgi Árnason. — Bjarni Þorsteinsson. — Jónas Jónasson. — Matth. Jochumsson. Úr Skagafjarðarprófa8tsdæmi: Síra Björn Jónsson, prófastur. — Guðbrandur Björnsson. — Jónmundur Halldórsson. Formaður fólagsins og forseti fundarins, síra Geir Sæmunds- son, bar fundinum kveðju biskups og nýafstaðinnar prestastefnu í Reykjavík. Þá talaði hann og um tilefni og tilgang þessa fundar, og mintist á hin helstu viðfangsefni, er hann vissi um að yrðu fyrir fundi þessvm. Skrifarar íundarins voru kosnir síra Bjarni Þorsteinsson og síra Stefán Kristinsson. í dagskrárnefnd voru kosnir þeir: Síra Geir Sæmundsson. — Björn Jónsson. — Ásmundur Gíslason. Þessi mál voru tekin fyrir: 1. Kirkjan og obibogabörnin. Sira Geir Sæmundsson flutti erindi um þetta efni. Mintist hann á, hve nauðsynlegur væri almennur félagsskapur úti um sveitirnar til eflingar hjúkrunarstarfsemi, eða til þess að yfirleitt yrði hlynt að sjúklingum á sem bestan hátt. Einnig tók hann fram, hve æskilegt væri, að almenningur hór i prófastsdæminu styrkti með gjöfum, annaðhvort f gjafahirslur í kirkjunum eða á annan hátt, ekknasjóð þann, sem sýslan og bærinn eiga í sam- einingu. Hann mintist á nauðsyn sjúkrasamlaga og dýravernd- unarfólaga og hvatti menn til þess, að vera samtaka í þvi, að hlynna sem best að olnbogabörnum lífsins, hvort sem það eru menn eða málleysingjar. Töluverðar umræður urðu út af þessu erindi. Síra Þorsteinn Briem skýrði frá stofnun hjúkrunarfélags í prestakalli hans og fyrirkomulagi þess, og gatst fundarmönuum vel að því fyrirkomulagi. Hafði starfsemi þessi gefist mjög vel hinn stutta tima og tóku fundarmenn vel undir það, að reyna að koma slikum fóiagsskap á, hverhjásér. Ýmsir fundarmenn mint- ust á illa meðferð á skepnum, sem of viða ætti sér stað, og á

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.