Nýtt kirkjublað - 01.08.1914, Blaðsíða 11

Nýtt kirkjublað - 01.08.1914, Blaðsíða 11
NÝTT KIRKJUBLAÐ 179 legu merkingu, er eðlilegt, að þær tali um að verða synir guðs eða börn. Því aðeins hinir trúuðu eru synir guðs í dýpri og fylstu merkingu þess orðs. Aðrir hafa brotið af sér sonerni sitt, þótt þeir eigi réttinn og möguleikann til að verða það, sem þeir eiga að vera. Með öðrum orðurn: Þótt Jesús kenni oss um algöríeika kærleika guðs, nefnir hann ekki sonerni mannanna þann skyld- leika við eðli guðs, sem öllum er gefinn í manneðlinu, heldur notar hann heitið til þess að tákna hina nánari afstöðu, sem maðurinn kemst í við guð fyrir trú og hlýðni. Þessi aðgreining liggur til grundvallar bæði fyrir málvenju samstofna gúðspjallanna og 4?? guðspjallsins. Sannur sonur guðs verður maðurinn ekki fyr en hann er farinn að Iifa sem guðs barn, ekki fyr en kærleikseðli föðurs- ins himneska hefir náð tökum á eðli hans og er farið að móta einkunn hans. Faðerni guðs og guðssonerni manna sameinast í því, að bæði heitin eiga við siðferðilega einkunn: Faðerni guðs tákn- andi það, að guð er fullkomlega góður; guðssonernið það, að maðurinn sé guði líkur. Hvorttveggja lýsir því, sem samsvar- ar hugsjón þeirri, er felst hak við orðin. Bæði heitin eru því hugsjónarlega samsvarandi, og þessi hugsjónarlega sam- svörun er grundvöllur verulegrar samsvörunar, sem kemst í framkvæmd að sama skapi, sem maðurinn fullægir sannri ákvörðun sinni. Tvö orð, sem auk föðurnafnsins eru notuð í heimildum vorum til þess að tákna siðferðilegt eðli guðs, verður hér líka að minnast á, og benda þau bæði til sömu skoðunar á eðli guðs og hér að undan hefir verið haldið fram. Það er talað um guð sem fullkominn (Matt. 5, 48). Það er verið að tala um elskuna, sem engin takmörk megi setja sér, og af því samhengi má sjá, að það er fullkomnun í kærleika, sem héi er átt við. Guð er fullkominn í kærleik- anum, því hann lætur kærleiksgjafir sínar öllum í té án mann- greinarálits. En mennirnir eru ekki fullkomnir á þennan hátt. Jafnvel hinum beztu þeirra hættir við, að sýna þeim einum kærlejkshót, sem kærleika sýna á mó(i. Allur jarðneskur

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.