Nýtt kirkjublað - 01.08.1914, Blaðsíða 2

Nýtt kirkjublað - 01.08.1914, Blaðsíða 2
170 NÝTT KIRNJUBLAÐ dóminn eins og hún birtist oss í guðspjallaheimiidum vorum. Þessvegna er aíaráríðandi að rannsaka kenningu Jesú sjálfs, til þess að fá fastan grundvöll að byggja guðshugmynd vora á. Það var þetta, sem eg ætlaði mér að leitast við að gjöra i þessu erindi mínu. Þegar ræða er um guðshugmynd Jesú verður til saman- burðar að byrja með því að fá örstutt yfirlit yfir, hvað það var, sem mest einkendi guðshugmynd gyðingdómsins um það leyti, sem kristindómurinn kom fram. Við nánari athugun finnum vér, að það var aðállegast þrent, sem einkendi guðshugmynd þeirra tíma meðal Gyðinga. 1. Guð var aðallegast skoðaður sem konungurinn og dómarinn. Réttlœtið var frumeiginleiki hans (sbr. B. Makkab. 2, 2 nn.). Og með því er ekki átt við trúfesti hans og náð, eins og í Devtero-Jesaja og Davíðssálmum, heldur við endurgjaldandi réttlæti, sem Iaunar og hegnir. Guð geldur sérhverjum eftir verkum hans. Afstaða hans til mannanna er að því ieyti réttarfarslegs eðlis. í lögmáli sínu hafði Guð opinberað mönnunum vilja sinn. Og samkvæmt þessu lög- máli breytir hann í öllu við mennina. Við uppfyllingu lög- málsins var náð hans bundin. Fyrir lögmálsverk áttu menn að réttlætast fyrir guði. 2. Guði er þó líka stundum likt við föður. En föð- urheitið var aðallegast notað um guð lil þess að tákna sérstöðu hans til Gyðingaþjóðarinnar. Guð var skoðaður sem faðir Israelsþjóðarinnar. „Is- raelslýður er minn fruingetinn sonur“, stendur í 2. Mós. 4, 22 (sbr. Jer. 31, 9). í Hós. 11, 1 stendur líka: „Þegarísra- el var ungur fékk eg (o: Jahve) ást á honum og frá Egipta- landi kallaði eg son minn“. Þar er frelsun þjóðarinnar úr ánauðinni á Egiptalandi líkt við afskifti föður af barni sínu. Synd þjóðarinnar er einnig lýst sem óhlýðni barna við föður sinn (Jes. 1, 2). Jahve er líkt við jarðneskan föður sem ým- ist annast eða agar ísrael sem barn sitt (5. Mós. 1, 31; 8, 5). Föðurafskifti Jahve við ísrael birtast sérstaklega í því, að gjöra þjóðina að verkfæri opinberunar sinnar og búa liana undir að Messías kæmi þar fram.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.