Nýtt kirkjublað - 01.08.1914, Side 5

Nýtt kirkjublað - 01.08.1914, Side 5
NÝTT KIRKJUBLAB 173 aðeins hjá Gyðingum, eins og áður hefir verið drepið á, heldur líka meðal heiðingja. En Jesús gaf hugtaki þessu nýtt inni- hald, nýja merkingu. A þann hátt verður kenningin um guð sem himneska föðurinn vor mannanna aðalkjarni prédikunar hans. Kærleikurinn er að skoðun Jesú frumeinkenni eðlis guðs. Og í kærleika guðs sá hann einnig frumhvöt allrar starfsemi guðs í heiminum og afskifta af mönnunum. En hvernig hugsar Jesús sér þá guð sem föður? Faðirvor sýnir oss hverra gæða Jesús væntir af föðurnum á himnum. IJann leggur lærisveinum sínum þar á hjarta að biðja um þrjár mestu gjafirnar, sem maðurinn getur öðlast, sem eru, að guð láti ríki sitt koma, veiti mönnunum líkam- legar nauðþurftir og fyrirgefi þeim syndirnar. Af þessu sjáum vér, að Jesús kennir oss, að föðurnum á himnum megi treysta sem þeirri kærleiksríku veru, er ávalt sé reiðubúin til að hjálpa og fyrirgefa (Matt. 6, 7, 7—11; sbr. Lúk. 11, 9—13.). Guð er hjálpsamur faðir, eftir kenningu Jesú. Föður- kærleikur guðs birtist í hinni dásamlegu umhyggju fyrir öllum skepnum hans. Allir þekkjum vér hin mörgu fögru ummæli Jesú, er lýsa þessum forsjónar-kærleika guðs. Hann bendir á afskifti guðs af fuglum himins og Iiljum vallar og segir: „Fyrst guð nú skrýðir grasið á vellinum . . . hversu miklu fremur mun hann klæða yður, þér litiltrúaðir" (Lúk. 12, 24 n.; Matt. 6, 26 n.). „Verið óhræddir; þér eruð meira verðir en margir spörvar" (Lúk. 12, 7; Matt. 10, 29 n.). Af þessu sést hversu skiljanlega Jesús lalar um föðurumhyggju guðs til hinna hugsjúku manna. Hugsýkin er óþörf og hin kvíðandi spurning: Hvað eigum vér að eta, hvað eigum vér að drekka, hverju eigum vér að klæðast? Aðeins heiðingjarnir, sem ekki þekkja guð sem föður sinn, spyrja þannig kvíðandi. Guð sá, er Jesús trúði á og boðaði, veit að mennirnir þarfnast alls þessa, og veitir það „að auki“ þeim, er fyrst leita ríkis hans (Matt. 6, 32 n.; Lúk. 12, 29 n.). Sem hinn hjálpsami faðir, er guð gjafarinn mikli, sem gefur þeim góðar gjafir, sem biðja hann (Matt. 7, 11), hvort sem um andlegar eða líkam- legar velgjörðir er að ræða. En eins og guð er hjálpsamur og umhyggjusamur, eins er

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.