Nýtt kirkjublað - 01.08.1914, Side 13

Nýtt kirkjublað - 01.08.1914, Side 13
NÝTT KIUEJTJBLAÐ 181 um, að margir tollheimtumenn og syndarar fylgdu Jesú, en þó fegurst af frásögunni um bersyndugu konuna, sem sagt er frá í Lúk. 7, 37nn, sem var Jesú svo innilega Jjakklát fyrir kærleikskenningu hans, að hún vætti fætur hans með fagn- aðar og iðrunartárum, kysti þær og þerraði aftur með llaks- andi hári sínu. Það er boðskapurinn um föðurkærleika guðs til allra manna, sem um fram alt gaf guðspjallamönnunum heimild til að lýsa kenningu Jesú sem evangelíi eða gleðiboðskap (Mark. 1, 1, 14; Matt. 4, 23). Allir hljótum vér ad vera guði innilega þakklátir fyr- ir að þessi unaðsríka kenning frelsara vors er til vor komin og að vér eigum kost á að kynnast henni í hinum mörgu huggunarríku og fögru ummælum Jesú, sem lesa má í guð- spjöllum vorum. Ekkert œtti að vera prestum og prédikurum lands vors hjartfólgnara en að prédika þennan boðskap um hinn takmarkalausa kærleika guðs til allra manna. Því sá boðskapur eldist aldrei, en hefir sífelt sama erindið jafnt til glaðra og gæfusamra sem til kviðandi, órólegra og harm- þrungna mannssálna. En jafnframt ætti það að vera skylda vor, að láta ekkert skyggja á þennan fagnaðarboðskap og aðhyllast ekki neina þá kenningu, hvorki eldri né yngri, sem fer í bága við guðshugmynd Jesú sjálfs. Þessvegna er eðlilegt og sjálfsagt, að prófa rólega og samviskusamlega á þessum guðstrúargrundvelli þær kenning- ar, sem ágreiningur er um. Spurningarnar verða þar margar. Eg skal drepa á að- eins fáeinar. Getur kenningin um reiði guðs, um að guð liati þá, sem óhlýðnast sannleikanum, og sé óvinur þeirra (Róm. 11, 28; sbr. 9, 13), samrýmst guðshugmynd Jesú? Eða sú skoðun á réttlœti guðs, að guð hafi hlotið að krefjast fullnægjugjörðar fyrir syndir mannkynsins? Eða sú skoðun á opinberun guðs, að hún hafi eitt skifti fyrir öll átt sér stað á löngu liðinni tíð, en haldi ekki lengur áfram á vorum tímum ? Eða sú hugmynd, að guð grípi aðeins af og til inn í

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.