Nýtt kirkjublað - 01.10.1914, Side 4
220
NÝTT KTRKJUBLAB
Og eg veit að þetta er ekki einsdæmi. Þab hafa margir
samstarfamenn mínir einmitt kvartað yfir þessu sama. Og
vöntunin, aðalatriðið er það, að við hötum lítið notað stund-
ina til þess að tala um hið innra líf kirkjunnar, um guðs-
ríkið í hjörtunum, eíling þess og útbreiðslu i samfélagi okk-
ar. Við höfum mest talað um kirkjufélagið sem pólitiska —
sósíala — stofnun, reikninga hennar og ytra fyrirkomulag, en
umræður um tilveruskilvrði þessarar stofnunar, þýðing henn-
ar og réttmæta nauðsyn, hafa orðið útundan.
Að vísu hefir sú venja myndast, í sinni tíð, að einhverj-
um hefir verið falið að „prédika“ en þá höfum við sett þann
mann út fyrir liringinn, en aldrei óskað þess að hann væri
málshefjandi að sameiginlegu umrœðuefni■ Þetta hefir haft
þau áhrif á mig, að eg hefi fundið enn sárara til þess, hvern-
ið við setjum takmörkin fyrir starfsemi okkar.
Hvernig stendur svo á þessu? Ekki er það sökum þess
að hringurinn, sem löggjöfin hefir markað á þessu sviði, sé
svo þröngur að hann rúmi ekki hvað eina sem varöar hið
innra og andlega samlíf okkar. Ekki er það heldur því að
kenna að okkur vanti menn með andlegu fjöri, gáfum og áhuga,
menn sem i raun og sannleika vilja nota flest tækifæri — og
þá einnig héraðsfundina — til þess að efla og fegra andlega lifið
í kirkjufélaginu.
Hváð þá ? Eg veit það ekki, en ýmsar tilgátur hafa kom-
ið fram i huganum.
Eg get þess til að flokkur safnaðarfulltrúanna telji sig
ekki færan um að halda fyrirlestra, eða hefja umræöur um
trúmál og safnaðarlíf yfir höfuð að tala; til þess skorti
hann svo margt, svo sem: þekking, djörfung og æfing. Prest-
arnir býst eg við að séu hikandi, vegna þess að þeir búast við
talsverðum skoðanamun i ýmsum atriðum, sem þeim eru
hjartfóigin. Þeir kveinka sér við þeim sársauka, sem miður
hóflegar umræður kynnu að valda. Þeir eru því líka flestir
óvanir að tala um andleg málefni opinberlega, blaðalausir og
hempulausir. Á báða bóga finst mór þá koma fram feimni
og uggur. Eg vil ekki minnast á jafn-lítilfjörlega mótbáru og
tímaskorlinn. Hún er tómur fyrirsláttur, og líkt er um ótt-
ann fyrir æsingaræðum. Mér finst mega vænta þess að ræð-