Nýtt kirkjublað - 01.10.1914, Blaðsíða 7
NÝTT KIRKJUBLAÐ
223
í stuttu máli sagt finst mér því, að kennarinn í kirkj-
unni þuríi að geta flutt kenningu kenninganna, ef eg
mœtti komast svo að orði: Draga saman hið sérstaka og
dreifða til algildra setninga og sameiningar, af þeim geisla-
brotum guðsríkis sem bregður fyrir í mannlífinu sjálfu eins og
það birtist, einmitt á okkar yfirstandandi tíma.
Vel veit eg það, að þetta er hörð krafa og útheimtir mik-
ið af vandasamri rannsókn og athugun. En eg hygg að hjá
því verði ekki komist að leitast við að fullnægja henni, eftir
fremstu föngum, ef vel á að farnast.
Lifið er enginn steingerfingur, og þroskun guðsríkis á
þessari jörðu getur ómögulega verið það heldur. Þessvegna
þarf að hafa gætur á öllum frækornum þess, og hlúa að þeim
en sparka ekki á þeim. Með því móti flýtum við best fyrir
því að mannlífið geti alt orðið einu aldingarður sem andi
drotlins hlúir að.
Já, kenningin verður að skilja sinn tíma og taka í þjónk-
un sina allar hreyfingar sem heimfæra má undir meginmerkið,
lifa sig inn í þær með þeirri þekkingu, alúð og samsinning,
sem hver einstakur hefir best föng á. Hið einfalda, upphaflega
og sameiginlega í öllum trúarbrögðum sem hafa fest rætur í
lífi þjóðanna er þetta — sem Kristur kendi betur en nokkur
annar —: Guð er faðir allra; allir menn eru bræður, og ríki
guðs á að ná til allra manna, að lokum. En eins og við
trúum því, að í riki föðursins á himnum, séu mörg híbýli,
eins geturn við séð það að vegirnir eru margvíslegir inn i
guðsríkið á jörðunni. Það væri því beinlínis misbrúkun, ef
kennarinn færi að berja höfðinu við steininn ogsegja: Þarna
er eini afmarkaði vegurinn og enginn annar er til. Við þekkj-
um ótal dæmi, frá fortíð og nútíð, sem sýna hið hættulega og
ókristilega við slíka skoðun. Hún verður því að víkja úr
kenningunni, en koma í staðinn glögg sjón á öllum þeirn
þráðum sem leitt hafa og leitt geta mennina inn í ríki föð-
ursins. Alla slíka þræði þarf kenningin að gera skýrari í
augum þeirra er eftir þeim leita með fálmandi höndum. Þá
fara lærisveinarnir að skilja kennarana betur en áður. Þá
fær orðið betri áheyrn, og fleiri sáðkorn fá góða jarðveginn
sér til þroska.
Leiðum því kenninguna inn i lifið sjálft og daglegu