Nýtt kirkjublað - 01.10.1914, Blaðsíða 14

Nýtt kirkjublað - 01.10.1914, Blaðsíða 14
m NÝTT KIRKJUBLAÐ diktar og 14 Klemensar. Hafa páfar síðast borið þau nöfn um miðbik 18. aldar. Benedikt XIV var mesti sæmdar og lærdómsmaður. Margt var og vel um Klemens XIV, en hann var til þess neyddur að rjúfa reglu Kristsmunka, og verður líklega enn bið á, að nýr páfi taki sér heiti lians, eða upp komi Klemens XV. Öllu sama mun fara fram í kúríu og áður. Einveldi páfa varð enn ramara og ríkara um daga Píusar X. Eng- inn skilningur á umbótakröfum módernista, bara fordæming. Biblíurannsóknin öll hjá kennivaldi kirkjunnar. Og kirkjan krefst þess af pjónum sinum að þeir beygi sig og hlýði öllum skipunum frá yfirkennivaldinu, og það sem meira er, að þeir samsinni þeim heilhuga og hjartanlega. Nýr prestaeiður var saminn sem átti að taka fyrir og út yfir alla nýguðfræðilega útúr- dúra. Ríkin leyfðu þó eklci að þess eiðs væri krafist af guð- fræðisprófessorum sinum. Öllum fjöldanum er það fróun og hvíld að mega áhyggju- laust hvila í móðurskauti kirkjunnar, láta hana hugsa fyrir sig og trúa. Wyrknesk saga. Tyrkir eru ágætir sögumenn. Fólkið les varla enn þá blöð og tímarit, og eru sögukarlarnir góðir gestir á beimilunum og íull- orðna fólkið hlustar líka á. Alveg eins og hór á landi var áður fyr meir, er minna var að lesa en nú. Nokkuð getum vér gjört oss hugraynd um sögur Tyrkja af frásögunum í Þúsund og einni nótt. í sumum sögunum kemur fram glettin aðfinsla við stjórnar- farið, en alt verður það að vera undir rós, og er hér sýnishorn af því: Einu sinni ætlaði drottinn rótttrúaðra manna að fara á dýra- veiðar til að skemta sér. Kallaði hann á stjörnumeistara sinn og spurði hann til veðurs. Stjörnumeistarinn laut til jarðar og spáði öllu góðu, og kalífinn lagði af stað með fríðu föruneyti. Skamt fyrir utan borgina kom maður á móti þeim. Hann sat á asna. Maðurinn laut kalífanum og mælti: „Lávarði mínum væri betra að halda heirn aftur, það verður rigning og óveður þegar kemur iram á daginn". • En drottinn rétttrúaðra manna treysti

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.