Nýtt kirkjublað - 01.01.1915, Page 11

Nýtt kirkjublað - 01.01.1915, Page 11
NÝTT KIRKJUBLAÐ 7 á síðari tímum, að sama skapi sem oss þó hefir farið fram í margvíslegri þekkingu og mentun. Vér heyrum ekki svo sjald- an talað um það nú á tímum að ýmsir mannkostir ekki kann- ske hverfi, en þverri í þeim hildarleik er fylgir lífi nútímans, og kapphlaupinu um gæði hans; og á hið mikla stjórnmála- stríð og tlokkaskifting út af því í landinu, sjálfsagt ekki lítinn þátt í því. Vér höfum áður í sögu vorri átt slíkt styrjaldar- tímabil með sömu afleiðingum eða ávöxtum, er drenglund og trygð, og aðrir dýrmætir mannkostir urðu að víkja fyrir grimd og slægð og öðrum svörtum fylgjum siðspillingarinnar. — Vér hefðum búist við því að fyrir Ijósi meiri þekkingar mundu alveg eða að mestu Ieyti, liverfa þessir svörtu bleltir, hverfa eins og dögg fyrir sólu, vér hefðum búist við því að þekking- in mundi laða saman hugina og hjörtun, hjálpa oss til að skilja hver annan og styðja hver annan, en láta öfundina og ríginn og tortryggnina og óhreinskilnina hverfa — en eg hygg að eg fari ekki með annað en það sem satt er, þó eg segi að þessi hugsun, þessi von hafi ekki rætst. Eg held þvert á móti að vér þurfum ekki að fara í neina langferð til að sjá og sann- færast um, að þessir dökkálfar fáfræðinnar, sem þróuðust svo vel í myrkrinu, lifa bezta lífi 1 ljósi menningarinnar. — Eg ætla ekki að fara að týna til dæmi, eða leiða rök að þessum staðhæfingum rnínum; eg er þess viss að fleiri hafa veitt þessu athygli. Mig langar til að segja ykkur frá því, að í vetur kom á heimili mitt maður glöggskygn, sem víða hefir farið, og eftir mörgu tekið. Meðal annars barst 1 tal um menningarástand vort og þroskastig, og hvort þjóð vor væri frá siðgæðislegu sjónarmiði að stækka eða lækka. „Mér virðist11, sagði maður þessi, „eins og einhverjír óhreinir andar séu svo víða á ferð- inni hjá oss“. Mér virðist, þótt undarlegt sé, að hér megi maður hvorki vera lítill eða stór; sé maður lítill að fyrirferð í nútiðarlífi voru, þá er maður hafður i fyrirlitningu sem am- lóði og ónytjungur, en hugsi maður til að bæta ofurlitlu við hæð sína, verða svolítið hærri en aðrir, fara eitthvað fram úr þeim, þá standa á manni ótal hælar, sem troða vilja nið- ur. Dæmalaust er þetta ólíkt og langt frá hugsun og vilja hans, sem ætlast til að vér séum allir sem bræður, sem benti á þjónustuna sem mesta upphefðarveginn — og dæmalaust

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.