Nýtt kirkjublað - 01.01.1915, Side 14

Nýtt kirkjublað - 01.01.1915, Side 14
10^ NÝTT KIRKJTJBLAf) var stutt. Hann lifði kyrlátu lífi langt fyrir utan iðustraum heimsmenningarinnar. Nú eru 19 aldir síðan, og enn hald- ast áhrifin frá þessu tnannslífi, enn er þaðan, frá þeim kyr- láta krafti, að ásjóna jarðar á að endurnýjast. „Hann mún frelsa lýð sinn frá syndum þeirra“. „Til þess birtist guðs sonur, að hann skyldi brjóta niður verk djöfulsins“. Hann kendi oss svo að biðja, að guðs vilji yrði svo á jörðu, sem á himni. Og hann sagði að alt vald vœri sér gefið á bimni og jörðu, til þess að allar þjóðir yrðu sínir lærisveinar. Nú viljum vér af einlægu hjarta taka þessi orð trúanleg, sem töluð hafa verið um Jesú, og hann sjálfur hefir talað. Og þvi horfum vér inn i ókomna tímann trúaröruggir og von- góðir. Vér tölum um siðmenning, hún nær enn ekki yfir nema nokkurn hluta heimsins. Hún er fólgin i því að gjöra sér jörðina undirgefna. Alt sækir þar fram, engin kyrstaða getur átt sér þar stað. Það eru grundvallarlög lífsins frá hendi skaparans. Og vilji einhver brjóta þessi lög, nteð leti, ómensku og dáðleysi, eða með þvi að spilla og skemma og vera þversum, þá er honum sópað burt af framsóknarbraut- inni, hann er til órýmis og óþrifa, og hverfur. Svo er lögum farið i siðmenningarframsókninni. En nú höfum vér orð og kenningar Jesú fyrir því, og vér viljum trúa þeim, að hin sömu máttugu framsóknarlög ráði og í hinum andlega heimi, á hinum æðri svæðum, í siðferðilega og trúarlega Iífinu ? Það er sízt að undra, þó að mörgum verði örðugt að ala þá von í brjósti, en vér megum með engu móti missa hana. Hún er meginstyrkur vor i baráttunni við hið illa í heiminum: Hún er til, og helst þrátt fyrir alt og alt, fram- sóknin til hins betra. Þeirri von megum vér ekki sleppa. Henni verðum vér að balda fyrir vora eigin þjóð, fyrir hvíta kynið vort, fyrir alt mannkynið. Um það viljum vér biðja og til þess viljum vér iðja, að allar þjóðir, og þá einnig vor eigin, megi í sannleika fylla lærisveinahóp Jesú. Betur getum vér eigi varið lífi voru, og það starf mun ávöxt bera. Og sameiginlega biðjandi vorri drottinlegu bæn viljum við öll ganga gegn nýju ári, og óska góðs árs í Jesú nafni. Johannes Johnson,

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.