Nýtt kirkjublað - 01.01.1915, Page 15

Nýtt kirkjublað - 01.01.1915, Page 15
NÝTT KIRKJUBLAÐ 11 Kirkjubyggingarárið. Mesta kirkjubyggingarárið, sem yfir hefir liðið, þetta síðast- liðna ár. Lánin úr almenna Kirkjusjóði fast við 30 þús., ef með er talin Keflavikurkirkja. Yar lánsfé hennar lagt í banka í árs- lokin 1913. Allar kirkjurnar, að Búðum í Fáskrúðsfirði, Hábæjarkirkja í Þykkvabæ, Hafnarfjarðarkirkja og Keflavíkurkirkja, eru steinkirkj- ur. Búða og Keflavikur kirkjur eru nýjar frá stofni, úr Kolfreyju- staðar og Útskálasóknum; hinar báðar á nýjum stöðura, og leggj- ast þá niður Háfskirkja í Holtum og Garðakirkja á Álftanesi. Hjórar vandaðar og veglegar kirkjur á nýjum stöðum, og sömu lög alstaðar, að færa kirkjurnar nær fólkinu. Þá er og ný steinkirkja, hin fimta, komin upp á árinu, að Leirá í Borgarfirði, hefir kirkjubóndinn Guðni Uorbergsson reist þar hið sæmilegasta hús, var þar og Rögnvaldur húsameistari með í ráðum. Tekur söfnuður væntanlega við kirkjunni. Mikil og góð umskiíti voru það, er byggingafróður maður fékk ráðin við kirkjubyggingar vorar. Út úr neyð varð Kirkju- sjóður að lána mikið fé árið sem leið, til stórvjðgerða á kirkjum, sem báðar mega nýjar heita, önnur steinkirkja, varla trygg enn, hin ein af þessum óláns-timburstrýtum, sem altof margar eru, söfn- uðum til skaða og skapraunar. Eru dýr gjöld fáfræðinnar, þar sem annarstaðar. Allar höfðu steinkirkjurnar nýju vígslu hlotið fyrir nýjárið og teknar til nota nema Keflavíkurkirkja. Hún nú fullgjörð. Fyrir smíði þeirrar kirkju og Hafnarijarðar stóðu þeir nafnar Guðni steinsmiður Guðmundsson og Guðni trésmiður Þorláksson. Hafa þeir getið sér bezta orð við byggingar, sem gjörðar hafa verið að íyrirsögn Rögnvaldar húsameistara. Guðni Þorláksson stóð fyrir smíði Hafnarfjarðarkirkju, og lét sér mjög ant um, því þar var hann uppalinn og nú þar búsettur. Var það hið mesta hrygðarefni er hann andaðist rétt íýrir kirkjuvigsluna. Sama er lagið á Keflavíkur og Hafnarfjarðar kirkjum, báðar hinar prýðilegustu. Flytur N. Kbl. væntanlega mynd annarar hvorrar við tækifæri. Út úr Hafnarfjarðarkirkju var talið um 1200 mauns við vígsluna. íslenzkar hjúkrunarkonur. Forstöðukona K. F. U. K. í Vejle, fröken Ingibjörg Ólafsson ritar fyrir nýárið: „Mikið áhugamál er það gamla sira Dalhoff, að kornið verði

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.