Fréttablaðið - 09.11.2009, Side 1

Fréttablaðið - 09.11.2009, Side 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MÁNUDAGUR 9. nóvember 2009 — 265. tölublað — 9. árgangur VEÐRIÐ Í DAG ÓLÖF GUÐRÚN HELGADÓTTIR Fékk fagra hillu í arf eftir fóstru föður síns • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 GLUGGATJÖLD þurfa hvorki að vera flókin né dýr. Með því að finna falleg viskustykki er til að mynda hægt að útbúa hinar fínustu eldhúsgardínur. Útbúið línu með fallegum hengjum og klemmið svo viskustykkin á línuna með gamaldags þvotta- klemmum. Svo er lítið mál að skipta út gardínum eftir árstíðum. „Þessi hilla hefur fylgt mér alla tíð frá því að ég fór úr foreldra-húsum og mér þykir óskaplega vænt um hana,“ segir Ólöf Guð-rún, betur þekkt sem Olla Rúna af kunningjum sínum. Hún féllst með semingi á tillögu blaðamanns umað sýna einn af í sem skar hana út. „Það eina sem ég veit er að hún fékk hilluna í afmælisgjöf þegar hún varð 75 ára og að hillan er gerð af einhverj-um sem lærði útskurð hjá Ríkarði Jónssyni frá Strýtu við Djús sem hún fór. Pabbi kallaði hana samt aldrei mömmu og ég kallaði hana heldur ekki ömmu. Fólkið lét hlutina bara heita sínum réttnöfnum “ Hillan frá nöfnu fylgdi mér úr foreldrahúsumÓlöf Guðrún Helgadóttir, kirkjuvörður í Dómkirkjunni og sminka í Óperunni, á forkunnarfagra útskorna hillu sem hún erfði eftir fóstru föður síns. Hillan er einn af hennar uppáhaldshlutum á heimilinu. „Ólöf, fóstra hans pabba, var vinnu-kona alla tíð og hennar jarðnesku eigur voru ekki miklar en ég var látin njóta þeirra,“ segir Ólöf Guðrún. Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 KópavogurSími 587 2202 Fax 587 2203hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæðurloftræstistokkar og tengistykki Hágæða Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh il d a r 1 4 6 0 .2 4 Lím og þéttiefni í úrvali Tré & gifsskrúfur. Baðherbergisvörur og höldur. Glerjunarefni. Hurðarhúnar og skrár. Rennihurðajárn. Hurðarpumpur. Rafdrifnir hurðaropnarar. Hert gler eftir máli. Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin. 104 Reykjavík S: 58 58 900. - www.jarngler.is Auglýsingasími FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Aðstoðar fatlaða Ásdís Jenna Ástráðs- dóttir berst fyrir því að notendastýrð og persónuleg þjónusta fyrir fatl- aða verði gerð almenn. TÍMAMÓT 16 HÍBÝLI OG VIÐHALD Ýmsar lausnir í boði í öryggisbúnaði Sérblað um híbýli og viðhald FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG híbýli og viðhaldMÁNUDAGUR 9. NÓVEMBER 2009 Meiri þægindi og aukið geymsluþol Nú er MS rjóminn í ½ l umbúðum með tappa. 12 daga geymslu-þol H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 – 0 4 8 7 Vertu fyrstur, opnum kl. 22 í Lindunum KVÖLDOPNUN! Sýnd í Íran Stuttmynd Daggar Mósesdóttur verður sýnd á kvikmynda- hátíð í Íran. FÓLK 30 Sama nafn Tvær Hjartsláttar-bækur koma út fyrir þessi jól. FÓLK 30 SAMGÖNGUMÁL „Hingað til hefur það dugað að hringja í Vegagerð- ina þegar svona skilyrði koma upp. Þá hefur bíll verið sendur um hæl,“ segir Theodór Þórðarson, yfirlög- regluþjónn í Borgarnesi. „Þess vegna hrukkum við til þegar okkur var sagt að þetta hefði breyst,“ segir Theódór, sem óttast að niðurskurður hjá Vega- gerðinni komi niður á umferð- aröryggi. Vegagerðin hefur sent niðurskurðar tillögur til samgöngu- ráðherra sem allar vinna að því að umferðar öryggi sé ekki ógnað, segir forstöðumaður. Mikil ísing hefur myndast á vegum í Borgarfirði í tvígang á stuttum tíma við sérstakar aðstæður. Þá er lofthiti þrjár til fjórar gráður en mikil hálka mynd- ast engu að síður. Bílar sem voru vel búnir til vetraraksturs runnu þá út af veginum þrátt fyrir að var- lega væri farið. Engan sakaði. Lögreglan í Borgarnesi hringdi í Vegagerðina en var neitað þegar beðið var um bíl til að salta vegina. Theodór kveðst vona að eitthvað tilfallandi hafi orsakað að ekki var hægt að senda bílinn. Hann segir að ósk lögreglu um að skilti yrðu notuð til að vara við hálku hafi jafnframt verið hafnað. Magnús V. Jóhannsson, svæðis- stjóri Vegagerðarinnar í Borg- arnesi, segir að þjónustustig á svæðinu hafi ekki breyst þó að fjár- hagsstaðan sé erfið. „Veðuraðstæður hafa verið sér- stakar og það er stundum erfitt að bregðast við því,“ segir Magnús. Hann segir að samkvæmt verklags- reglum séu ákveðnir staðir hálku- varðir en aðrir ekki. Þjónustustigið hafi þó aukist jafnt og þétt á síð- ustu árum. „En því er ekki að neita að peningar eru af mjög skornum skammti og þjónustan verður ekki aukin á næstunni nema eitthvað sérstakt komi til.“ Björn Ólafsson, forstöðumaður þjónustusviðs Vegagerðarinnar, segir að niðurskurðartillögur séu nú á borði samgönguráðherra. „Til- lögurnar gera ekki ráð fyrir minni þjónustu og við munum verja umferðaröryggið. Það er forgangs- atriði í okkar tillögum.“ Vegagerðin hefur úr um tveimur milljörðum að spila í dag en gerð er krafa um allt að tíu prósenta niður- skurð. „Það er kannski hægt að hjálpa okkur yfir þennan þröskuld því þetta er viðkvæmt mál.“ Björn segir sparnaðaraðgerðirnar verða kynntar um leið og ráðherra hafi tekið þær til yfirvegunar. - shá Lögreglan óttast um öryggi vegfarenda eftir niðurskurð Vegagerðin neitaði lögreglunni í Borgarnesi um hálkuvarnir í erfiðum aðstæðum. Vegagerðin segir þjón- ustu óbreytta en veðurlag hafi verið sérstakt undanfarið. Skera þarf niður um 200 milljónir á næsta ári. FÓLK „Þetta var alveg ofboðslega góður dagur, ég get ekki neitað því,“ segir Sigurður Hallvarðsson, fyrrverandi knattspyrnumaður í Þrótti, eftir að um átta hundruð manns mættu á styrktarleik sem haldinn var í gær fyrir Sigurð og fjölskyldu hans. Sigurður er í endurhæfingu eftir að hafa gengist undir þriðja uppskurðinn við krabbameini í heila. Samtals eiga Sigurður og eiginkona hans átta börn en níunda barnið er látið. „Ég átti rosalega bágt þegar við stóðum fyrir framan stúkuna eftir leikinn. Það voru allir að klappa fyrir okkur og einhverjir að hrópa nafnið mitt og ég bara felldi tár. Í þessu félagi á maður ógrynni af vinum. Þetta snart mig gríðarlega,“ segir Sigurður, sem heldur nú þjálfun sinni áfram. „Ég þarf að koma mér úr hjólastólnum því Willum [Þórsson þjálfari Keflavíkur] vinur minn bað mig að koma með sér til Keflavíkur næsta sumar. Maður fer ekki þangað í hjólastól,“ segir Sigurður Hallvarðsson. - gar Átta hundruð manns á ágóðaleik fyrir Sigurð Hallvarðsson og fjölskyldu: Djúpt snortinn af vinarbragði GÓÐ STUND Sigurður Hallvarðsson gladdist innilega þegar vinir hans úr fótboltanum og aðrir velunnarar sýndu hug sinn í verki og fjölmenntu á ágóðaleik sem haldinn var fyrir Sigurð og fjölskyldu í Laugardalnum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR BÓKAÚTGÁFA Titringur er meðal smærri bókaútgefenda vegna auglýsingabæklings sem For- lagið hefur sent frá sér og ber heitið Bókatíðindi Forlagsins. „Félags íslenskra bókaútgef- enda gefur úr Bókatíðindi á hverju ári og það hefur verið sátt um að allir bókaútgefend- ur landsins kynni sínar bækur þar og geti svo auglýst eins og þeim sýnist,“ segir Tómas Her- mannsson hjá Sögum útgáfu, sem telur hættu á að fólk rugl- ist á bókatíðindum Forlagsins og hinum eiginlegu Bókatíðind- um sem væntanleg eru innan skamms. Framkvæmdastjóri Forlags- ins, Jóhann Páll Valdimarsson, segir í umræðum á netinu að Forlagið hafi gefið út slíkan bækling allan sinn starfstíma. „Þú ert of ungur Tommi,“ segir Jóhann á Facebook-síðu Tómasar. - gar Deilur um auglýsingablað: Bókaútgáfur í bæklingastríði VÍÐA RIGNING Í dag verða víða sunnan 5-13 m/s, en 10-18 austan- lands í fyrstu. Víða rigning, einkum suðaustantil, en úrkomuminna norðanlands. Hiti víðast 3-9 stig, mildast syðst. VEÐUR 4 5 5 7 8 7 Fimm stiga forysta Chelsea vann 1-0 sig- ur á Manchester United í gær og styrkti stöðu sína á toppnum. ÍÞRÓTTIR 26

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.