Fréttablaðið - 09.11.2009, Blaðsíða 2
2 9. nóvember 2009 MÁNUDAGUR
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS
Fáðu þér miða á www.hhi.is eða í síma 800 6611
á einn miða í desember
milljónir
75
Þeir sem eiga miða í Happdrætti Háskólans
geta átt von á 75 milljóna afmælisvinningi
í síðasta útdrætti ársins. Þú getur ennþá verið
með! Tryggðu þér miða fyrir aðeins 1.000 kr.
á mánuði. Við drögum næst 10. nóvember!
FÓLK Margt er ábótavant í aðbúnaði
eldri borgara samkvæmt rannsókn
sem Garðabær og Slysavarnafélag-
ið Landsbjörg stóðu fyrir.
Að sögn Dagbjartar H. Kristins-
dóttur verkefnastjóra virðist vanta
upp á mikilvæga öryggis þætti.
„Til dæmis voru aðeins 34 prósent
þeirra sem tóku þátt í verkefninu
með eldvarnateppi. Á sama tíma
höfðu 33 prósent gleymt potti á
heitri hellu síðastliðin tvö til þrjú
ár.“
Dagbjört segir áríðandi að bæta
úr þessu þar sem afleiðingar
heimaslysa séu mun alvarlegri
fyrir eldri borgara en aðra aldurs-
hópa. - uhj / sjá sérblaðið Híbýli og viðhald
Aðstæður eldri borgara:
Nokkuð vantar
upp á öryggið
ÖRYGGI Aðbúnaður eldri borgara mætti
vera betri. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
STJÓRNMÁL Meirihluti Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks í
borgar stjórn vísaði frá tillögu full-
trúa Vinstri grænna um að fimm
veiðidagar Reykjavíkurborgar í Ell-
iðaánum yrðu leigðir Stangaveiðifé-
lagi Reykjavíkur eins og aðrir veiði-
dagar í ánum.
Að því er fram kemur í bókun
Þorleifs Gunnlaugssonar, borgar-
fulltrúa VG, áskilur Reykjavíkur-
borg, sem eigandi Elliðaánna, sér
rétt til að ráðstafa veiði í ánum í
fimm daga á hverju sumri. Það jafn-
gildi sextíu veiðileyfum í ánum á
besta tíma. Orkuveita Reykjavíkur
hefur umsjón með Elliðaánum, sem
eru leigðar út til Stangaveiðifélags
Reykjavíkur. Stjórn Orkuveitunnar
fyrir sitt leyti vísaði á Reykjavíkur-
borg þegar þar var lagt til að leggja
af umrædda veiðidaga.
Meirihlutinn í borgarstjórn vísaði
í samkomulag Orkuveitunnar og
Stangaveiðifélags Reykjavíkur.
„Borgarfulltrúum er í sjálfsvald
sett hvort þeir þiggja umrætt boð
um veiði í Elliðaánum. Með hliðsjón
af því og þeirri umsögn sem borist
hefur frá Stangaveiðifélagi Reykja-
víkur er tillögunni vísað frá,“ sagði
í frávísunartillögu meirihlutans
sem samþykkt var með átta atkvæð-
um gegn sex.
Fulltrúi VG sagði frávísun meiri-
hlutans óskiljanlega þar sem meiri-
hluti stjórnar Orkuveitunnar hefði
vísað til samnings Reykjavíkur-
borgar og Orkuveitunnar frá 2001
þar sem borgin áskildi sér rétt til að
ráðstafa fimm veiðidögum í Elliða-
ánum.
„Þarna vísar hver á annan í
þeim augljósa tilgangi að þæfa
málið og firra sig ábyrgð,“ segir í
bókun Þorleifs, sem kveður veiðar
borgarfulltrúa og embættismanna
í Elliðaánum vera barn síns tíma
og sjálfsagt eiga rætur að rekja til
þess tíma þegar borgarfulltrúar
fengu mun lægri laun en í dag.
„Nú er öldin önnur og enginn
borgarfulltrúi er með laun undir
500 þúsund krónur á mánuði og
ættu þeir því að geta borgað fyrir
sín veiðileyfi sjálfir. Í svari Stanga-
veiðifélagsins segir að undanfarin
ár hafi mun færri fengið en viljað
veiðileyfi í ánum vegna mikillar
eftirspurnar,“ bókar Þorleifur
og bendir á að sala veiðileyfanna
myndi færa borginni peninga á
tímum mikilla fjárhagsþrenginga
og niðurskurðar.
Miðað við verð Stangaveiðifélags-
ins á veiðileyfum til félagsmanna á
besta tíma í fyrra kostuðu fimm
dagar alls um 800 þúsund krónur.
gar@frettabladid.is
Borgarstjórn hættir
ekki veiði í Elliðaám
Reykjavíkurborg mun áfram ráðstafa fimm veiðidögum í Elliðaám til borgar-
fulltrúa og embættismanna. Meirihlutinn vísaði frá tillögu VG um að leigja
frekar veiðina út til Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Málið þæft segir fulltrúi VG.
DAGUR B. EGGERTSSON Veiddi í boði
borgarinnar í júlí í fyrra.
ÓLAFUR F. MAGNÚSSON OG VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Á einum veiðidaga
borgarinnar í júlí í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Þórir, getur þú reddað Elton
John í afmælið?
„Nei, en ég skal koma sjálfur með
fín gleraugu og syngja fyrir þig
afmælissönginn fyrir eina kúlu.“
Lagahöfundurinn og tónskáldið Þórir
Baldursson hefur unnið með fjölda
frægra tónlistarmanna á ferlinum. Hann
vann með Elton John að plötunni Victim
of Love sem kom út árið 1979.
ÍRAK, AP Íraska þingið samþykkti
í gær nýja kosningalöggjöf, sem
ætti að geta tryggt að fyrirhugað-
ar þingkosningar þar verði haldn-
ar í janúar.
Óttast var að kosningunum þyrfti
að fresta ef þingið kæmi sér ekki
saman um kosningalög, sem hafa
verið umdeild á þinginu mánuðum
saman.
Mikil spenna ríkti á þinginu í
gær meðan afgreiðsla laganna
stóð yfir. Bein sjónvarpsútsend-
ing var frá þingfundinum og sjá
mátti Christopher Hill, sendiherra
Bandaríkjanna, á þönum milli þing-
flokka til að miðla málum og þrýsta
á að lögin yrðu samþykkt.
Flóknasta deilumálið snerist um
hvernig skiptingu þingsæta frá
Kirkuk, olíuríkri borg í norðan-
verðu landinu, skyldi háttað. Þar
búa bæði kúrdar og arabar, en kúrd-
ar telja borgina tilheyra sér og vilja
að hún sé hluti af sjálfstjórnarsvæði
kúrda í norðanverðu landinu. Arab-
arnir vilja hins vegar engan veginn
missa yfirráð sín yfir borginni, sem
þeim voru fengin meðan Saddam
Hussein var við völd. Saddam lét
flytja tugi þúsunda kúrda nauðuga
burt frá borginni til þess að arabar
yrðu meirihluti íbúanna.
Kosningar í landinu eru fyrir-
hugaðar seinni partinn í janúar.
- gb
Viðkvæm og umdeild kosningalög samþykkt í Írak:
Kosningar haldnar í janúar
ÍRASKIR ÞINGMENN Firyad Rawanduzi
og Khaled Shwani ræða við fjölmiðla.
NORDICPHOTOS/AFP
ATVINNUMÁL Um þrjú hundruð
Suðurnesjamenn og -konur tóku
þátt í Keflavíkurgöngu í gærdag.
Gengið var um tíu kílómetra leið
frá Vogum að Kúagerði, til að
leggja áherslu á þær kröfur að
stjórnvöld gangi í takt við Suður-
nesjamenn við að skapa atvinnu
á Suðurnesjum um 1.600 manns
sem eru án atvinnu.
„Þetta gert til að minna á
þau atvinnutækifæri sem eru
handan við hornið hjá okkur á
Suðurnesjum. Það er fjöldi verk-
efna sem komin eru vel áleiðis að
lenda í ófyrirséðum töfum,“ segir
Páll Rúnar Pálsson, einn skipu-
leggjenda göngunnar.
Skipuleggjendur göngunnar
voru að sögn Páls ánægðir með
gönguna. „Þarna voru allt frá
börnum upp í gamalmenni og
allir tóku þátt af heilum hug.“
- hhs
Suðurnesjamenn og -konur skora á stjórnvöld að ganga í takt við þau:
300 manns í Keflavíkurgöngu
HUGUR Í FÓLKI Fundarmenn afhentu fulltrúum stjórnvalda áskorun frá öllum
stjórnmálaflokkum á Suðurnesjum. Við áskoruninni tóku Katrín Júlíusdóttir iðnaðar-
ráðherra og þingmennirnir Bjarni Benediktsson, Margrét Tryggvadóttir, Birkir Jón
Jónsson og Ögmundur Jónasson. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
STJÓRNSÝSLA Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, fyrrverandi for-
maður Samfylkingarinnar og
fyrrverandi utanríkisráðherra,
er meðal þeirra sem sækja um
starf mansalsfulltrúa ÖSE,
Öryggis- og samvinnustofnunar
Evrópu. Utanríkisráðuneytið
styður umsókn Ingibjargar og
beitir sér fyrir hennar hönd. Frá
þessu var greint í fréttum RÚV.
Embætti mansalsfulltrúa er
meðal þeirra æðstu hjá ÖSE en
hlutverk hans er að vekja athygli
á málefninu á alþjóðavísu. - jma
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir:
Sækir um starf
mansalsfulltrúa
EL SALVADOR, AP Nærri hundrað
manns létu lífið og tuga var sakn-
að í viðbót eftir flóð og aurskriður
í El Salvador. Þriggja daga úrhelli
hefur verið í landinu.
Humberto Centeno innanríkis-
ráðherra segir sjö þúsund manns
hafa leitað athvarfs í neyðarskýl-
um. Fjölmargir bæir hafa ein-
angrast og fulltrúar stjórnvalda
hafa ekki getað komist þangað.
Verst er ástandið í höfuðborg-
inni San Salvador og héraðinu San
Vincente. - gb
Mannskæð flóð í El Salvador:
Nærri hundrað
manns látnir
LEÐJUNA BURT Íbúi í höfuðborginni
hreinsar til eftir flóðin. NORDICPHOTOS/AFP
SAMFÉLAGSMÁL Hundrað manns
svöruðu auglýsingu sem frétta-
stofa Stöðvar tvö setti á einkamál.
is á tæpum sólarhring og vildu
kaupa vændi af nítján ára gamalli
stúlku.
Tálbeitan sagðist bjóða upp
á erótískt heilnudd gegn gjaldi.
Hægt væri þó að semja um verð
og ýmislegt fleira. Viðbrögðin létu
ekki á sér standa, fyrirspurnir og
tilboð um kaup á þjónustu hennar
með svokölluðum „happy ending“
flæddu inn.
Fréttastofa mælti sér mót við
fimm menn í gær. Tveir karlmenn
mættu á staðinn, einn á fimmtugs-
aldri og einn á áttræðisaldri.
Stöð 2 setur út vændisbeitu:
100 vildu kaupa
vændisþjónustu
SAMFÉLAGSMÁL Ríflega 1.100 manns
hafa staðfest komu sína á þjóðfund
í Laugardalshöll 14. nóvember.
Yngstur þeirra sem höfðu boðað
sig er átján ára og sá elsti 88 ára.
Til fundarins er stefnt mark-
tæku úrtaki íslensku þjóðarinnar,
allt að 1.500 manns. Send voru út
boðsbréf með slembiúrtaki. Lokað
verður fyrir skráningar á þriðju-
dagskvöld.
Fjöldi einstaklinga, fyrirtækja,
stofnana og félagasamtaka leggur
þjóðfundinum lið. Ríkisstjórn
Íslands bættist í þann hóp á föstu-
dag með sjö milljóna króna fram-
lagi. - hhs
1.100 manns boða komu:
Mikil aðsókn
að þjóðfundi
SPURNING DAGSINS