Fréttablaðið - 09.11.2009, Síða 4
4 9. nóvember 2009 MÁNUDAGUR
Bílaapótek Hæðarsmára
Mjódd • Álftamýri
STJÓRNNMÁL Margrét Tryggva-
dóttir, alþingismaður og formað-
ur Hreyfingarinnar, hefur ráðið
Þórð Björn
Sigurðsson
aðstoðarmann.
Þórður, sem
starfar í ferða-
þjónustu, hefur
af þessu til-
efni sagt af sér
sem formaður
Hagsmunasam-
taka heimil-
anna enda eru
samtökin óháð
stjórnmálaflokkum.
Friðrik Ó. Friðriksson hefur
þegar tekið við formennsku af
Þórði í Hagsmunasamtökum
heimilanna eftir kjör í stjórn
samtakanna á fimmtudag. - gar
Formaður Hreyfingarinnar:
Hefur ráðið sér
aðstoðarmann
MARGRÉT
TRYGGVADÓTTIR
ÞÝSKALAND, AP „Þetta var hræðilegt því ég
áttaði mig á því að flokkurinn og ríkis-
stjórnin höfðu brugðist mér og að félagar
mínir stæðu ekki með mér,“ segir Harald
Jäger, austur-þýski landamæravörðurinn
sem fyrstur opnaði hlið á Berlínarmúrnum
að kvöldi 9. nóvember 1989.
Hann segist vera ánægður núorðið með
frumkvæðið sem hann tók þetta kvöld, en
á sínum tíma var hann afar ósáttur við rás
atburðanna. „Hugmyndaheimur minn féll
algerlega saman.“
Mannfjöldinn beið í ofvæni eftir að kom-
ast yfir. Günter Schabovski, upplýsingafull-
trúi austur-þýsku stjórnarinnar, hafði fyrir
mistök lýst því yfir að fólki væri frjálst að
fara ferða sinna. Í reynd átti það ferðafrelsi
ekki að taka gildi fyrr en daginn eftir.
Jäger var nýbúinn á vaktinni sinni við
landamærahliðið á Bornholmer Strasse í
Berlín og ætlaði að fá sér samloku.
„Ég hafði varla fengið mér fyrsta bitann
þegar ég heyrði þessi eftirminnilegu orð
Schabovskis.“ Hann hafði engin fyrirmæli
frá yfirboðurum sínum, en sá að engin leið
yrði að hemja mannfjöldann nema opna
hliðið upp á gátt.
„Ég er engin hetja,“ segir hann. „Ég gerði
aðeins það sem rétt var þetta kvöld.“
Eftir á að hyggja segist hann telja ákvörð-
un sína líklega hafa komið í veg fyrir að
blóðsúthellingar yrðu. „Það er það eina sem
ég get verið stoltur af. Að engu blóði var
úthellt þetta kvöld, aðeins gleðitárum og
köldum svita.“
- gb
Austur-þýski landamæravörðurinn sem fyrstur opnaði Berlínarmúrinn að kvöldi 9. nóvember 1989:
Múrinn kom í veg fyrir blóðsúthellingar
TUTTUGU ÁR LIÐIN Berlínarbúar minntust þess um
helgina að tuttugu ár eru í dag liðin frá því Berlínar-
múrinn var opnaður. NORDICPHOTOS/AFP
ATHAFNAVIKA „Við vildum ekki
hefta sköpunargáfuna. Fólk má
gera hvað sem er sem eykur virði
hlutar sem alla jafna er einskis
virði,“ segir Þórhildur Birgis-
dóttir, framkvæmdastjóri alþjóð-
legu Athafnavikunnar. Vikan hefst
16. nóvember næstkomandi og
lýkur 22. nóvember.
Hitað var upp fyrir Athafnavik-
una í hádeginu í gær þegar hlutur
var afhjúpaður á netsíðunni www.
athafnavika.is sem gegnir lykil-
hlutverki í hugmyndasamkeppn-
inni Snilldarlausnir – Marel. Þátt-
takendur mega gera hvað sem þeir
vilja við herðatréð að því gefnu að
virði þess aukist. Taka má þátt í
keppninni hvenær sem er. Það eina
sem þarf er að finna herðatré, taka
myndband af virðisaukningu þess
og senda inn á netsíðu keppninnar
í síðasta lagi á hádegi 15. nóvem-
ber.
Þórhildur segir ýmsa hluti hafa
verið nýtta með árangursríkum
árangri. Fréttablaðið greindi frá
því í vikunni að efri hluti af plast-
flösku hefði verið settur undir
borðfót í sambærilegri hugmynda-
samkeppni við Stanford-háskóla og
var tappi flöskunnar nýttur til að
stilla borðið af.
„Í raun má gera hvað sem er. Ég
vonast til að sem flestar og fjöl-
breyttastar hugmyndir muni skila
sér,“ segir Þórhildur.
Myndbönd frá hugmyndasam-
keppninni verða sýnd á meðan á
Athafnavikunni stendur og mun
Katrín Jakobsdóttir menntamála-
ráðherra veita verðlaun fyrir bestu
hugmyndina á lokahátíðinni 22.
nóvember.
Þórhildur segir erfitt að meta
hve margir muni taka þátt í
Athafnavikunni. Þegar séu rúm-
lega fimmtíu viðburðir skráðir, allt
frá litlum samkomum til sameigin-
legs fagnaðar hannyrðafólks um
allt land sem muni taka höndum
saman í tilefni af útgáfu prjóna-
bókar. „Við stefnum í það minnsta
á að hafa mestu þátttökuna, miðað
við höfðatölu,“ segir Þórhildur.
jonab@frettabladid.is
Snilldarlausnin
hangir á herðatré
Hitað var upp fyrir Athafnavikuna í gær þegar hugmyndasamkeppnin Snilldar-
lausnir – Marel hófst. Þátttakendur eiga að gera sem mest úr herðatré. Þegar fara
rúmlega fimmtíu viðburðir fram víða um land. Vikan er haldin í 103 löndum.
HUGMYNDASAMKEPPNIN SETT Andri Heiðar Kristinsson,
framkvæmdastjóri Innovit, og Þórhildur Birgisdóttir
voru á meðal þeirra sem stigu í pontu þegar hul-
unni var svipt af herðatré í hugmyndasam-
keppni í tengslum við Athafnavikuna í gær.
■ Athafnavikan stendur yfir frá 16. til 22. nóvember.
■ Vikan er haldin í 103 löndum.
■ Markmið athafnavikunnar er að vekja fólk til umhugsunar um gildi
nýsköpunar og athafnasemi.
■ Hægt er að skrá nýja viðburði á netsíðunni athafnavika.is fram til 11.
nóvember.
■ Á meðal viðburða er nýsköpunarmessa á vegum Háskóla Íslands.
■ Íbúar í Höfn á Hornafirði ætla að prjóna kærleikstré.
■ Háskólinn í Reykjavík ætla að bjóða gestum að fylgjast með smíði rafbíls.
ÝMISLEGT UM ATHAFNAVIKUNA
EGYPTALAND, AP Wen Jiabao, for-
sætisráðherra Kína, segir að Afr-
íkuríki fái á næstu þremur árum
jafnvirði tíu milljarða Banda-
ríkjadala að láni á lágum vöxtum.
Hann sagði þetta gert til að
koma til móts við gríðarlega fjár-
þörf Afríkuríkja, en vísaði á bug
gagnrýni þess efnis að Kínverj-
ar væru með þessu ekki síður að
hugsa um eigin hag en fátæku
ríkin í Afríku.
Wen sagði þetta á leiðtogafundi
í Egyptalandi, þar sem umdeild-
ir leiðtogar á borð við Robert
Mugabe frá Simbabve og Omar
al-Bashir frá Súdan voru við-
staddir. - gb
Leiðtogar Kína:
Bjóða Afríku
ódýrt lánsfé
WEN JIABAO Á leiðtogafundi í Egypta-
landi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
KÓLUMBÍA, AP Sebastian Marroqu-
in, sonur kólumbíska eiturlyfja-
barónsins Pablo Escobar, biður
fórnarlömb
föður síns um
að veita honum
síðbúna fyrir-
gefningu.
Escobar var
skotinn til bana
árið 1993. Það
var lögreglan
í Kólumbíu
sem það gerði.
Sonur inn flýði
land skömmu síðar, breytti nafni
sínu úr Juan Pablo Escobar í
Sebastian Marroquin, og hefur
látið lítið fyrir sér fara.
Hann kemur nú fram í heim-
ildarmynd sem nefnist „Syndir
föður míns“ og biður þar einkan-
lega syni tveggja stjórnmála-
manna, sem Escobar myrti, að
fyrirgefa honum. - gb
Sonur eiturlyfjabaróns:
Vill síðbúna
fyrirgefningu
SEBASTIAN
MARROQUIN
Vegna frásagnar blaðsins um Laufás-
borgarlundinn, sem birtist á laug-
ardag, skal áréttað að Hanna Birna
Kristjánsdóttir borgarstjóri er verndari
Laufásborgarlundarins ásamt írska
tónlistarmanninum Damien Rice.
Gísli Marteinn Baldursson, formaður
umhverfis- og samgönguráðs, tók
einnig þátt í að planta trjánum.
ÁRÉTTING
Brú hrundi í byggingu
Fimm manns létu lífið þegar brú
hrundi í smáríkinu Andorra. Brúin
var enn í byggingu þegar hún hrundi.
Fjórir hinna látnu grófust undir en
einn andaðist á sjúkrahúsi.
ANDORRA
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
20°
6°
7°
8°
10°
6°
2°
7°
7°
23°
10°
24°
20°
29°
6°
9°
18°
6°
Á MORGUN
Vestan 3-8 m/s.
MIÐVIKUDAGUR
Vaxandi suðaustanátt.
7
9
8
6
5
6
8
7
7
5
3
6
7
6
5
4
10
10
8
7
9
10
4
33
5
6
-30
4
5
0
FÍNT Á MORGUN
Það verður nokkuð
hvasst austanlands
í fyrstu í dag, en
það dregur víðast
úr vindi og vætu
eftir því sem líður á
daginn. Á morgun
verður hið fínasta
veður, yfi rleitt
hægur vindur og
úrkomulítið og
bjart eystra, en
það kólnar lítillega,
einkum norðan-
lands.
Elísabet
Margeirsdóttir
Veður-
fréttamaður
GENGIÐ 06.11.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
238,878
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
124,67 125,27
206,84 207,84
185,59 186,63
24,935 25,081
22,033 22,163
17,876 17,98
1,3759 1,3839
198,81 199,99
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR