Fréttablaðið - 09.11.2009, Side 14
14 9. nóvember 2009 MÁNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is
og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Í dag eru tuttugu ár liðin frá því að Berlínarmúrinn féll. Og kalda
stríðinu lauk.
Eins og stundum þegar heims-
sögulegir atburðir verða þá réð-
ist tímasetningin af klaufaskap.
Þýska alþýðulýðveldið (DDR) var
að vísu komið að fótum fram en
hékk saman á ógninni einni allt
þar til að upplýsingafulltrúi ríkis-
stjórnarinnar, Günter Schabowski,
missti í taugaveiklun út úr sér á
blaðamannafundi undir kvöld þann
9. nóvember 1989 að Austur-Þjóð-
verjar myndu þá þegar fá heimild
til að ferðast vestur yfir. Það hafði
þó ekki verið endanlega afgreitt.
Umsvifalaust og fréttin barst
þustu mótmælendur út eftir Unter
den Linden og út að múrnum sem
var hreinlega rifinn niður með
berum höndum í beinni útsend-
ingu. Landamæraverðirnir vissu
ekki hvaðan á þá stóð veðrið, þeim
hafði ekki verið sagt frá þessum
breyttu háttum. Blessunarlega
brugðu þeir ekki til varna. Daginn
eftir var allt breytt. Þýskaland
sameinaðist árið eftir og svo liðuð-
ust Sovétríkin loks í sundur í ágúst
1991.
Táknmynd kalda stríðsins
Berlínarmúrinn var reistur árið
1961 og varð um leið að táknmynd
kalda stríðsins. Hann samanstóð
af tveimur samsíða veggjum sem
skildu heimsveldin og heimskerfin
að. Yfirleitt var vírvirki austan
megin en steyptur múr vestan
megin. Á milli var víðáttumikið
einskismannsland. Þar var ekkert
nema ógnandi varðturnar, þraut-
þjálfaðir vélbyssuhermenn, vöðl-
aður gaddavír og jarðsprengjur
í tilviljanakenndri röð. Á þessu
dauðasvæði var drepinn fjöldi
fólks sem reyndi að flýja.
Misserin og mánuðina á undan
hafði þung undiralda andófs
magnast út um alla Austur-Evrópu
og mótmælendur voru farnir að
láta til sín taka. Mörgum árum
fyrr velgdi Samstaða pólskum
stjórnvöldum undir uggum og ung-
verska ríkisstjórnin hafði fjarlægt
gaddavírsgirðingarnar á landa-
mærunum við Austurríki í lok maí
árið 1989. Þegar komið var fram
á þetta örlagaríka nóvemberkvöld
höfðu hundruð þúsunda Austur-
Þjóðverja flúið vestur yfir, meðal
annars í gegnum Ungverjaland.
Múrinn fellur
Á fjörutíu ára afmæli DDR, hinn
7. október 1989, var hinn ungi
sovét leiðtogi, Mikhail Gorbachev,
kominn til að láta austurþýsku öld-
ungana vita að róttækar umbætur
gætu ekki beðið. Andófið hófst
löngu áður við Nikulásar kirkjuna
í Leipzig, en þar höfðu efasemda-
menn ríkjandi ástands löngum
komið saman í óþökk stjórnvalda,
og smám saman hafði krafan um
endurbætur á hinu sósíalíska þjóð-
skipulagi breiðst út um landið.
Og sífellt fjölgaði í mótmælenda-
hópunum sem fylltu götur Leipzig-
borgar, Dresden og Austur-
Berlínar. En öldungarnir skildu
ekki tímans þunga nið, ornuðu
sér í afneitun við að fylgjast með
glæsilegri heiðursfylkingu her-
manna marsera undir rauðum fána
á afmælinu. Leiðtoginn Eric Hon-
ecker sagði við það tækifæri að
Berlínarmúrinn – sem hann kallaði
raunar aldrei annað en andfasíska
friðarskilrýmið – myndi standa í
hundrað ár til viðbótar. Rúmum
mánuði síðar var múrinn fallinn.
Aðrir múrar
Enn í dag reisa menn aðskilnaðar-
múra víða um heim. Í Ísrael eru
arabar hnepptir í af múruð gettó
með himinháum steinvegg sem
hlykkjast utan um byggðir þeirra
í Palestínu. Í Bandaríkjunum eru
múrgerðar menn sérlega áhuga-
samir um himinhátt skilrúm sem
á að greina Suður-Ameríku endan-
lega frá Bandaríkjum Norður-
Ameríku, þvert eftir landamær-
unum að Mexíkó. Og í Evrópu eru
Brusselingar í Schengen-samstarf-
inu í óðaönn að reisa ógnar háan
andinnflytjendamúr skrifræðis,
sem aðeins sérdeilis vel fleygir
fuglar geta komist yfir, en allra
síst fátækt verkafólk frá Afríku.
Sá múr er að vísu hvorki áþreifan-
legur né sýnilegur berum augum
en Evrópuvirkið er að þessu leyti
eigi að síður afar raunverulegt.
Svo er Berlínarmúr hugans nú
einnig víða að finna. Eftir efna-
hagshrunið má til að mynda hér
heima greina aukna andúð manna
á milli í umræðunni, skotgrafirn-
ar í íslenskum stjórnmálum hafa
sjaldan verið dýpri. Í slíku ástandi
er raunveruleg hætta á að nýr
Berlínarmúr rísi í hugum fólks,
þar að segja ef okkur tekst ekki
að þjappa þjóðinni betur saman
í þeim viðamiklu og mikilvægu
verkefnum sem við stöndum nú
frammi fyrir við að endurreisa og
endurbæta íslenskt samfélag. Eða
eins og Gorbachev sagði við Hon-
ecker á 40 ára afmæli DDR: Lífið
refsar þeim sem kemur of seint.
Höfundur er
stjórnmálafræðingur.
Berlínarmúrinn
EIRÍKUR BERGMANN
Í DAG | Aðskilnaðarmúrar
Stórhöfði 17 (gengið inn um Veggsport)
Sími: 695 8464 og 772 1025
www.jogastudio.bloggar.is
Hot jóga
Hatha Jóga
Byrjendanámskeið
Meðgöngujóga námskeið
Stakur tími 1.500 kr.
Mánaðarkort 9.265 kr.
3 mánaðakort 20.315 kr.
6 mánaðakort 30.600 kr.
15%
afsláttur af
öllum kortum
opnunartilboð
Byrjendanámskeið 12.665 kr.
Meðgöngujóga námskeið 9.265 kr.
Innifalið í kortum eru allir opnir tímar
ásamt þeirri þjónustu sem boðið er upp á
í Veggsport.
Ný og persónuleg jógastöð UMRÆÐAJakob Þór Guðbjartsson skrifar um
akstur utan vega
Umhverfisráðherra skrifaði grein í Frétta-blaðið 6. nóvember síðastliðinn. Í augum
hennar virðast vélhjólamenn vera sá armur
útivistarfólks sem mest ógnar náttúrunni.
Vandamál vegna utanvegaaksturs er til stað-
ar og ber ekki að gera lítið úr því. Hins vegar
hefur umræðan um akstur utan vega oft ein-
kennst af upphrópunum fárra einstaklinga, sem oftar
en ekki bera með sér óvild í garð mótorhjólamanna og
þeir álitnir holdgervingar alls þess á hlut náttúrunn-
ar er gert. Akstur mótorhjóla er staðreynd og ætti að
vinna sem verkefni en ekki sem vandamál.
Ég veit ekki hvort Svandís viti það en flestir slóðar
á hálendinu eru bara troðningar sem myndast hafa
í landið við reglulega umferð ferðafólks. Í upphafi
ferðalaga á hálendinu var bifreiðum ekið eftir melum
og móum og með tímanum urðu þessar leiðir að slóð-
um. Í dag eru margar af þessum leiðum komnar í
umsjón Vegagerðarinnar og engum kemur til hugar
að líta á þessa slóða sem akstur utan vega. Mótor-
hjólafólk er ekkert öðruvísi en annað ferðafólk að því
leyti að það hefur ákveðnar væntingar til umhverfis-
ins og þess undirlags sem ferðast er yfir. Akstur utan
vega verður ekki vandamál ef komið er til
móts við væntingar ökumannsins.
Barátta ráðuneytisins við akstri utan vega
er liður í því að takmarka aðgengi almenn-
ings að náttúrunni, öðrum en þeim sem góðir
eru til gangs eða sækja þurfa fé á fjall. Ef
raunverulegt markmið væri að draga úr
landsskemmdum og loka ósjálfbærum leiðum
væri ekki lögð svona mikil áhersla á lokanir,
lögleiðingu og reglugerðarsmíð.
Umhverfisvitund mótorhjólafólks er mun
meiri en ráðherra gerir sér grein fyrir,
þótt vissulega séu til undantekningar. Forysta mót-
orhjólafólks hefur mætt á fundi hjá ráðherrum,
sveitar félögum og stofnunum með lausnir á akstri
utan vega en ber sjaldnast annað úr býtum en kaffi-
sopa, japl, jaml og fuður. Ef ástandið er jafn slæmt
og landverðir og landgræðslan láta vera, hvers
vegna er ekki lagður peningur í þennan málaflokk?
Hvers vegna er ekki lögð meiri áhersla á samvinnu
við grasrótina? Fyrir brot af þeim peningum sem
hestamenn fá af samgönguáætlun árlega væri hægt
að byggja upp sterkt fræðslunet og tryggja sjálf-
bærni slóðakerfisins náttúrunni og útivistarhópum
til heilla.
Höfundur er jarðfræðingur og formaður Ferða- og
útivistarfélagsins Slóðavina.
Er vélhjólafólk vont fólk?
Rörasýn
Frárennslismál hafa löngum verið
mönnum hugleikin og jafnvel getað
hrint af stað illdeilum, eins og henti
í Eyrbyggju. Nú virðist það sama vera
uppi á teningnum milli Morgun-
blaðsins og DV. Fyrrnefnda blaðið
sakaði það síðarnefnda í Stakstein-
um í gær um að vera skolprör. Þeir
á DV svöruðu fullum hálsi á þá
leið, að ef DV væri skolprör væri
Mogginn skolpið sem þyrfti
að veita á réttan stað svo það
ylli pestum og annarri óáran.
Einhver hafði á orði hvort nú
væri ekki lag fyrir Moggann
og DV að ganga í eina sæng
og koma framvegis út undir
nafninu Lagnafréttir. En það er
víst frátekið.
Karllægir jafnréttisráðherrar
Ráðherrar jafnréttismála þriggja
Norðurlandaþjóða, Íslands, Noregs
og Finnlands, funduðu á fimmtudag.
Meðal þess sem bar á góma á fundi
þeirra var ólík áhrif kreppunnar á
konur og karla og mikilvægi þess að
koma ungum körlum aftur út á
vinnumarkaðinn. Fundurinn
sætti þó líka tíðindum að
því leyti að jafnréttis-
ráðherrarnir þrír
sem hittust
voru allir
karlar.
Engin umbylting
Fréttablaðið greindi frá að Par-x
viðskiptaráðgjöf IMB hefði lagt til við
Samtök sveitarstjórna á höfuðborgar-
svæðinu að rekstur á öllum strætis-
vögnum á svæðinu yrði boðinn út.
Það yrði óneitanlega nokkuð róttæk
aðgerð og myndi meðal annars
þýða uppsagnir vagnstjóra og
sölu á strætisvögnum. Jórunn
Frímannsdóttir, borgarfull-
trúi og stjórnarformaður
Strætós, segir aftur á móti
ekki standa til að ráðast
í róttækar breytingar á
rekstrinum. Sumsé enn ein
skýrslan skrifuð til einskis. Og
hvað ætli hún hafi kostað?
bergsteinn@frettabladid.is
JAKOB ÞÓR
GUÐBJARTSSON
S
vo virðist sem flestir landsmenn séu í mikilli óvissu með
framtíðina og stöðugleika vantar í daglegu lífi fólks og
fyrirtækja. Mikið óöryggi ríkir og margar sterkustu
stoðir í þjóðfélaginu hafa veikst. Óvissa er um eignar-
hald fyrirtækja og nánast á hverjum degi koma upp
stórfurðuleg mál hvort sem það eru barnalán eða afskriftir
fullorðinna manna og fyrirtækja upp á tugi eða jafnvel hundruð
milljarða króna. Einn bankinn gleymdi að bóka 139 milljarða.
Eitt af því sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur bent á
er að íslenska stjórnkerfið er veikburða og á næstu mánuðum og
misserum reynir mjög á það hvernig til tekst við landstjórnina.
Nokkur jákvæð merki eru um að botninum sé náð í efnahags-
málum, en flestir eru sammála um að undirliggjandi séu enn
miklir erfiðleikar. Spáð er frekari lækkun fasteignaverðs og niður-
skurði ríkisútgjalda næstu árin. Þá mun Icesave draga okkur enn
frekar niður. Getur verið að við séum bara enn í grunnu lauginni
og þar sé botninum náð, en við eigum eftir að fara yfir í djúpu
laugina? Þá þarf að kaupa fleiri og dýrari björgunarhringi frá
AGS til að halda landsmönnum og krónunni á floti.
Það varð ekki eingöngu efnahagshrun á Íslandi heldur einnig
hrun stjórnkerfisins. Verkefni stjórnmálamanna, embættismanna
stjórnkerfisins og stjórnenda stærstu fyrirtækja landsmanna, þar
með talið bankanna, hefur að stórum hluta snúist um björgunar-
aðgerðir í kjölfar efnahagshrunsins. Það er ekki fjarri lagi að
núverandi ríkisstjórn sé fyrst og fremst neyðarstjórn, sem kosin
var til að bjarga okkur út úr erfiðleikunum. Í þessari neyðarstjórn
starfar fjármálaráðherra að mörgu leyti eins og formaður sam-
hæfingarmiðstöðvar í kjölfar náttúruhamfara. Hann tók eigin-
lega við sem stýrimaður á „Titanic“ eftir að þjóðarskútan sigldi
á ísjaka og hann hefur út af fyrir sig staðið sig vel í því hlutverki.
Skipstjórinn er aftur á móti meira til hlés í sinni káetu.
Var Icesave að sumu leyti okkar Titanic? Þeir sem stóðu í
brúnni fyrir liðlega ári bera mikla ábyrgð, því þá rákumst við á
ísjaka sem þeir sem voru á vaktinni áttu að sjá nálgast óðfluga.
Skipið átti að vera ósökkvandi og það vantaði fleiri björgunar-
báta.
Nú þarf sterka og samstillta ríkisstjórn, jafnvel þjóðstjórn, með
framtíðarsýn og stuðning þjóðarinnar til að takast á við verkefni
framtíðarinnar og koma þjóðarskútunni upp úr öldudalnum. Það
er fullt af góðum tækifærum eins og sést á öllum þeim fjölda
sprotafyrirtækja og annarra lítilla og meðalstórra fyrirtækja
sem eru nú okkar bjartasta von. Góð þekking og menntun þjóðar-
innar auk náttúruauðlinda er okkar styrkur. Þjóðfundur í Laugar-
dalshöll næstkomandi laugardag er tilraun til að fá almenning
með lýðræðislegum hætti til að horfa fram á veginn. Þar verður
rætt hvert eigi að fara og hvernig skuli komast þangað. Þarf
þjóðin ekki að átta sig fljótlega á því hvert skal halda, þannig að
hún sigli ekki bara eitthvert út á hið opna haf á vit nýrra ævin-
týra? Úti er ævintýri!
Reynist Icesave vera okkar Titanic?
Veikburða
stjórnkerfi
ÞORKELL SIGURLAUGSSON SKRIFAR