Fréttablaðið - 09.11.2009, Side 16
16 9. nóvember 2009 MÁNUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Athafnakonan Ásdís Jenna Ástráðs-
dóttir rekur raunar tvö fyrirtæki,
annað svolítið sérstakt þar sem það
markaði ákveðin tímamót í hennar
lífi. Frítíma sínum ver hún með
eiginmanninum Kevin Buggle og
hundinum Happy.
„Ég rek sjálfa mig eins og fyrir-
tæki,“ segir Ásdís Jenna og hlær.
„Ég fæ það sem hefur verið kallað
notendastýrð, persónuleg þjónusta. Í
mínu tilfelli þýðir það að ég fæ bein-
greiðslur frá bæði ríki og sveitar-
félagi. Þær nota ég til þess að greiða
starfsfólki mínu laun en alls eru inni
á mínu heimili sex manns í vinnu á
vöktum, einni í einu. Ég er því með
þjónustu sem ég get lagað að mínum
þörfum allan sólarhringinn. Ég sé
sjálf um mannaráðningar, ræð starfs-
fólk og það hefur komið upp að ég hafi
þurft að láta starfsfólk fara. Ég stofn-
aði fyrirtæki, sem ég nefndi Ástu Sól,
til þess að halda utan um þjónustuna,
færa bókhald og greiða út launin en
reyndar hef ég eina konu sem aðstoð-
ar mig við þetta. Þetta er mikil vinna
en alveg þess virði,“ segir Ásdís
Jenna, sem er með heilalömun.
Ásdís Jenna, sem áður bjó í íbúða-
kjarnanum Tjarnarmýri á Seltjarnar-
nesi, segist hafa öðlast nýtt og sjálf-
stætt líf. „Á Tjarnarmýri leið mér
eins og fanga og átti þar ekkert einka-
líf. Ég þurfti að deila allri þjónustu
með íbúum, fyrir utan það að ég fékk
ekki næga þjónustu. Ég þurfti alltaf
að bíða. Ég dinglaði bjöllu sem átti að
kalla á þjónustuna og þurfti stundum
að bíða í marga klukkutíma. Nú þarf
ég ekki að bíða nema nokkrar sekúnd-
ur Ég lifi bara eins og ég væri heil-
brigð manneskja. Ég á bíl og ef mig
langar að fara út eftir fimm mínútur
þá get ég gert það, starfsfólkið mitt
keyrir. Samfélagið heftir mig ekki
eins mikið og áður.“
Ásdís Jenna fann ástina á netinu.
„Hann Kevin minn. Við hittumst
fyrst í mars 2008 og svo flutti hann
til mín á Tjarnarmýrina. Við giftum
okkur síðan í ágúst 2009,“ segir hún
og ljómar greinilega enn af hamingju.
„Saman eigum við hundinn Happy,
sem við erum með í hundaþjálfun.“
Undir nafninu Ásta Sól reka þau
hjónin einnig annan fyrirtækja-
legg sem sérhæfir sig í tölvuráðgjöf
og tölvuviðgerðum fyrir fatlað fólk.
„Nafnið Ásta er í höfuðið á mömmu,
Ástu B. Þorsteinsdóttur, en hún er nú
látin. Hún barðist mikið fyrir mig og
fatlaða. Pabbi, Ástráður B. Hreiðars-
son, hefur líka hjálpað mér mikið. Við
Kevin störfum bæði við þennan hluta
fyrirtækisins. Kevin er mjög fær á
tölvur og ég er menntaður táknmáls-
fræðingur og hef einnig mikla reynslu
að skrifa á tölvu með höku og augum.
Það er í rauninni mín ástríða að reyna
að finna leiðir til tjáskipta fyrir fatl-
að fólk sem á erfitt með mál eins og
ég sjálf. Við bjóðum upp á tölvuráð-
gjöf og viðgerðir fyrir sanngjarnt
verð. Hægt er að finna okkur í síma-
skránni eða senda póst á asdisjenna@
simnet.is.“
Ásdís Jenna er hvergi nærri því að
hætta að berjast fyrir réttindamál-
um fatlaðra. „Ég er eins og mamma
og segi alltaf: Ég get allt. Nú er ég í
Samtökum um sjálfstætt líf sem berj-
ast fyrir notendastýrðri, persónulegri
þjónustu. Ég held áfram og hætti ekki
fyrr en þetta er orðið algengt þjón-
ustuform. Ég get allt.“
- uhj
NIKKI BLONSKY FÆDDIST
ÞENNAN DAG.
„Ég vona að þéttum konum
bjóðist fleiri kvikmynda-
hlutverk; mig dreymir um
að sjá þær í hlutverkum
kynþokkafullra ástkvenna.“
Leikkonan Nikki Blonsky
vakti fyrst heimsathygli fyrir
aðal hlutverk sitt í kvikmynd-
inni Hairspray frá árinu 2007.
Næst birtist hún áhorfendum í
framhaldsmyndinni árið 2010.
MERKISATBURÐIR
1932 Gúttóslagurinn í Reykja-
vík. Áheyrendur hleypa
upp bæjarstjórnarfundi
í Góðtemplarahúsinu
vegna ákvörðunar bæjar-
stjórnar um að lækka
laun í atvinnubótavinnu.
1938 Kristalsnótt. Fyrstu skipu-
lögðu gyðingaofsóknir
nasista hefjast.
1985 Minnisvarði afhjúpaður
á Skógum í Þorskafirði
um Matthías Jochumsson
skáld, sem fæddist þar
150 árum áður.
1989 Berlínarmúrinn fellur.
2004 Útgáfa 1.0 af Mozilla
Firefox kemur út.
2005 Rúmlega 50 manns láta
lífið og um 120 særast í
sjálfsmorðssprengjuárás-
um í Amman í Jórdaníu.
LJÓMAR AF HAMINGJU Ásdís Jenna ásamt hundinum Happy og þau eru svo sannarlega glöð
saman. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ÁSDÍS JENNA ÁSTRÁÐSDÓTTIR: BERST FYRIR NOTENDASTÝRÐRI ÞJÓNUSTU
Aðstoðar fatlaða til tjáskipta
Halldór Halldórsson, mat-
reiðslumaður á Hótel Höfn,
er að ljúka við matreiðslu-
bók sem nefnist Réttir úr
ríki Vatnajökuls. Búist er
við að hún komi úr prent-
smiðju í byrjun desem-
ber. Hráefni úr Hornafirði
er í aðalhlutverki í öllum
réttunum og þar á meðal
flest sem selt hefur verið í
heimamarkaðsbúðinni þar
á staðnum.
Halldór hafði safnað
myndum og uppskriftum
frá árinu 2003 þegar hug-
myndin að bókinni kvikn-
aði og hann segir upp-
skriftirnar hannaðar með
tilliti bæði til byrjenda í
matargerð og lengra kom-
inna. Myndir af horn-
firskri náttúru prýða bók-
ina í bland við girnilegar
matarmyndir.
Daníel Imsland sér um
umbrot og grafíska vinnslu.
Auk þess hafa Guðmundur
H. Gunnarsson hjá Matís
og Rósa Björk Halldórs-
dóttir hjá samtökunum Ríki
Vatnajökuls lagt fram hug-
myndavinnu. Áhugasamir
geta haft samband á net-
fangið halhal@simnet.is.
Heimild/www.rikivatna-
jokuls.is.
- gun
Réttir úr ríki Vatna-
jökuls í prentun
KOKKURINN Halldór hefur safn-
að uppskriftum og myndum
í matreiðslubókina frá 2002.
MYND/ÚR EINKASAFNI
Fyrstu útivistarrjóðrin í Grafarholti voru vígð nýlega og
þrátt fyrir að veðurguðirnir væru ekki samvinnu þýðir
þann daginn létu íbúar Grafarholts og Úlfarsárdals sig
ekki vanta í athöfnina sem fram fór við bakka Reynis-
vatns. Gísli Marteinn Baldursson vatt sér upp á borð og
talaði um mikilvægi frumkvæðis frá íbúum og kraftinn
sem leysist úr læðingi þegar íbúar og borgarstofnanir
vinna saman að verkefnum í nærumhverfinu. Skólabörn
úr Sæmundarskóla sungu við undirleik unglinga úr báðum
grunnskólum hverfisins og Guðmundur Hrafn Arngríms-
son verkefnisstjóri sagði frá vinnunni og aðkomu ungra
sjálfboðaliða. Að lokum fengu viðstaddir heitt kakó og
kleinur áður en hluti hópsins hélt í göngu um svæðið með
útivistarmanninum Höskuldi Jónssyni.
Verkefni sem nefnist Útivist og hreyfing og styrkt er af
Forvarna- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar, gengur út
á að skipuleggja fjögur rjóður sem verða áningarstaðir á
fallegri gönguleið um nágrenni Reynisvatns. Þar með er
reynt að mæta þörfum íbúa fyrir útivist og hreyfingu. Nú
eru tvö rjóður tilbúin en vonast er til að verkefnið klárist
næsta sumar með dyggum stuðningi borgarinnar. - gun
Útivistarrjóður í Grafarholti
Í RJÓÐRI Gísli Marteinn brá sér
upp á borð.
Á þessum degi árið 1986 sökktu umhverfis-
samtökin Sea Shepherd íslensku hvalveiði-
skipunum Hval 6 og Hval 7 í Reykjavíkur-
höfn. Vegna þessa var Paul Watson, einn af
stofnendum samtakanna, fangelsaður stutt-
an tíma þegar hann kom til Íslands árið
1988 og í kjölfarið vísað úr landi.
Sea Shepherd Conservation Society eru
umverfisverndarsamtök sem einkum berj-
ast gegn veiðum á sjávardýrum. Samtökin
eru þekktust fyrir baráttu gegn hvalveiðum
en hafa einnig fengist við baráttu gegn
veiðum á öðrum sjávardýrum eins og
selum og sæskjaldbökum.
Sea Shepherd-samtökin voru stofnuð af
hópi fólks sem þótti aðferðir Greenpeace-
samtakanna ekki nógu róttækar. Núverandi
höfuðstöðvar samtakanna eru í Friday Har-
bour í Washington-ríki í Bandaríkjunum.
ÞETTA GERÐIST: 9. NÓVEMBER 1989
Sea Shepherd sökkva hvalveiðibát
Ástkær eiginmaður minn, faðir
okkar, afi, sonur, bróðir, mágur og
tengdasonur,
Jóhann Már Jóhannsson
Heiðardal 1, Vogum,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn
1. nóvember. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju
miðvikudaginn 11. nóvember kl .14.00.
Ragnhildur B. Svavarsdóttir
Íris Ósk Jóhannsdóttir Kristján Guðbrandsson
Helga Dögg Jóhannsdóttir
Aron Freyr Kristjánsson
María Jóhannesdóttir Jóhann Th. Þórðarson
Jóhanna Valdís Jóhannsdóttir Ingi Karl Ingibergsson
Hermann Freyr Jóhannsson Bryndís María
Björnsdóttir
Anna Bergmann Guðbjörnsdóttir Guðmundur Waage
Elskulegur bróðir okkar og mágur,
Hallberg Sigurjónsson
Stuðlaseli 2, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Seljakirkju þriðjudaginn
10. nóvember kl. 15.00.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Sigurður Sigurjónsson Elísabet Guðmundsdóttir
Alda Rut Sigurjónsdóttir Ólafur Haraldsson