Fréttablaðið - 09.11.2009, Qupperneq 17
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
GLUGGATJÖLD þurfa hvorki að vera flókin né dýr. Með því
að finna falleg viskustykki er til að mynda hægt að útbúa hinar
fínustu eldhúsgardínur. Útbúið línu með fallegum hengjum
og klemmið svo viskustykkin á línuna með gamaldags þvotta-
klemmum. Svo er lítið mál að skipta út gardínum eftir árstíðum.
„Þessi hilla hefur fylgt mér alla
tíð frá því að ég fór úr foreldra-
húsum og mér þykir óskaplega
vænt um hana,“ segir Ólöf Guð-
rún, betur þekkt sem Olla Rúna af
kunningjum sínum. Hún féllst með
semingi á tillögu blaðamanns um
að sýna einn af sínum eftirlætis
innanstokksmunum.
„Hillan hafði verið í eigu fóstru
föður míns, Ólafar Ólafsdóttur, og
mamma vildi að ég fengi hana því
ég var skírð í höfuðið á þeirri góðu
konu,“ segir hún.
Ekki kveðst Olla Rúna vita frá
hverjum Ólöf hafi fengið hilluna
né heldur hver listamaðurinn var
sem skar hana út. „Það eina sem
ég veit er að hún fékk hilluna í
afmælisgjöf þegar hún varð 75 ára
og að hillan er gerð af einhverj-
um sem lærði útskurð hjá Ríkarði
Jónssyni frá Strýtu við Djúpavog,
sem var mikill meistari í þeirri
grein.“
Olla Rúna er fróðari um sögu
Ólafar. „Ólöf fæddist 1878 og var
vinnukona á heimili afa míns og
ömmu að Setbergi í Hornafirði.
Hún tók föður minn í fóstur því
móðir hans dó úr barnsfararsótt
þegar hann fæddist. Hún var síðan
í vinnumennsku á ýmsum bæjum
en hafði hann alltaf með sér hvert
sem hún fór. Pabbi kallaði hana
samt aldrei mömmu og ég kallaði
hana heldur ekki ömmu. Fólkið
lét hlutina bara heita sínum réttu
nöfnum.“
Falleg og vel með farin klukka
á hillunni er líka frá Ólöfu, að
sögn Ollu Rúnu, og sömuleiðis
vasi. „Ólöf var vinnukona alla tíð
og hennar jarðnesku eigur voru
ekki miklar en ég var látin njóta
þeirra af því ég hét hennar nafni.
Þó að ég hafi flutt nokkrum sinn-
um eftir að ég fékk hilluna hef ég
alltaf haft hana á viðhafnarstað á
heimilinu og látið þessa sömu hluti
standa á henni.“ gun@frettabladid.is
Hillan frá nöfnu fylgdi
mér úr foreldrahúsum
Ólöf Guðrún Helgadóttir, kirkjuvörður í Dómkirkjunni og sminka í Óperunni, á forkunnarfagra útskorna
hillu sem hún erfði eftir fóstru föður síns. Hillan er einn af hennar uppáhaldshlutum á heimilinu.
„Ólöf, fóstra hans pabba, var vinnu-
kona alla tíð og hennar jarðnesku
eigur voru ekki miklar en ég var látin
njóta þeirra,“ segir Ólöf Guðrún.
Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150
Opið virka daga kl. 12.00 - 18.00 – laugardaga 12.00 - 16.00
6 mán. vaxtalausar greiðslur
Fyrst og fremst í heilsudýnum
Viðhaldsfríar
ÞAKRENNUR
Smiðjuvegi 4C
Box 281 202 Kópavogur
Sími 587 2202 Fax 587 2203
hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is
Varmaskiptasamstæður
loftræstistokkar og tengistykki
Hágæða
Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur.
Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna.
Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun.
Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar.
A
u
g
l.
Þ
ó
rh
il
d
a
r
1
4
6
0
.2
4
Lím og þéttiefni í úrvali
Tré & gifsskrúfur.
Baðherbergisvörur og höldur.
Glerjunarefni.
Hurðarhúnar og skrár.
Rennihurðajárn.
Hurðarpumpur.
Rafdrifnir hurðaropnarar.
Hert gler eftir máli.
Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin.
104 Reykjavík S: 58 58 900. - www.jarngler.is
Auglýsingasími
– Mest lesið
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N