Fréttablaðið - 09.11.2009, Side 20
9. NÓVEMBER 2009 MÁNUDAGUR2 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald
Starfsmenn Slysavarnafélags-
ins Landsbjargar fóru í öryggis-
heimsóknir til eldri borgara í
Garðabæ og skoðuðu heimili
þeirra með tilliti til öryggis og
lagfærðu slysagildrur ef þörf
var á.
Dagbjört H. Kristinsdóttir, hjúkr-
unarfræðingur og verkefnastjóri,
segir að verkefnið hafi verið unnið
og framkvæmt með stuðningi
Garðabæjar. „Því er ætlað að stuðla
að því að aldrað fólk haldi heilsu og
geti með viðeigandi stuðningi búið
lengur heima, sem er stefna stjórn-
valda.“
Dagbjört segir tölur úr Slysaskrá
Íslands sýna að heima- og frítíma-
slys hjá öldruðum sé langstærsti
slysaflokkurinn og því mikil vægt
að fyrirbyggja þau. „Afleiðingar
heimaslysa eru líka mun alvarlegri
fyrir eldri borgara en aðra aldurs-
hópa, en átján prósent þurfa á inn-
lögn á sjúkrahús að halda á meðan
hlutfallið er til dæmis eitt til tvö
prósent hjá börnum.“
Starfsmaður Slysavarnafélags-
ins Landsbjargar fór í heimsóknir
til eldri borgara og fór yfir helstu
öryggisatriði eins og reykskynjara,
slökkvitæki, eldvarnateppi, hand-
föng, stamar mottur í sturtu og
baðkeri, næturljós, stiga og lausar
mottur á gólfum. „Af heimilunum
sem var boðið þáðu 56 prósent
heimsókn og margir voru mjög
þakklátir,“ segir Dagbjört.
Hún segir niðurstöður á öryggis-
atriðunum hafa verið bæði já-
kvæðar og neikvæðar. Þannig
hafi 96 prósent verið með rúm í
réttri hæð, 88 prósent með hita-
stilli á baðkari/sturtu, 81 prósent
var með síma við rúmið og í 79 pró-
sentum tilfella var stétt að húsi í
góðu ástandi en hins vegar hafi í
67 prósentum tilvika vantað hand-
rið beggja vegna við útitröppur.
„Aðrar niðurstöður voru ekki eins
góðar. Til dæmis höfðu 33 prósent
gleymt potti á heitri hellu síðast-
liðin tvö til þrjú ár og einungis 46
prósent voru með eldvarnarteppi.
Lausar mottur voru til staðar í
55 prósentum tilfella og aðeins
í 34 prósentum tilfella voru þær
með skriðvörn. Þá voru 46 pró-
sent ekki með stama mottu í bað-
kari/sturtu og 37 prósent höfðu
öryggishnapp.“
Dagbjört segir ýmislegt hægt
að gera til að fyrirbyggja slys í
heimahúsum hjá eldri borgurum.
„Það er algengt að fólk detti bæði
í sturtum, baðkerum og á lausum
mottum. Það er hægt að kaupa
ýmsar öryggisvörur sem draga úr
áhættunni. Jafnvægi og styrkleiki
fólks breytist oft þegar það eldist
og það að standa upp getur verið
erfitt. Rétt hæð á stólum og rúmum
er mikilvæg eins og
handföng við kló-
sett og í sturtu og
við baðker. Reyk-
skynjarar eru mikil-
vægastir í sambandi
við eldvarnir og jafn-
framt eru slökkvi-
tæki og eldvarnar-
teppi nauðsynleg á
öll heimili.“ - uhj
Margar lausnir í boði
Eldri borgarar eru sá aldurshópur sem oftast lendir í slysum á heimilum sínum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Slökkvitæki eru nauð-
synleg á öll heimili.
Fyrirtækið Geislatækni sérhæfir
sig í framleiðslu íhluta fyrir inn-
lenda framleiðendur á borð
við Marel, Össur og fleiri iðn-
fyrirtæki. Sérhæfing Geisla-
tækni snýst fyrst og fremst um
að nota leiserskurðtækni til að
útbúa hluti úr málmi. „Fram-
leiðsla okkar er fjölbreytt. Fyrst
og fremst búum við til íhluti fyrir
iðnfyrirtæki í stórum stíl en svo
búum við einnig til stálborð og
ýmislegt fleira fyrir stóreldhús
og veitingahús og komum einnig
inn á skiltamarkaðinn og smíðum
jafnvel gjafavöru,“ segir Grétar
Jónsson framkvæmdastjóri.
Á dögunum fékk fyrirtækið
til dæmis það verkefni að skera
út árlegan jólaóróa Styrktar-
félags lamaðra og fatlaðra. Óró-
arnir hafa vakið verðskuld-
aða athygli síðustu ár enda hafa
þjóðþekktir listamenn komið að
hönnun þeirra. Í fyrra var það til
dæmis Katrín Ólína Pétursdóttir
sem hannaði gripinn í líki Grýlu
en Hallgrímur Helgason samdi
kvæði um kerlingu.
Jólaóróinn hefur hins vegar
ávallt verið framleiddur erlendis
og er það í fyrsta skipti nú sem
íslenskt fyrirtæki er fengið til
þess. Grétar segir verkefnið
hafa verið skemmtilegt enda
kröfurnar aðeins meiri en gengur
og gerist þar sem um er að ræða
gjafavöru. „Við höfum svo sem
tekið að okkur að búa til gjafa-
vöru og smávöru fyrir gullsmiði
en þó aldrei í jafnmiklum mæli
og nú,“ segir Grétar ánægður
með útkomuna. - sg
Leiserskorin gjafavara
Mótin renna úr vélinni.
Tækjakostur Geislatækni getur afkastað miklu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Auglýsingasími
– Mest lesið
Við hjá H-gæðalínu ehf. sérhæfum okkur í hreinsun og fóðrun
neysluvatnslagna að innan án uppbrots og óþæginda. LSE-System
tæknin er frábær forvörn gegn ryðmyndun, tæringu, stíflu og leka.
ER VANDAMÁL MEÐ NEYSLUVATNIÐ?
H-gæðalína ehf. Cuxhavengötu 1 • 220 Hafnarfjörður • Sími 555 0077 • www.hgl.is
Við höfum lausnina!