Fréttablaðið - 09.11.2009, Side 30

Fréttablaðið - 09.11.2009, Side 30
 9. NÓVEMBER 2009 MÁNUDAGUR4 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald Fjórum lóðum fyrir íbúðarhús var úthlutað í sumar á Leirusvæðinu á Höfn í Hornafirði og er bygg- ing þess fyrsta hafin. Það eru ný- mæli því samkvæmt upplýsingum byggingafulltrúa eru um fimmtán ár frá því að íbúðarhús var byggt á Höfn. Í fyrra var steypt upp íbúðar- hús á Breiðabólsstað í Suðursveit en byggingu þess er ekki lokið. Ný lögreglustöð er í byggingu og lokið er við byggingu löndunarhúss á Ós- landsbryggju. Þá hefur verið sam- þykkt stækkun á þjónustuhúsi við Flosalaug í Svínafelli í Öræfum. Stærsta framkvæmd síðustu ára í Hornafirði er sundlaugin sem tekin var í notkun í vor en tengi- byggingu er ólokið milli hennar og Heppuskóla. Þetta kemur fram á vefnum www.rikivatnajokuls.is. - gun Íbúðir aftur byggðar á Höfn í Hornafirði Nýtt íbúðarhús er í smíðum á Leirunni á Höfn. MYND/WWW.RIKIVATNAJOKULS.IS Nýjustu tækni verður beitt til að tryggja varðveislu náttúrugripa í eigu Náttúrufræðistofnunar Íslands í nýju húsi hennar á Urriðaholti. Söfnun gripanna nær aftur til ársins 1755 og margir þeirra eru mjög verðmætir og sjald gæfir. Áformað er að byggingu húss- ins verði lokið í október 2010 og þá geti Náttúrufræðistofnun flutt starfsemi sína í Garðabæinn. Að- gengi að öllum náttúrugripum verður gott og einnig rannsóknar- aðstaða. Arkís hannaði hús Náttúru- fræðistofnunar Íslands. Það verður 3.500 fermetrar að stærð og samanstendur af þremur kjörnum sem eru tengdir saman með millibyggingum. Húsið mun standa við Jónasartorg sem heitir eftir Jónasi Hallgrímssyni, einum fyrsta náttúru fræðingi Íslands. - gun Nýtt hús yfir náttúrugripina Væntanlega kemst geirfuglinn í verðugt skjól. Haldið var upp á 120 ára afmæli Víðidalstungukirkju í Húnavatns- sýslu með hátíðamessu í gær. Hún var á sínum tíma smíðuð af Halldóri Bjarnasyni, reyndum kirkjusmiði úr Borgarfirði sem samtals reisti sjö kirkjur og lag- færði aðrar níu. Auk þess smíðaði hann áttatíu bæi, fjórtán vatnsmyll- ur og 302 líkkistur á langri ævi. Kirkjurnar hannaði hann sjálfur. Víðidalstungukirkja er úr timbri og bygging hennar tafðist nokkuð sökum þess að hafís stöðvaði efnis- öflun um tíma. Sá sem dró grjót í grunn hét Kristján Jónsson en Þor- steinn Hjálmarsson í Hvarfi smíð- aði alla bolta, vinkla og vindhana og skar gler í glugga. Sjálf smíði guðshússins hófst í júní 1889 og var kirkjan tilbúin á fimm mánuðum, máluð og fullbúin. Hjörleifur Einarsson prófastur vígði hana 17. nóvember 1889. Heimild/www.Feykir.is Vígsluafmæli kirkjunnar í Víðidalstungu Víðidalstungukirkja. Ein af níu kirkjum sem smíðaðar voru af Halldóri Bjarnasyni. Lán Íbúðalánasjóðs verða greiðslujöfnuð frá og með 1. desember 2009 Áætluð lækkun á mánaðarlegri greiðslubyrði er allt að 17% Afþakka þarf greiðslujöfnun fyrir 20. nóvember Nánari upplýsingar ásamt tilkynningu um afþökkun er að finna á vefsíðu Íbúðalánasjóðs

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.