Fréttablaðið - 09.11.2009, Qupperneq 34
BAKÞANKAR
Gerðar
Kristnýjar
18 9. nóvember 2009 MÁNUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Þetta er gömul
uppskrift...
Af hverjum spörum við
ekki alla peningana sem
við notum venjulega í
jólagjafir, páskaegg, ösku-
daginn og afmælisgjafir...
Æ, æ,
æ, æ!
Sáttur? Tja...það má svosem segja
það. Ég hef
séð það verra!
Hvað segir
teningur-
inn?
Ohhh, þetta
gæti vel
verið fjarki!
Sterkur
fjarki!
Jahá!
Hvað
vantaði
upp á?
Lykt og um-
merkin. Þar
mátti þetta vera
betra! Og svo
hefðu mátt vera
meiri læti!
Vatn á
skinkuna?
Það er jú það
sem þetta
snýst um!
Palli, ég elska að
þú sért byrjaður
að segja að
þú elskir
mig.
Ég elska
að þú
skulir hafa
tekið eftir
því.
Og ég elska þig af því að þú segist
elska mig fyrir að ég segi að ég
elski að þú segist elska mig.
Með
öðrum
orðum,
lítið orð
með
mikla
merkingu?
Og ég elska
þegar þú
ert svona
skarpskyggn.
... og gefum þeim bara einn stóran
kassa endrum og sinnum? Það er
hug-
mynd...
Má ég búa
hérna í
kassanum?
SKAPAÐU ÞÍNA
EIGIN FRAMTÍÐ
Námsráðgjöf og upplýsingar
sími 525 4444
endurmenntun.is
Námsbraut á meistarastigi
• Fjölmenningarfræði – málefni innflytjenda
-LÁNSHÆFT NÁM
Námsbrautir á grunnstigi
• Gæðastjórnun
• Verkefnastjórnun – Leiðtogaþjálfun
• Rekstar- og viðskiptanám
• Matsfræði
• Framkvæmdarferli mannvirkjagerðar –
fjármögnun, samningar, útboðsreglur og uppgjör
Endilega kynntu þér námsbrautirnar
Umsóknarfrestur er til 1. desember nema
í Matsfræði og Framkvæmdaferli
mannvirkjagerðar sem er 20. janúar.
Einnig í
fjarnámi
Einnig í
fjarnámi
Skilur eitthvert ykkar þessa fyrirsögn? Það hefði ég ekki heldur gert ef ekki
hefði fylgt mynd af fyrirbærinu í lit-
prentuðum auglýsingabæklingi sem
fylgdi Fréttablaðinu á föstudaginn og
kemur frá barnafataverslun hér í borg.
Framan á honum stendur „Gleðileg jól“
og inni í honum eru myndir af glaðlegum
börnum í ljómandi fallegum fötum. Ekki
er verra að verðið á herlegheitunum
fylgir með. Svona á að gera þetta, hugsaði
ég með mér og byrjaði að fletta í gegnum
dýrðina.
EN svo hnaut ég um þetta skrítna
orð „túnikka“ og öll athyglin fór í
að velta því fyrir mér hvers vegna
ósköp venjulegur skokkur eða kjóll
heitir allt í einu „túnikka“ og hvers
vegna flest allt annað er þýtt í bæk-
lingnum. „Flest allt” skrifa ég því
á sömu mynd getur að líta „leggings“
sem einhverju sinni hétu „gammós-
íur“ og þótt það sé vissulega ein-
kennilegt orð er að minnsta kosti
hægt að fallbeygja það og kasta
á það kyni. Svo birtist þarna líka
hneppt peysa sem er nefnd „ból-
eró“. Og hvað segiði, ætlið þið að
klæða dætur ykkar í „túnikku“
og „leggings“ þessi jólin og láta
þær síðan vera í góðu „bóleró“
yfir?
ORÐSKRÍPIÐ „túnikka“ er eflaust dregið
af enska orðinu „tunic“ sem þýðir „kyrtill“
eða „mussa“. Ef þetta eru ekki nógu fín orð
mætti draga fram orðið „skyrta“. Best er
þó að horfa á myndina og velta því fyrir sér
hvað hún sýnir. Ég hef lengi velt því fyrir
mér hvers vegna það virðist vera svo erf-
itt að skrifa um tísku og förðun á íslensku.
Hvers vegna „hyljari“ verður svona auð-
veldlega að „konsíler“ hjá Karli Berndsen,
manni sem tókst þó að kenna þjóðinni að
segja „aðhaldsbuxur“, sem er svona álíka
þjált orð og það er þægilegt að troða sér í
þær.
ÞEGAR skrifað er um tísku verða ára-
tugirnir skyndilega líka of flóknir og þá er
gripið til letidýranna „sixtís“ og „seventís“.
Inga Rún Sigurðardóttir, blaðamaður á
Morgunblaðinu, hefur þó glatt mann með
vönduðum tískuskrifum þar sem til að
mynda „ósymmetrískir“ kjólar fá að víkja
fyrir þeim „ósamhverfu“. Jólin ganga út
á hefðir. Þess vegna drekkum við malt og
appelsín og hlustum á Þrjú á palli syngja
„Hátíð fer að höndum ein“. Orð eins og
„jólakjóll“ eða „skokkur“ vekja fallegar
minningar í hugum margra og gætu orðið
til þess að galvösk móðir teymdi dóttur
sína í búðir. Með öðrum orðum þá getur
barnafataverslun orðið fyrir búhnykk að
nota orðið „túnikk“. Neytandinn verður ein-
faldlega að skilja það sem við hann er sagt.
Töfrandi túnikkur