Fréttablaðið - 09.11.2009, Síða 40

Fréttablaðið - 09.11.2009, Síða 40
24 9. nóvember 2009 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is LÚR - BETRI HVÍLD HLÍÐASMÁRI 1 201 KÓPAVOGUR SÍMI 554 6969 FAX 554 3100 WWW.LUR.IS LUR@LUR.IS www.lur.is Úrval rúma, sófa og hvíldarstóla 10:00 – 18:00mánfös Opið: lau 11:00 – 16:00 Margir litir í boði – Frábær verð í gangi Tímabilinu í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu kvenna lauk um helgina. Íslendingaliðið Kristianstad lauk tímabil- inu með 5-2 sigri á botnliði Stattena. Hólmfríður Magnús- dóttir skoraði tvö mörk í leiknum og Erla Steina Arnardóttir eitt. Guðný Björk Óðinsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir léku þó allan leikinn fyrir Kristianstad, sem fékk alls átján stig í deildinni. Samningur Margétar Láru rennur út á næstunni og sagði hún óljóst hvað tæki við hjá henni. „Tímabilinu er auðvitað bara nýlokið. En mér standa einhverjir möguleikar til boða. Mér líður þó vel hér og get vel séð fyrir mér að halda áfram hjá Kristianstad,“ sagði Margrét Lára og útilokaði ekki að til greina kæmi að spila utan Svíþjóðar. Hún á þó von á því að Elísabet Gunnarsdóttir verði áfram þjálfari liðsins. „Mér finnst það mjög líklegt þótt ég viti svo sem ekkert um það. Það virðast þó allir mjög ánægðir með hennar störf, bæði leikmenn og stjórnarmenn. Því kæmi mér það mjög á óvart ef hún fengi ekki nýjan samning.“ Tímabilið byrjaði mjög rólega hjá Kristiastad. Liðið vann ekki sinn fyrsta leik fyrr en í elleftu umferð en þá komu tveir sigurleikir í röð. Liðið tapaði þó fáum leikjum með miklum mun og vann nokkra leiki gegn liðum í efri hluta deildarinnar. „Beta er búin að gera frábæra hluti með þetta lið. Það tekur auðvitað tíma að koma sínum áherslum að en það sást vel í lok tímabilsins hversu vel liðið var að spila. Við vorum líka að skora mikið af mörkum, sem var virkilega gaman. Við þurfum samt að bæta okkur og bæta við okkur leikmönnum fyrir næsta tímabil ef liðið ætlar að ná sínum markmiðum fyrir næsta ár,“ sagði Margrét Lára. Hólmfríður Magnúsdóttir er nú á leið frá félaginu þar sem hún mun spila í Bandaríkjunum á næstu leiktíð en óvíst er með hina Íslendingana. „Það er búið að vera mjög gaman að fá að spila með íslensku stelpunum og það er allt til fyrirmynd- ar hjá þessu félagi. Það kemur vel til greina að halda áfram en maður veit aldrei hvað gerist í boltanum.“ MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR: TÍMABILINU Í SVÍÞJÓÐ LAUK UM HELGINA Er ánægð hér en mun skoða mín mál HANDBOLTI Haukar eru enn tap- lausir eftir fyrstu fjóra leiki sína í N1-deild karla en í gær höfðu þeir betur gegn grönnum sínum í FH á heimavelli, 29-25. FH var einn- ig taplaust fyrir leikinn en með sigrinum komu Haukar sér á topp deildarinnar með sjö stig, einu meira en Valur. FH-ingar voru þó mun grimm- ari í byrjun leiksins og alveg þar til í upphafi síðari hálfleiks. Þeir voru mun ákveðnari í öllum sínum sóknaraðgerðum og ávallt skrefinu á undan. FH komst á gott skrið í lok fyrri hálfleiksins og var yfir í leikhléi, 14-11. Liðið hélt uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og kom sér í fjögurra marka forystu, 16-12, á fyrstu mínútunum. Pálmar Pétursson fór mikinn í marki FH-inga á þessum leik- kafla og þeir Bjarni Fritzson og Ólafur Guðmundsson fóru fyrir liðinu í sókninni. Liðið lék einnig glimrandi góða vörn. En á tíu mínútuna kafla snemma í síðari hálfleik snerist leikurinn algerlega við. Vörn Haukanna small vel saman og þeir Björg- vin Hólmgeirsson, Sigurbergur Sveinsson og hinn eldfljóti Freyr Bjarnason fóru á fullt. Haukar skoruðu sjö mörk gegn aðeins einu marki FH á þessum kafla og kom- ust yfir, 19-17. FH-ingar reyndu að halda í við Haukana en Birkir Ívar Guð- mundsson, markvörður Hauka, hrökk í gírinn og fór að verja nán- ast allt sem á markið kom. Heima- menn sigu fram úr og unnu fjög- urra marka sigur sem fyrr segir. „Við vorum einfaldlega lengi í gang,“ sagði Birkir Ívar eftir leik- inn. „Kannski ég sérstaklega,“ bætti hann við og hló. „Stundum nægir að verja síðustu tíu mínútur leiksins og það dugði í dag.“ Hann sagði þó aðalatriðið vera stigin tvö sem Haukar unnu sér inn í gær. „Það er liðið sem fær stigin – ekki einstaklingarnir. Það skiptir því minna máli hver spil- ar vel og hver illa. Það var einnig mjög sætt að ná að vinna sterkt lið FH.“ Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, gat ekki komið auga á hvað olli því að hans menn misstu tökin á leiknum. „Leikurinn hrundi síð- ustu 25 mínúturnar. Þá byrjuð- um við allt í einu að henda bolt- anum frá okkur hvað eftir annað og í kjölfarið fengum við mörg hraðaupphlaupsmörk á okkur. Þeir slógu okkur algerlega út af laginu. Ég veit ekki af hverju þetta gerð- ist og það er nokkuð sem ég mun skoða.“ Hann sagði þó að leikmenn og þjálfarar myndu ekki örvænta þrátt fyrir tapið. „Við vissum áður en tímabilið hófst að við myndum tapa einhverjum leikjum. Enda labbar maður ekki upp á Ásvelli og hirðir tvö stig með vinstri. Við munum vinna áfram í okkar leik enda stefnum við að því vera best- ir í apríl og maí,“ sagði Einar. Birkir Ívar var ánægður með gengi Haukanna í haust. „Frammi- staðan í fyrstu leikjunum hefði mátt vera betri en það má ekki gleyma því að við misstum marga leikmenn í sumar og það tekur tíma fyrir nýja menn að venjast nýjum liðum. En ég held að þetta sé allt á réttri leið, bæði í vörn og sókn.“ eirikur@frettabladid.is Taplausir Haukar á toppinn Haukar höfðu betur í Hafnarfjarðarslagnum gegn FH í N1-deild karla í gær. FH- ingar gáfu eftir í seinni hálfleik eftir að hafa komist mest fjórum mörkum yfir. KLESSTUR Pétur Pálsson fær hér óblíðar móttökur hjá varnarmönnum FH í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN N1-deild karla Haukar - FH 29-26 Mörk Hauka (skot): Freyr Brynjarsson 8 (10), Björgvin Hólmgeirsson 8 (14), Sigurbergur Sveinsson 7/4 (15/4), Einar Örn Jónsson 2 (2), Pétur Pálsson 2 (4), Guðmundur Árni Ólafsson 1 (3), Elías Már Halldórsson 1 (4), Tjörvi Þorgeirs- son (1), Gunnar Berg Viktorsson (1). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 13 (39/1, 33%). Hraðaupphlaup: 6 (Freyr 5, Sigurbergur 1). Fiskuð víti: 4 (Pétur 2, Björgvin 2). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk FH (skot): Ólafur A. Guðmundsson 7 (12), Bjarni Fritzson 6/1 (10/1), Jón Heiðar Gunnars- son 4 (4), Ólafur Gústafsson 4 (8), Ásbjörn Frið- riksson 2 (3), Örn Ingi Bjarkason 1 (4), Benedikt Kristinsson 1 (1), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (1). Varin skot: Pálmar Pétursson 16 (41/2, 39%), Daníel Freyr Andrésson 2 (6/2, 33%). Hraðaupphlaup: 5 (Bjarni 2, Jón 2, Sigurgeir 1). Fiskuð víti: 1 (Benedikt 1). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Anton Pálsson og Hlynur Leifsson, áttu ágætan dag. N1-deild kvenna Haukar - Fram 24-27 Mörk Hauka (skot): Ramune Pekarskyte 8 (12), Hanna G. Stefánsdóttir 8/3 (13/4), Nína B. Arn- finnsdóttir 2 (2), Erna Þráinsdóttir 2 (3), Karen Helga Sigurjónsdóttir 2 (3), Nína K. Björnsdóttir 1 (4), Ester Óskarsdóttir 1 (7). Varin skot: Heiða Ingólfsdóttir 18/1 (45/3, 40%) Hraðaupphlaup: 6 (Hanna G. 3, Ramune 2, Karen Helga 1). Fiskuð víti: 4 (Nína B. 2, Ester 1, Nína K. 1). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 10/1 (19/2), Karen Knútsdóttir 5/1 (7/1), Ásta Birna Gunnarsdóttir 4 (4), Pavla Nevalirova 3 (7), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 3 (4), Hildur Þor- geirsdóttir 1 (8), Marthe Sördal 1 (1). Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 15/1 (39/4, 38%). Hraðaupphlaup: 10 (Stella 3, Ásta Birna 3, Guðrún Þóra 2, Karen 2). Fiskuð víti: 3 (Guðrún 1, Ásta Birna 1, Pavla 1). Utan vallar: 6 mínútur. Fylkir - HK 32-16 FH - Valur 16-25 KA/Þór - Stjarnan 19-32 STAÐA EFSTU LIÐA Valur 5 5 0 0 160-87 10 Stjarnan 6 5 0 1 188-134 10 Fram 5 4 0 1 153-105 8 Haukar 5 3 0 2 141-129 6 FH 5 3 0 2 138-132 6 Fylkir 5 3 0 2 134-102 6 ÚRSLIT > Ragna tvöfaldur meistari Ragna Ingólfsdóttir fagnaði tvöföldum sigri á Iceland International, alþjóðlegu badmintonmóti sem fór fram hér í landi um helgina. Hún bar sigur úr býtum í einliðaleik og tvíliðaleik kvenna. Hún hafði betur gegn Camillu Overgaard frá Dan- mörku í úrslitaviðureigninni í einliðaleikn- um, 2-1. Ragna og Snjólaug Jóhannsdóttir mættu Brynju Pétursdóttur og Erlu Björgu Hafsteinsdóttur og unnu, 2-0. Cristian Lind frá Danmörku vann í einliðaleik karla. KRAFTLYFTINGAR Auðunn Jónsson vann til silfurverðlauna í rétt- stöðulyftu á heimsmeistaramóti Alþjóða kraftlyftingasambands- ins, IPF, sem haldið var á Ind- landi um helgina. Auðunn lyfti 355 kílóum í sinni bestu lyftu og setti þar með Íslandsmet í yfir- þungavigt. - esá Auðunn Jónsson: Silfur á HM HNEFALEIKAR Vitali Klitschko er reiðubúinn að takast á við David Haye á næsta ári en sá síðar- nefndi varð um helgina WBA- heimsmeistari í þungavigt eftir sigur á hinum risavaxna Nikolay Valuev. Bardaginn var reyndar lítið fyrir augað en Haye spilaði mjög vel úr sínum spilum og hlaut á endanum hærri stigagjöf dómara. Klitschko er núverandi WBC- heimsmeistari í þungavigt og er reiðubúinn að leggja beltið undir gegn Haye. „Það er mjög erfitt að segja nokkuð um hvað gerist í framtíð- inni því Haye er afar óútreiknan- legur. En ég er til í að berjast við hann hvenær sem er,“ sagði Vitali. Báðir þurfa þó að verja titla sína fyrst. Klitschko mætir Kevin Johnson hinn 12. desember og Haye er skylt að berjast næst við John Ruiz vilji hann halda titlinum sínum. - esá Haye vann Valuev: Klitschko til í að mæta Haye DAVID HAYE Kjaftaskurinn Haye stóð við stóru orðin um helgina. NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.