Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1945, Page 12

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1945, Page 12
Tímarit Iðnaðarmanna 3. XVIII 1945 Iðnaðarmannafélag Vestmannaeyja 15 ára Afmælisdaginn, 3. febr. s.l., gaf félagið Sjúkrahúsi Vestmannaeyja fullkomin rönt- gentæki og hélt myndarlegt hóf fyrir félags- menn og vini þeirra. Formáður félagsins, Guðjón Scheving, bauð gesti velkomna með vel völdum orðum, gat um tildrög að stofnun félagsskaparins og rakti starfsemi háns svo sem hér skal frá greint: Félagsstofnun. Sunnudaginn 2. febrúar 1930, mættu 10 iðnaðarmenn í Jiúsi Magnúsar Bergssonar, bakarameistara, Tungu, til þess að ræða um væntanlega stofnun iðnaðarmannafélags hér í Vestmannaeyjum. Þessir voru kosnir til að undirbúa stofnun félagsins: Magnús Bergs- son, Baldvin Björnsson, Sveinbjörn Gíslason, Magnús ísleifsson, Ólafur St. Ólafsson, Eng- illiert Gíslason, Kristján Kristjánsson. Viku síðar var svo félagið stofnað af 44 iðnaðarmönnum og lög samþykkt. í fyrstu stjórn þess voru kosnir: Sveinbjörn Gísla- son, formaður, Ólafur St. Ólafsson, ritari, Magnús Bergsson, gjaldlteri Á stofnfundinum var einnig kosið iðnráð og fyrsti formaður þess Magnús Bergsson. Formenn félagsins liafa verið þessir menn: Sveinbjörn Gíslason, múrari, 9/2 1930. Ólafur St. Ólafsson, vélsmiður, 13/2 1931. Haraldur Eiríksson, raffræðingur, 20/2 1934. Magnús Bergsson, bakaram., 17/2 1935. Ólafur St. Ólafsson, vélsmiður, 5/2 1939. Guðmundur Jónsson, skósmíðam., 22/3 1942. Guðjón Sclieving, málaram., 28/3 1943. Gjaldkerar hafa aðeins verið tveir í félag- inu, Magnús Bergsson í fjögur ár og síðan óddur Þorsteinsson. Hann Jiefur unnið fé- laginu, sem gjaldkeri í þessi ár, alveg ómet- anlegt starf, sem vel ber að þakka. Iðnbréfin. Félagið fékk til meðferðar iðnréttindi þeirra manna, sem höfðu ekki tekið sveins- próf, en unnið við iðnina um lengri eða skemmri tíma. Var þetta ærið verlcefni og vandasamt. En oftast mun iðnráðið hafa kom- izt vel frá þeim málum. Húsmál. Fljótt kom i ljós að mikill áliugi var fyrir því, að félagið eignaðist hús til afnota fyrir starfsemi sina, og var strax kosin nefnd til þess að hafa það mál með höndum. Fyrsti fonnaður húsnefndar var Magnús Bergsson. Úr húsnæðisvandræðunum rættist brátt og var haldinn fundur 1. september 1931 í hús- inu Breiðablik, sem félagið hafði fest kaup á, þetta var hálfu öðru ári eftir að félagið var stofnað, og var ekki i litið ráðizt af ekki fjölmennara félagi. Iðnskóli. Það kom fljótt i ljós, að iðnaðarmenn álitu það eitt af verkefnum iðnaðarmannafélags- ins að Iialda uppi skóla fyrir iðnnema og Ivefur liann verið starfræktur eins og menn vita. Styrktarsjóður. Styrktarsjóður var stofnaður innan félags- ins og hefur hann verið starfræktur. Ilann hefur ekki vaxið eins mikið og æskilegt hefði verið, vegna þess að megináherzla var lögð á að lækka skuld þá, sem félagið stofn- aði þegar það keypti húsið, en við það rýrn- uðu tekjur stjóðsins. Félagið hyggst að efla sjóðinn i framtíðinni svo að hann geti veitt félagsmönnum stuðning ef i harðbakka slær hjá þeim fjárhagslega eða af öðrum orsökum. Félagsfáni. Það kom snemma i Ijós i starfi félagsins að félagsmenn vildu að félagið eignaðist eig- in fána. Var eftir iniklar umræður og nefnd- arstörf samþykkt að gera fána eftir teikn- ingu frá Baldvini Björnssyni, gullsmið, og er það fáni sá, sem félagið hefir enn sem merki 46

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.