Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1945, Blaðsíða 19
Tímaril Iðnaðarmanna 3. XVIII 1945
Mnaðarmannafélag stofnað 1 Ólafsffrði
Hinn 28. ág. s.l. komu átta iðnaðarmenn
í Ólafsfirði saman á fund lil þess að stofna
með scr iðnaðarmannafé'lag. Mættur var þar
með þeim Sveinbjörn Jónsson úr stjórn
Landssambands iðnaðarmanna og skýrði fyr-
ir fundarmönnum fyrirkomulag iðnmálanna í
landinu og benti á nauðsyn þess að i vaxandi
kaupstað, sem Ólafsfirði væri starfandi iðn-
aðarmannafélag, sem fylgdist vel með gangi
iðnmála i landinu og gætti velferðar iðnað-
armanna heima fyrir.
Tilgangur félagsins var ákveðin en að öðru
leyti skyldu lög félagsins samin í samráði við
Landssamband Iðnaðarmanna en i það sam-
þykktu fundarmenn að ganga.
1 stjórn voru kosnir:
Ágúst Jónsson formaður, Gísli Magnússon
ritari og Baldur Steingrimsson gjaldkeri.
Þelta er 18. iðnaðarmannafélagið í landinu
og öll eru þau í Landsambandi iðnaðarmanna.
íbúðir 1944.
Herbergi auk eldhúss 1 2 3 4 5 0 7 8 9 Alls.
1 timburhúsum 1 2 8 1 12
1 steinhúsum 9 104 96 77 21 9821 327
Samtals ............. 10 100 104 78 21 !) 8 2 1 339
Á árinu liafa veri'ð bygg'ðir 003.41 ferm. af timb-
urhúsum og 22.371.47 ferm. af steinhúsum, eða sam-
tals 22.947.88 ferm., 3.050 rúmm. af timburhúsum og
175.090 rúmmetrar af steinhúsum eða samtals
178.140 rúmmetrar. Hefur því verið byggt l'yrir ca.
50 milj. króna.
Alls hafa 339 íbúðir bætzt við á árinu, þar með
taldar 09 íbúðir, sem vitað er að gerðar hafa verið
í kjöllurum húsa án samþykktar byggingarnefndar.
Alls voru byggð 204 hús, þar af 124 íbúðarhús, 2
skólar, 2 verzlunar og skrifstofuhús, 11 verksmiðju-
og verkstæðishús, 02 geymslur og bílskúrar. Aukn-
ingar á eldri húsum samtals 24 eru ekki lagðar
við tölu liúsa, en rúmmál þeirra og flatarmál er
talið með i þeim flokki, er þær tilheyra. Breyting-
ar á eldri Iiúsum, sem ekki auka rúmmál þeirra,
girðingar o. f 1., er ekki talið með i yfirliti þessu,
en til sliks hefur verið vari'ð miklu fé á árinu.
Guðjón Jónsson,
Oddsstöðum, Vestmannaeyjum, sjötugur.
Maður skyldi ckki
halda að þetta væri
satt, þegar maður sér
Guðjón á Oddastöðum
hraustan og kátan,
alveg eins og i gamla
daga. En svo þegar
maður hugsar sig bet-
ur um, þá stendur
allt heima, því að
hann er fæddur hér
i Eyjum 27. des. 1874
á því herrans ári þeg-
ar kóngurinn gaf okk-
ur stjórnarskrána.
Eins og flestir Eyjaskeggjar, stundaði Guðjón sjó-
mennsku og fuglaveiðar á uppvaxtarárum sín'um
og man ég fyrst eftir honum sem formanni á ára-
skipi, sem liafði 20 manna áhöfn. Þá voru engar
bryggjur hér, svo að bátarnir urðu að leíida i fjör-
unni en fiskurinn var seilaður og dregiiin að landi
af sjómönnum, sem voru í skinnbrókum upp undir
hendur. Þá vildu menn nú vökna og hirtu ekki um
þó að liinir blotuðu líka, svo að allt lenti í sjóslag
og ef ég man rétt, þá var formaðurinn lífið og
sálin í öllu saman.
Guðjón byrjaði „að fara til fugla“ tíu ára gam-
all, hcnn hefur dvalið i úteyjum á hverju sumri
síðan og liaft mikið yndi af úteyjalifinu eins og
allir sem það stunda. Enda þótt Guðjón liafi búið
snotru búi að Oddsstöðum um langan aldúr, hefur
aðalstarf hans verið trésmiðar, fyrst húsasmíðar,
en síðan um allmörg ár líkkistusmiðar. Þeð má
nú segja, að siðan Guðjón byrjaði á þeim starfa
liafi hann einn smíðað nær allar þær líkkistur, sem
smíðaðar hafa verið í Vestmannaeyjum og þetta
þykir svo sjálfsagt að góðvinir Guðjóns spyrja hann
stundum í græskulausu gamni, hvort ekki sé rétt
að hann fari að „taka málið“ af þessum eða hinum,
sem eru eitthvað deufir eða i slæmu skapi og það
stendur ekki á svarinu hjá Guðjóni, þvi að hann
er mjög kátur og skemmtilegur.
Guðjón er einn af stofnendum Iðnaðarmannafé-
lags Vestmannaeyja og liefur reynzt hinn traust-
asti félagsmaður, enda var hann gerður heiðurs-
félagi þess þegar hann varð sjötugur.
Til lukku með afmælið, Guðjön!
llar. Eiriksson.
53