Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1945, Blaðsíða 13

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1945, Blaðsíða 13
Tímarit Iðnaðarmanna 3. XVIII 1945 sitt. Það var tekið fram um fána félagsins að hann ætti að tákna háleitar hugsanir á sviði iðnaðarins. Heiðursfélagar. Á aðalfundi 22. marz 1942 kaus félagið sér Erleríd Árnason, húsasmið sem lieiðursfélaga. Hann er elzti félaginn, rúmlega 80 ára að aldri. Nú liefur félagið ákveðið að kjósa Guðjón Jónsson, trésmið á Oddsstöðum heiðursfé- laga. Hann er annar elzti félaginn, varð 70 ára um áramótin s.l. Þarf ekki að lýsa Guð- jóni á Oddsstöðum, liann er of vel þekktur til þess, hæði sem góður iðnaðarmaður og sem góður borgari þessa bæjar. Þetta er að- eins lítil virðing og þakklætisvottur af fé- lagsins hendi, og vonandi fær það að njóta þeirrar ánægju sem lengst að liafa þessa sómamenn fyrir heiðursfélaga sina. Fonnaður endaði ræðu sína með því að Jienda á að tvö sjónarmið Iiefðu sérstaklega markað stefnu félagsins. Annað er það að verða félagsmönnum að sem mestu Jiði og oft hefur náðst góður árangur á þvi sviði. Hitt er það að vinna byggðarlaginu í lieild sem mest gagn. Með það í liuga liófu félags- menn fjársöfnun innan félagsins fyrir full- komin röntgentæki til að gefa Sjúkrahúsi Yestmannaeyja á 15 ára afmælinu. Ujipliaf þess máls er það, að Magnús Bergsson, lialv- arameistari, kvaddi sér liljóðs á fundi fé- lagsins 14. nóvember 1948 og lagði til að fé- lagið lieitti sér fyrir einhverju menningar- máli. Varð árangurinn sá að við eigúm nú tækin í Reykjavík (var þvi miður elcki hægt að fá þau flutt liingað fyrir afmælið) og höfum látið þinglesa þau sem eign Vest- mannaeyjakaupstaðar lianda Sjúlvraliúsi Vest- mannaeyja, með skilmálum þeim, sem gjaf- arbréfið innilieldur. Afhenti formaður það svo lil Hinriks Jónssonar, bæjarstjóra, og liað góðan guð að lilessa starf það, sem unn- ið yrði með tækjum þessum i Jjaráttunni gegn sjúkdómunum. Bæjarstjóri þaklvaði þessa, eins og liann sagði, liöfðinglegu gjöf, með ágætri ræðu og árnaði félaginu allra lieilla i framtíðinni. Þar næst töluðu læknar byggðai’lágsins, þeii' Einar Guttormsson, sjúkraliúslæknir, Ólafur 0. .Lárusson, liéraðslæknir og Ólafur Þ. Halldórsson, starfandi lælcnir, allir þökkuðu þeir gjöfina og fóru viðurlvenningarorðum mn félagið og starfsemi þess. Að endingu þaklvaði formaður hin vin- samlegu ummæli, ræður manna og árnaði Véstmannaeyjum allra lieilla í núlíð og fram- tíð. Var svo staðið upp frá borðum og horft á nokkur skemmtiatriði, og á eftir var dansað fram undir morgun. Voru allir á einu máli um að eklvi liefðu þeir skemmt sér belur fyrr og að skemmtunin liefði farið í alla staði piýðilega fram. Magnús Bergsson, bakarameistari, setti liá- tíðina og stjórnaði veizlunni með mesta slvör- ungsskap. Skagfirzkir iðnaðarmenn kveðast á. I Skagafirði er þekktur smiður og góður hagyrð- ingur, sem Lúðvik Kemp heitir. En á Sauðárkrók hefur lengi starfað dugandi rakari, Hjörtur Laxdal, og á hann sama afmælisdag og Stalin marskálkur liinn rússneski. Er Laxdal sönglineigður og gleði- maður við hátíðleg tækifæri. Á síðasta afmælisdegi lians í sumar sendi Kemp honum þessa vísu: Sveiflað er fánnm og sungið er lag. Sefur nú enginn sem frjáls verður talinn. Blindfullir eru þeir báðir í dag bartskeri Laxdal og félagi Stalin. Þar sem Laxdal er ekki jafnslyngur hagyrðingur sem hann er góður rakari, sneri hann sér til liins jiekkta alþýðuskálds Skagfirðinga, Stefáns Vagns- sonar, og bað liann hjálpar að borga fyrir sig. Minntust þeir þess þá fyrst og fremst að Kemp er þýzkur að ætt, talinn vinveittur nazistum, gleði- maður eins og Laxdal og vanur að starfa fyrir Fljótamenn og Siglfirðinga. Var Kemp strax send þessi visa: Hitler er dauður og horfinn sem pest. Himmler tók eitur og dysjast í gjótum. Quisling þeir liengja scm lcött „fyrir rest“, en Kemp liggur blindfullur norður í Fljótum. 47

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.