Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1945, Blaðsíða 20

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1945, Blaðsíða 20
Tímarit Iðnaðarmanna 3. XVIII 1945 Jón Sigurðsson trésmíðameistari á Akranesi sjötíu og fimm ára. Þann 10. maí 1945 voru 75 ár liðin frú fæðingu i)essa ágæta smiðs. Sá er þessar línur ritar mun eigi dyelja við að rekja ætt háns eða uppruna, heldur getii þess, hver hann er. A þroskaárum Jóns var iðnnám ekki tii svo teljandi væri á landi hér, þó ein- stöku menn tækju smiðanema, einkum í Reykjavík. Þá mun hitt hafa verið tíðara, að náttúruhagir menn öfluðu sér áhalda og hó'fu sitt æfistarf án verulegrar tilsagnar lærðra fagmanna, enda voru þeir ekki á hverju strái. Svo mun einnig hafa ver- ið með þennan heiðursmann. Þó dvaldi hann tvo vetur hjá Jakobi Sveinssyni trésmíðameistara í Reykjavík og tók hjá honum sveinspróf árið 1894. Hér á Akranesi hefur Jón Sigurðsson dvalið i 55 ár og á þeim langa tíma byggi fjölda liúsa bæði hér, í Borgarnesi og um allt Borgarfjarðarhérað. Auk húsasmíðanna hefur Jón smiðað allskonar húsgögn. Á þeim árum er hann stóð í mestum bygginga- framkvæmdum varð trésmiðurinn að vera fjölhæf- ur ef vel átti að fara, hann varð að smiða, múra, mála, veggfóðra o. s. frv., en það get ég undir- strykað, að ég hefi með engum eða fáum unnið, er eins vel kunni tökin á öllu því er laut að bygg- ingu hverskonar húsa og húsgágna, allt frá grunn- hleðslu húss að gljáfægingu harðviðarhúsgagna. Og honum lætur jafn vel járnsmíði, t. d. smíði alls- konar trésmíðaáhalda. í fáum orðum sagt, öll verk Jóns Sigurðssonar bera á sér einkenni snillimennsku og afburða hagleiks, ásamt trúmennsku og útsjónar í meðferð þess efnis, sem hann mótar í hvert sinn. Jón hefir útskrifað nokkra húsasmiði, auk þess armanncfélags Akraness, og ein styrkasta stoð þess fram á þennan dag. Jlann starfaði mörg ár í verð- lagsnefnd félagsins vel og trúlega sem annarsstað- ar. Ávallt er hann hvetjandi til hverskonar dáða og drengskapar i félagsskap iðnaðarmanna. Hann 54 er aldursforseti Iðnaðarmannafélags Akraness og ber j)ann lieiðurstitil með mestu prýði. Jón Sigurðsson er mjög fróðleiksfús og leitandi maður, les öllum stundum, ef hann ekki smíðar. Hann hcfur fallega rithönd, er hann heldur enn, þó sjónin sé heldur farin að daprast. Þá er hann söngelskur og hefur sjálfur lært að leika á orgel án nokkurrar tilsagnar. Jón hefir útskrifað nokkra húsasmiði, auk þess sem allir hafa getað af honum lært. Stjórn félgsins og allir iðnaðarmenn á Akranesi óska þessum mikla iðnaðarmanni og góða félaga hjartanlega til lukku og blessunar i tilefni af af- mælinu. Við fengum ekki að hafa hann meðal okk- ar á afmælisdaginn, hann dvaldi þann dag á heim- ilum dætra sinna i Reykjavík. Kona Jóns er Sigriður Lárusdóttir fyrrum Ijósm., hin ágætasta kona. Þau eiga þrjú börn, einn son og þrjár dætur, öll vel gefin. Dæturnar eru bú- settar i Reykjavík, en sonurinn á Akranesi. Aldurinn ber Jón Sigurðsson vel, hann starfar án afláts á vinnustofu sinni og hefur oft lengri vinnudag en þeir sem yngri eru. Vonandi á hann enn eftir að láta frá sér fara marga fallega og vel gerð hluti, sem talandi vitni um afburðahagleik og snilli liuga og handar þessa prúða og ágæta iðnaðarmanns. Jóh. Guffnason. Frá Félagi veggfóðrara í Reykjavík. Á aðalfundi Meistarafélags veggfóðrara i Reykja- vík, sem haldinn var 8. febr. s.l., var endanlega gengið frá sameiningu Veggfóðrarafélags Reykja- vikur og Meistarafélagsins, eftir að samningar höfðu farið fram um málið. Þar voru ný lög samþykkt fyrir félagið og þvi gefið nafnið: Félag veggfóðrara í Ileykjavík. Félagar eru nú alls 21, voru 5 meðlimir í Vegg- fóðrarafélagi Reykjavíkur og 10 i Meistarafélagi veggfóðrara í Reykjavík. Ákveðið var að hið nýja félag yrði i Landssam- bandi iðnaðarmanna. Stjórn félagsins ski])a þessir menn: Guðjón Björns- son, formaður, Ólafur Guðmundsson, varaform., Þorbergur Guðlaugsson, ritari, Jóhannes Björnsson, gjaldkeri, Friðrik Sigurðsson, meðstjórnandi. Stjórn Iðnráðs Akraness skipa þessir menn: Formaður Finnur Árnason, húsasm.m. Meðstjórn- endur: Þorgeir Jósepsson, vélvirkjam. og Böðvar Jónsson, skósm.m. Iðnaðarmannafélagið kýs einn fulltrúa í ráðið.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.