Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1945, Blaðsíða 21

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1945, Blaðsíða 21
Tímarit Iðnaðarmanna 3. XVIII 1945 Frá Sambandsfélögunum Iðnaðarmannafélag Vestmannaeyja iiélt aðalfun.d sinn í liúsi sinu að Breiðabliki, 27. febr. s.l. Atvinna fyrir iðnaðarmenn var yfirleitt næg á árinu. Enginn iðnaðarmaður lézt og var heilsufar yfirleitt gott. í félagið gengu G nýir iðnaðarmenn á árinu. Hagur félagsins hefur batnað á árinu um rúmlega 9 þús. kr. Styrktarsjóður þess licfur einn- ig aukizt töluvert. Átta fundir voru baldnir á ár- inu. Að vcnju fluttu félagsmenn skemmti- eða fræðsluerindi á fundum, ennfremur var framreitt kal'fi. Þetta fundafyrirkomulag hefur bætt að miklu fundarsókn og félagslif allt orðið að mun skemmti- legra. Send voru l'rá félaginu mótmæli til rikisstjórn- arinnar og Alþingis, vegna væntanlegra fiskbáta- kaupa i Sviþjóð. Einnig inættu tveir skipasmíða- meistarár á fundi, sem Landssamband iðnaðar- manna gekkst fyrir að haldinn var í Heykjavík með skipasmiðum. Kvöldskóli félagsins slarfaði eins að undanförnu og fengu þar færri pláss en vildu. í skólanum voru um 90 nemendur og um helmingur beirra iðnnemar. Félagið tók þátt í byggingarmálaráðstefnunni og sendi formann sinn, sem fulltrúa á ráðstefnuna. Haldið var hátíðlegt 15 ára afmæli félagsins með ágætri veizlu í Samkomuhúsi Vestmannaeyja. Þátt- taka var mjög almenn meðal iðnaðarmanna og hófið prýðilegt. Félagsmenn eru 90. Stjórn félagsins var endur- kos'in og skipa liana: Guðjón Scheving, málara- meistari, formaður, Oddur Þorsteinsson, skósm.m., gjaldkeri, Magnús Mágnússon, húsameistari, ritari, Ólafur St. Ólafsson, vélsm., varaformaður og Óskar Kárason, nhiraram., fjármálaritari. Iðnaðarannafélag Akraness hélt aðalfund sinn þann 25. febr. s.l. Mættir voru 22 félagsmenn. Gjnldkerinn, Halldór Þorsteinsson, vélvirki, lagði fram endurskoðaða reikningá félagsins, er sýndu að tekjuafgangur ársins 1944 nam kr. 1708.90. í Styrktarsjóð félagsins voru lagðar kr. 1209.00' eða 35% af árstillögum félagsmanna. Milli aðalfunda hélt félagið sjö umræðufundi, en stjórnarfundir voru 12 á árinu. Stjórn félagsins var öll endurkosin; hana skipa þessir menn: Jóhann G. Guðnason, form., Sigurður Sinionarson, ritari, Halldór Þorsteinsson, gjaldkeri. Méðstjórnendur: Lárus Árnason og Hendrik Steins- son. Endurskoðendur: Ingimar Magnússon og Sveinn Guðmundsson, báðir endurkosnir. Fultrúi iðnnema Halldór JörgensSon endurkosinn. Úr skólanefnd Iðnskólans átti að ganga Ástráður ,1. Proppé, en var endurkosinn, aðrir skólanefnd- armenn eru þeir Daníel G. Vigfússon og Þorgeir Jósepsson. Merkustu félagssamþykktir ársins 1944: Þann 30. júní var samþykkt að stytta vinnudag iðnaðarmanna úr tíu stundum niður í átla stundir. Á félagsfundi 17. september var kosin þriggja manna nefnd til að safna upplýsingum um kaup og kjör iðnaðarmanna og iðnnema i næstliggjandi bæjum og kauptúnum. Nefndin skilaði störfum á næsta félagsfundi, er haldinn var 23. sept. Að fengnum upplýsingum hennar var samþykkt eftirfarandi grunnkaup: Sveinakaup kr. 3.35 um kl.st. meistarakaup kr. 4.00 um kl.st. eftirvinnu- kaup 50% hærra og nætuFvinnukaup 100% hærra. Þá samþykkti fundurinn svohljóðandi tillögu nefndarinnar um kaup iðnnema: Fyrsta árið skyldi það vera 30% af sveinakaupi, annað árið 40%>, þriðja árið 50% og siðasta árið 60%. Eftir- og næt- urvinna greiðist með eftir- og næturvinnutaxta Verkalýðsfélags Akraness. Ennfremur var samþykkt: Slasist iðnaðarmaður við vinnu hjá atvinnurekanda eða meistara, fær liann full daglaup í fjórar vikur, og gangi slysa- trygging rikisins þá til atvinnurekanda eða meist- ara. Félagið sendi einn fulltrúa, Sigurð Simonarson, múraram., á Byggingamálaráðstefnuna, er haldin var í Reykjavík s. 1. liaust. Það lagði fram til bygg- ingar Bjarnalaugar á Akranesi kr. 8054, er voru frjáls framlög félagsmanna. Á yfirstandandi ári hefur félagið haldið hluta- veltu til ágóða fyrir húsbyggingarsjóð félagsins, Þá hefur verið gerð tilraun með útgáfu dagblaðs, þ. e. skrifað blað, sem lesið var upp á félags- fundum. Afkoma iðnaðarmanna er með bczta móti. I smíðum eru um 40 húsbyggingar stórar og smáar, enda hefur vantað faglærða menn, tilfinnanlegast miirara. Frá Iðnaðarmannafélagi ísfirðinga. Félagið hélt aðalfund hinn 18. febr. síðastl. Fjár- hagur jiess er góður. Tala félagsmanna um siðustu áramót var 04, þar í 2 heiðursfélagar. Atvinna og afkoma félagsmanna var góð á umliðnu ári. Ár- gjald til félagsins var- hækkað úr lcr. 20.00 í kr. 45.00. í stjórn félagsins á yfirstandandi ári eru; Sig- urður Guðmuudsson, bakaram., form., Samúel Jóns- son, smjörlíkisgerðarmaður, ritari, Ágúst Guðmunds- son, luisasmíðameistari, gjahlkeri. 55

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.