Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1945, Blaðsíða 7

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1945, Blaðsíða 7
3. HEFTI 18. ÁRG. 1945 TÍMARIT IÐNAÐARMANNA QEFIÐ Ú T A F LANDSSAMBANDI IÐNAÐARMANNA í REYKJAVÍK — Á eftir áætlun Þrátl fyrir liinn mikla hraða allra fram- kvæmda á þessum tímum, erum við iðnað- armenn oftast á eftir áætlun. Byggingarnar verða seinna tilbúnar en ætl- að var, húsgögnin koma of seint, fiskibát- arnir eru ekki tilbúnir fyrir vertið, bíllinn ekki viðgerður fyrir helgina, og þetta Tíma- rits liefti er orðið langt á eftir áætlun, það átti að koma út í lok júnímánaðar. Allir þykjumst við hafa okkar afsakanir fyrir drættinum, þótt ekki færist hin seink- aða framkvæmd á réttan tíma við fram- burð þeirra, nc tjónið bætist, sem al' töfinni hefir hlotizt. Vonandi er skaðinn ekki tilfinn- anlegur Iivað Tímaritið snertir, því i sann- leika sagt veit ég ekki livort margír lesa það, eða bíða eftir því óþreyjufullir. Ég vil þó gjarnan bæta úr þessu og Iáta ritið koma á ætlun — i lok annars livers mánaðar, en þá þurfa samstarfsmenn mínir líka að hjáípa til: Þeir sem birta vilja greinar og mvndir, að senda þær í tæka tíð, prentsmiðjan að prenta o. s. frv. í þetta sinn er drátturinn mér einum að kenna. Þegar efni var komið og prentsmiðjan tilbúin, flaug ég til Svíþjóð- ar og vanrækti Tímaritið. Þar var ég í 4 vik- ur við margskonar atbuganir og fundahöld, með fulltrúum iðnaðarmanna frá öllum Norðurlöndum. Margt var þar að sjá og heyra, og það tekur mann nokkurn tima að matreiða það alltsaman fyrir sjálfan sig og aðra. En ég hefi ásett mér, að bæta lesend- um dráttinn á þessu hefti með því að gefa þeim, i því næsta, nokkra iiugmynd um slíkt ferðalag og hvernig ástatt er um iðnmál og iðnaðarframkvæmdir í Svíþjóð. Þeirri frá- sögn munu fylgja nokkrar my-ndir til skýr- ingar. Að liinu skulum við svo allir vinna, iðn- aðármenn, að hætta að vera á eftir áætlun, liafa alltaf „vaðið fyrir neðan okkur“ og gera ráð fyrir að eitt og annað beri okkur undan straumnum áður en takmarki er náð. Allir krefjast hraðra framkvæmda og snar- legar athafnir aftur réttra áætlana, hæði livað kostnað og tima snertir. Hvorttveggja hefur okkur iðnaðarmönnum oft illa tekizt. Það má segja að margt ófyrirsjáanlegt trufli áætlanirnar en áreiðanlega gætum við oft með vandvirkni og varfærni farið nær raun- veruleikanum en við gerum.t Eitt aðalstarf meistara og stjórnenda iðnfyrirtækja er að gera áætlanir og timaframkvæmd verksins er oft eins þýðingarmikil og kostnaður þess. Til er að tímasektir séu viðlagðar i samn- ingum, ef t. d. skip eða húsbygging er ekki tilbúin á áætluðum tíma. Þá er það verk- lakinn, sem bera á kostnaðinn af að hafa verið „á eftir áætlun“, en oftast er ])að verk- kaupinn sjálfur, sem bíður liallann og set- ur svo fæð á iðnaðarmennina fyrir slæleg vinnubrögð og heimskulega áætlun. Oft er þó töfin öðrum að kenna að einhverju leyti. Efni seinkar, vél hilar, starfsmenn bregð- ast. Þessu þarf öllu að gera ráð fyrir, en krefjast svo að allir geri störf sin eftir á- ætlun og hætti að verða „á eftir áætlun". Þá mundu mikil verðmæti vinnast og margt óþarfa orðið sparast. 41

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.