Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1945, Blaðsíða 11

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1945, Blaðsíða 11
Tímarit Iðnaðarmanna 3. XVIII 1945 ,Skúladagnr‘ iðnaðarmanna Því var hreyft meðal iðnaðarmanna fyrir fimm-árum, að lieppilegt væri að stéttin eign- aðist einn almennan hátíðisdag um land allt, til að kynna alþjóð áhugamál sín og gildi sitt fyrir þjóðfélagið. Var þá jafnframt stungið upp á að nefna daginn „Skúladag“ til virðingar Skúla Magnússyni fógeta, sem með stofnun „Innréttinganna“ má telja fyrsta forgöngumann liinnar sérmenntuðu íslenzku iðnaðarstéttar. Flestar stéttir þjóðfélagsins eiga sína séi-- stöku frídaga og kröfudaga. Þeim liefur með því áunnizt mikið, og málsvarar þeirra liafa komið árum þeirra vel fyrir borð. Við þeim stéttum l)lasir samúð og' skilningur þjóð- arinnar og valdhafanna, ólíkt þvi, sem við iðnaðarmenn höfum átt við að húa. Þetta má þakka auglýsingagildi frídaganna. Nútíminn krefst auglýsinga, án þeirra verður lítið komizt. Við liöfum að vísu okkar sérstöku sam- komur, iðnþingin, þar sem við ræðum á- liugamál okkar. En það er ekki nóg að við þekkjum sjálfir gildi stéttar okkar fyrir þjóðfélagið. Við verðum einnig að gera al- þjóð það kunnugt, og nota til þess tækni nú- tímans, blöðin og útvarpið. Að vísu má segja, með fullum rétti, að þjóð- in hafi þegar valið sér of marga frídaga. En Félagsmenn ættu að lesa gaumg-æfilega fréttir frá sambandsfélögunum. Það má mikið af þeim læra um félagsstjórn og framtakssemi. Eftir- tektarverð er t. d. fréttin frá Iðnaðarmannafélagi Vestmannaeyja um það að félagsmenn flytji fræðslu- og skemmtierindi á fundum og framreiði kaffi- sopa. Og alveg sérstaklega eftirbreytnisverð er sú framkvæmd félagsins að safna fé og gefa bæjar- félagi sinu dýrmætan og nauðsynlegan lilut, ein- mitt þá er félagið varð 15 ára og þar með varð að teljast komið af bernskuskeiðinu. Svona eiga iðn- aðarmenn að minnast tyllidaga sinna! ekki ætti það að þurfa að raska starfstíma ])ótt frídagur, t. d. ein helgi, væri helguð iðnaðarmönnum og gerð að ,,Skúladegi“. I tillögu þeirri, sem horin var fram á iðn- þinginu 1943 af 12 mætum þingmönnum víðsvegar að af landinu, og sem samþykkt var að visa til sambandsfélaga, til atliugun- ar og umsagnar á milli þinga, segir svo: „Við undirritaðir gerum hér með að til- lögu okkar, að 7. iðnþing íslendinga sam- þykki, að árlega skuli lialdinn einn sam- eiginlegur liátðisdagur fyrir alla iðnaðar- menn í landinu, er nefnist „Skúladagur“. Skuli sá laugardagur valinn til þess, sem næstur er 17. júlí, en það er stofndagur „Innréttinganna“ í Reykjavík, sem telja verður upphaf islenzks nútímaiðnaðar“. Þar sem flestar iðngreinir liætta nú vinnu kl. 12 á laugardögum, og að líkindum kemst ])að hráðum í hefð, að vinna verði alveg lögð niður á laugardögum, þá sé ég ekki að „Skúla- dagur“ þyrfti neitt að raska starfstíma þjóð- arinnar, þótt liann yrði haldinn tilgreindan dag. Hvíldin, sem er fólgin í því að vita sig frjálsan frá önnum dagsins, samkynning og samhugur góðra stéttarsystkina, sem skilja hvert annað og vilja vinna að veg og virð- ingu þjóðfélagsins, hóflegar skemmtanir og fræðandi erindi — allt eykur þetta gleði og starfsþrek iðnaðarmannsins, gerir hann hæf- ari i haráttunni fyrir velgengni sinni og þjóðarinnar. En auk hvíldarinnar og gleðinnar, sem slíkum degi væri samfara, og þeim andlega styrkleika, sem honúm myndi fylgja með eflingu samtaka og samkynningu, þá yrði auglýsingamáttur dagsins verðmætasta aflið til að auka samhug og skilning þjóðarinnar, skilning, sem iðnaðarmenn hefur alltaf skort og sem gert hefur þeim haráttuna erfiða. Slíkur dagur væri réttnefndur „Skúladagur“. Það verður garnan að vita hvaða skiln- ing iðnaðarmenn hafa á þessu máli. Svör þeirra verða lögð fyrir næsta iðnþing. Baldvin Einarsson. 45

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.