Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1948, Blaðsíða 9

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1948, Blaðsíða 9
Iðnaðarritið 5. - 6. XXI. 1948. stofum, sem vinna að mestu úr íslenzkri ull. Er sérstaklega í frásögur færandi, að eigendur þessara prjónastofa gerðu nýlega fundarsam- þykkt til mótmæla gegn því, að ullin yrði seld úr landi, á sama tíma og prjónastofurnar skorti efnisvörur. Þarf vonandi ekki til slíks að koma öðru sinni, að verksmiðjur eða prjónastofur, sem vinna úr íslenzkri ull, hafi ekki nægilegt. efni til að vinna úr. Til framfara í mjólkuriðnaðinum má sérstak- lega telja þurrmjólkurvinnsluna á Blönduósi, sem þar er nýlega hafin. Sælgætisverksmiðjurnar innanlands, sem áður þurftu að kaupa þurrmjólk erlendis frá, geta nú keypt hana frá Blönduósi og greitt andvirðið með íslenzkum peningum. Fullyrða eigendur sælgætisverksmiðjanna að fenginni reynslu innlendu þurrmjólkurinnar, að hún reynist mjög vel og standi ekki að baki er- lendu þurrmjólkinni hvað gæði snertir. Að vísu er hún eitthvað dýrari, en þó ekki svo að iðn- rekendur í sælgætisiðnaðinum sætti sig betur við það, en þurfa að bíða aðgerðarlitlir mánuð- um saman eftir gjaldeyris- og innflutningsleyfum fyrir eitthvað ódýrari þurrmjólk erlendri. Þannig er landbúnaðurinn að verða einn af hyrningar- steinum fyrir innlendum sælgætisiðnaði. Er það eðlileg þróun í það horf að allir möguleikar til betri hagnýtingar landbúnaðarafurðanna séu fullnýttir og að iðnaðurinn styðji að því að svo megi verða. Útflutningur iðnaðarvara úr mjólkur- og ull- arvörum hefur lítill verið á síðustu áratugum. Þó mun nokkuð hafa verið flutt út af dúkum og bandi á árunum 1945 og 1946. En sá útflutningur var ýmsum erfiðleikum bundinn, m. a. þeim hve framleiðslukostnaðurinn var mikill, og erfitt að fá nógu hátt verð til þess að salan borgaði sig. Til skýringar á erfiðleikum iðnframleiðenda um útflutninginn skal þess getið, að Klæðaverk- smiðjan Álafoss varð árið 1946 að greiða kr. 13,55 fyrir hvert kg. af vélþveginni ull, sem verksmiðjan keypti hjá ríkinu, á sama tíma og ullin er seld út úr landinu til erlendra dúka- framleiðenda fyrir kr. 8,00 fob. hvert kg. íslenzki dúkaframleiðandinn varð þannig að greiða kr. 5,53 meira fyrir hvert kg. íslenzku ullarinnar en erlendi framleiðandinn. Þrátt fyrir þetta eru líkur til þess að sami skilningur og hjá útvegsmönnum um þýðingu iðnaðarins fyrir sjávarútveginn, sé að glæðast hjá framleiðendum landbúnaðarafurða, í afstöðu þeirra til iðnaðar- ins. Iðnaöur, sem aðállega notar erlenda efnivöru. Um þann hluta iðnaðarins, sem aðallega vinn- ur úr erlendum hráefnum, mætti margt segja. Alþjóð er kunnugt um þá erfiðleika, sem iðn- rekendur hafa átt við að stríða undanfarið, sök- um skorts á erlendum efnivörum. Dagblöðin hafa birt frétt um það, að hreinlætisvöruverksmiðj- ur, smjörlíkisverksmiðjur, sælgætisverksmiðjur og margskonar fataverksmiðjur hafi orðið að hætta framleiðslu og loka um lengri eða skemmri tíma vegna efnivöruskorts. Efnisskorturinn hef- ir einkum stafað af því, að verksmiðjurnar hafa ekki fengið umbeðin gjaldeyris- og innflutnings- leyfi til innkaupa á hráefnum, eða verið synjað um yfirfærslu á þeim í bönkunum. GagnTcvœmir viðski'ptasamningar. önnur ástæðan til efnisskortsins eru erfið- leikar á útvegun vörunnar erlendis. Einkanlega hafa miklir erfiðleikar verið á útvegun járns og stáls fyrir vélsmiðjur, ofnasmiðjur, blikksmiðj- ur, stáltunnugerð o. fl. greinar í málmiðnaði. Um það atriði er lítið að segja annað en það að reynsla undanfarinna missira færir okkur í skiln- ing um nauðsyn þess að við gagnkvæma afurða- sölusamninga við önnur ríki sé innlendum fram- leiðendum tryggt eftir föngum, að hráefni til iðnaðar fáist hjá samningsríkinu. Hafa íslenzk stjórnarvöld þegar sýnt skilning á þessu máli a. m. k. um sumar tegundir efnivara til iðn- aðar. Jafnframt er það sjálfsögð krafa íslenzkra framleiðenda við slíka samninga, að reynt sé í lengstu lög að forðast það að skuldbinda þjóðina til þess að kaupa svo og svo mikið magn frá samningsríkinu af fullunnum vörum, sem hægt er að framleiða í landinu með samkeppnisfæru verði. Aðrar þjóðir keppa að því, að framleiða sem mest heima fyrir af því, sem þjóðin þarfnast, og 51

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.