Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1948, Blaðsíða 28

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1948, Blaðsíða 28
Iðnaðarritið 5. - 6. XXI. 1948. ar af handahófi, aðeins teknar sem dæmi um nokkurn hluta fatnaðariðnaðarins. Til samanburðar voru sýndar nokkrar sams- konar vörur, tilbúnar erlendis. Tilgangur sýn- ingarinnar var ekki einvörðungu að sýna boðs- gestum hverskonar fatnaðarvörur væru fram- leiddar í landinu, heldur engu síður hve mikiö sparaðist í erlendum gjaldeyri við það, að flytja ekki inn tilbúinn fatnað, sem hægt er að fram- leiða í landinu á fullkomlega samkeppnisfæru verði. Þarna voru t. d. sýnishorn af enskum og tékkn- eskum karlmannafötum og enskum kvenkápum, er keypt höfðu verið í verzlunum i Reykjavík. Verðið var langtum hærra en á samskonar vör- um innanlands og gæðin virtust lakari. Sýnt var, með áletruðum spjöldum hjá hverri flík, hve mikið af andvirði hennar væri greitt í erlendum gjaldeyri. Verður eigi um það deilt, að þótt er- lenda varan sé seld hér á svipuðu verði og hin innlenda, er margfaldur hagnaður að því, gjald- eyrislega séð, að framleiða vöruna innanlands. Hagnaðurinn verður þeim mun meiri, sem betur er séð fyrir því að hver innlend verksmiðja fái næga efnivöru. Hraðsaumastofurnar hafa boð- izt til að lækka verulega söluverð á karlmanna- fatnaði, ef þær fá næga efnivöru til þess að geta starfað reglulega allt árið. Innflutningsyfirvöldin hafa ekki enn svarað því tilboði. Páll S. Pálsson, framkv.stj. F. 1.1. gerði stutta frein fyrir vörum þeim, er sýndar voru, en auk þess fékk hver sýningargestur ritaða lýsingu á sýningunni og verksmiðjum þeim, er fyrirhugað var að sýna þá á eftir. Að lokinni skoðun fatnaðarvaranna var sýn- ingargestum boðið að stíga í bifreiðar, er biðu í löngum röðum við Lækjargötuna. Liðinu var skipt í þrjá flokka, og voru tveir fararstjórar fyrir hverjum, frá F. I. I. og Landssambandinu. 1. flokkur heimsótti Kassagerð Reykjavíkur, Gull- og silfursmiðjuna Ernu h.f., Gamla Komp- aníið, Niðursuðuverksmiðju S. í. F. og Sanítas h.f. Fararstjórar voru Kristján Jóh. Kristjánsson og Þorsteinn Sigurðsson. 2. flokkur heimsótti Hampiðjuna h.f.. Bíla- smiðjuna, Skógerðina h.f., Ofnasmiðjuna h.f. og Plastic h.f. Fararstjórar voru H. J. Hólmjárn og Sveinbjörn Jónsson. 3. fl. heimsótti Vikurfélagið h.f., Stáltunnu- gerðina, Vélsmiðjuna Héðinn h.f. og Félagsbók- bandið. Fararstjórar voru Guðm. H. Þorláksson og Páll S. Pálsson. Laust fyrir hádegið, að loknum skoðunarferð- um, staðnæmdust flokkarnir við Iðnó. Skóla- stjóri Iðnskólans, Helgi Herm. Eiríksson, sýndi gestum hin óviðunandi húsakynni. 1 ferðalýs- ingu boðsgesta, þeirra er áður getur, var svo að orði kveðið um Iðnskólann og húsnæðiskost hans: „Iðnskólinn í Reykjavík var stofnaður 1904 og hafði 82 nemendur og 5 kennara fyrsta árið. Nú eru í skólanum um 900 nemendur og 30 kennar- ar. Skólahúsið, sem nú er notað, var reist 1906, og hefir 7 kennslustofur, sem ekki voru notaðar allar fyrstu árin. Þegar nemendatalan var komin upp í 300, var ekki unnt að koma þeim öllum fyr- ir í húsinu í kvöldskóla, og var þá fengið hús- næði á 3 stöðum úti í bæ til viðbótar, en þægi- legt var það ekki né drjúgt að fara með teikn- ingar, fyrirmyndir og annað á milli fleiri staða. En ennþá fjölgaði nemendum, og ekki fékkst fé til nýrrar byggingar. Var þá tekin sú leið, að flytja námið fram á daginn, taka nemendur frá verklega náminu, ýmist alveg 2 mánuði á ári, eða 2-3 daga í viku hálfan daginn. En brátt kom að því, að þetta var ónóg. Var þá, 1944, haf- in bygging í skólaportinu, og þar gerðar tvær stofur í viðbót, svo að nú eru þær níu. Þar með var líka allt húsnæði skólans notað sem kennslustofur, og að hafa 900 nemendur í 9 kennslustofum, er ekki létt verk. Einkum þegar þess er gætt, að þessum 900 nemendum er ekki hægt að skipta í bekkjadeildir, nema að nokkru leyti, vegna þess að þeir eru úr 40 mismun. iðn- greinum, með mismunandi teikningu og sér- greinar. Afleiðingin er sú, að ekkert rúm er til annarra þarfa. Engar fatageymslur nema gang- arnir, opnir hverjum sem er af götunni, enda hverfa árlega yfirhafnir nemenda. Snyrtiútbún- aður allkostar ófullnægjandi. Ekkert rúm fyrir nemendur milli kennslustunda. Engar geymslur fyrir áhöld, teikningar, teikniborð eða annað, 70

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.