Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1948, Blaðsíða 33

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1948, Blaðsíða 33
Iðnaðarritið 5. - 6. XXI. 1948 ^ _________ Alyktanir Fjárhagiráðs. Fjárhagsráð hefir nú birt niðurstöður iðnaðar- rannsóknarinnar og gefið þær út í f jölrituðu bók- arformi ásamt athugasemdum. Er ekki ófróðlegt að lesa eftirfarandi, sem tekið er orðrétt úr at- hugasemdum Fjárhagsráðs: Er aukning iðnaðarins réttmæt frá gjaldeyris- sjónarmiði? Á nokkrum undangengnum árum hefir verið flutt til landsins mjög mikið af nýjum og stór- virkum iðnaðar- og framleiðsluvélum sem liður í þeim nýju framkvæmdum, sem hafa verið á döfinni. Vélar þessar krefjast stórlega (hlutfalls- lega) aukinna hráefna, vegna þess hve þær eru miklu stórvirkari og fullkomnari, en áður hafa þekkzt hér. Af þessum ástæðum er aukin hráefnaþörf og þar af leiðandi gjaldeyrisþörf til þeirra, ekki aðeins eðlileg, heldur öllu fremur sjálfsagt fram- hald þess, sem framkvæmt hefir verið á síðustu árum, og enn er unnið að. Ennfremur ber þess að gæta, að á þeim tímum, þegar um verulegan gjaldeyrisskort er að ræða, miðað við gjaldeyr- isþörfina, er eðlilegt, að áherzla sé lögð á að efla sem mest innlendan iðnað, eftir því, sem þarf til nota innanlands, vegna sparnaðar á gjaldeyri (má í því sambandi minna á verndartollana, sem skjóta örast upp kollinum á slíkum tímum), jafn- hliða því, sem lögð er áherzla á að auka verð- mæti útfiutningsafurðanna. Sem dæmi má nefna, að ef tilbúin föt kosta í erlendum gjaldeyri kr. 300.00, en efni í sams- konar föt aðeins kr. 130.00, er eðlilegt, að sú leiðin sé valin, að flytja inn efnið, en ekki fötin, þegar hörgull er á erlendum gjaldeyri. Það er því auðsætt, að gjaldeyrislega séð, er aukning iðnaðarins í landinu réttmæt, að öðru óbreyttu og svo lengi, sem framleiddar eru vör- ur, sem annars mundu fluttar inn í landið full- unnar. Má þá reikna frá fyrri gjaldeyrisþörf þær full- unnu vörur, sem hér eftir yrðu gerðar í landinu, að frádregnum gjaldeyri fyrir efnið í þær. Allt er þetta þó á hinn bóginn háð markaðs- þörfinni innanlands og möguleikunum til gjald- eyrisöflunar fyrir hráefnum.-------- Almennar athuganir: Eins og sést af framansögðu, staðfesta skýrsl- ur þessar fullkomlega þá skoðun, að iðnaður- inn sé einn veigamesti þáttur í íslenzku atvinnu- lífi og þjóðarbúskap, og gæti þó orðið það í enn ríkara mæli- Við rannsóknina hefir komið í ljós, að þróun síðari ára á þessu sviði hefir verið mjög stórstíg, og þá einkum um aukinn og bættan vélakost. Má og vænta þess, ef dæmi skal leiða af öðrum þjóðum, að iðnaðurinn verði á næstu árum sá atvinnuvegur þjóðarinnar, sem mest fer fyrir. Þetta verður þó greinilegast, þegar það er at- hugað, að það gjaldeyrismagn, sem þjóðin þarfn- ast sér til framfæris, og til þess að halda a. m. k. lífs- og neyzluvenjum sínum óbreyttum, vex óhjákvæmilega ár frá ári. Þær leiðir, sem þjóð- in á völ á, til þess að geta fullnægt þessum þörf- um, eru fyrst og fremst þær, að auka verðmæti útflutningsafurðanna og minnka gjaldeyrisverð- mœti innfluttu vörunnar. En þessu verður þegar til lengdar lætur að- eins náð með því, annars vegar að vinna þær vörur, sem út eru fluttar meira, en til þessa hef- ir verið gert (selja vinnu fyrir erlendan gjald- eyri) og hinsvegar með því, að flytja inn hráefni í stað fullunninnar vöru í sem ríkustum mæli (kaupa minni erlenda vinnu fyrir gjaldeyrisverð- mæti), en með því er snúið við því ástandi, sem ríkt hefir í millirikjaverzlun þjóðarinnar að und- anförnu. Afleiðingin verður sú, að iðnaðurinn hlýtur að aukast að mun. Þetta er eins og áður var tekið fram eðlileg þróun, ef litið er til aukinna atvinnumöguleika og aukinnar fjármagnsmyndunar í þjóðfélag- inu, sem iðnaðinum er samfara, og einnig til þess að atvinnulífsþróun annarra þjóða stefnir, og hefir lengi stefnt, í þessa átt. 73

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.