Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1948, Blaðsíða 10

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1948, Blaðsíða 10
Iðnaðarritið 5. - 6. XXI. 1948. að það, sem selt er út úr landinu, sé sem mest fullunnin vara. Ef við íslendingar höfum ekki sama mark til þess að keppa að, er hætt við að vöruskiptajöfnuðurinn verði óhagstæður um ó- ákveðinn tima, og erfiðlega gangi að skapa iðnaðinum í landinu traustan starfsgrundvöll. Þessvegna er það krafa innlenda iðnaðarins, að íslenzka ríkið reyni eftir fremsta megni, við gagnkvæma viðskiptasamninga, að tryggja öli- um iðnaðargreinum að hráefni fáist keypt í þeim löndum, er kaupa ísienzkar framleiðsluvörur. Gjáldeyrisskorturinn. Óvissan um leyfisveitingar. Ástæðan til þess, hve iðnaðinum gengur illa að fá gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir hrá- efnum og yfirfærsiu á þeim leyfum, er hinn al- kunni gjaldeyrisskortur. Þetta atriði hefir komið iangtum harðar við iðnaðinn, en erfiðleikar á efnisútvegun erlendis. Þess er krafizt miskunn- arlaust, að íslenzk iðnaðarframleiðsla sé bæði ódýr og góð. Hún á að vera samkeppnisfær við erlenda vöru um verð og gæði. Þó að hins sama sé ekki krafizt af hrávöruframleiðendum til sjávar og sveita, er ekki nema gott um þetta að segja, ef íslenzkum iðnrekendum eru sköpuð sæmileg skilyrði til samkeppninnar. En á því er töluverður misbrestur. Til þess að geta rekið verksmiðju á samkeppnisfærum grundvelli við erlenda framleiðendur, þegar stöðugt er ógnað með innflutningi á tilbúinni vöru, þarf iðnrek- andinn að vita nokkurnveginn fyrirfram, hvað hann fær mikið efni til þess að vinna úr á árinu með tilliti til starfsmannahalds o. fl. — Hann getur ekki selt samkeppnisfæra vöru með þvi að verksmiðjan stöðvist fyrirvaralaust oft á sama ári vegna efnisvöntunar, svo að hann neyð- ist til að greiða starfsfólki kaup biðtímann, eða segja upp æfðu starfsfólki og byrja aftur og aftur með viðvaningum. Gagnvart starfsfólkinu er slíkur aðbúnaður óréttmætur, og við munum seint ná góðum árangri i framleiðslunni, ef ekki er hægt að koma þessu á réttan kjöl. Erfiðleikar iðnaðarvöruframleiðenda. Er þvi ekki að leyna, að þrátt fyrir alla út- reikninga og áætlunarbúskap síðustu mánaða 52 og góðan vilja iðnrekenda til þess að fá vitneskju um hvað þeim sé ætlaður mikill innflutningur á yfirstandandi ári, bíða flestir þeirra enn í fullri óvissu. Sundurliðuð innflutningsáætlun er löngu samin, en því miður hafa aðeins höfuðdrættir hennar verið birtir almenningi. Að þessu leyti standa íslenzkir iðnrekendur illa að vígi, að þeir fá margir hverjir enga vitneskju um það fyrir- fram hvað þeir fá úthlutað á árinu. Annað er það, að leyfisúthlutanir til iðnaðarins fara þrá- faldlega ekki fram, fyrr en verksmiðjan er stöðv- uð. Er það bagalegt sökum þess, að æði langur tími líður frá því, að.leyfið er fengið og þangað til hráefnið er komið og búið er að vinna úr því markaðshæfa vöru. Þá hefir það og komið fyr- ir, að á sama tíma og innlendar verksmiðjur hafa ekki hráefni til þess að vinna úr, sökum synjunar á gjaldeyris- og innflutningsleyfum, hafa allt í einu komið á markaðinn tilbúnar er- lendar vörur sömu tegundar, e. t. v. margfalt dýrari en þær innlendu. Loks hafa ýmsir iðnrekendur orðið að sæta því, þegar þeir fá ekki gjaldeyris- og innflutnings- ieyfi, að kaupa efnivöru einhversstaðar hér- iendis í heildsölu eða jafnvel í smásöiuverzlun- um, til þess að halda verksmiðjunum starfandi. Það er óeðlilegt að veita ekki iðnfyrirtækjunum sjálfum gjaldeyris- og innflutningsleyfi fyrir efni vörum, en veita þau einhverjum kaupsýslumönn- um, sem er iðnframleiðslan óviðkomandi. Hins- vegar geta iðnaðarfyrirtækin að sjálfsögðu far- ið með gjaldeyrisleyfin til ötulla kaupsýslumanna innlendra, og falið þeim útvegun efnivörunnar erlendis, gegn sanngjarnri þóknun. Iðnrekendur þurfa að vita með löngum fyrirvara, hversu mikið efni þeir fá til þess að vinna úr, en ef leyf- in eru öðrum veitt, bíða þeir lengur í óvissunni og eru að öllu leyti háðir duttiungum innflytj- andans. Ný viðhorf vegna gjaldeyrisvöntunar. Við gjaldeyrisörðugleikana hefir í bili þrengt að kostum innlends iðnaðar. Það getur þó varla orðið nema um stundarsakir. Iðnaðurinn hefir of mikilvægu hlutverki að gegna á slíkum tím- um, til þess að brugðið sé fæti fyrir þróun hans.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.