Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1948, Blaðsíða 11

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1948, Blaðsíða 11
Iðnaðarritið 5. - 6. XXI. 1948. Gjaldeyrisþurrðin hefir skapað ný viðhorf í iðn- aðarmálum landsmanna. Nú verður að spara erlenda gjaldeyrinn, verja honum ekki fyrir ó- þarfa varning og kappkosta að fá fyrir hverja krónu eins mikið vörumagn til landsins og hægt er. Þetta verður auðveldast á þann hátt, að kaupa vöruna lítið unna erlendis, en fullgera úr efni- vörunni hér heima þá hluti, sem innlendar verk- smiðjur og verkstæði geta framleitt. Það fellur því í hlut iðnaðarins, auk þess að margfalda útflutningsverðmætið eins og áður var drepið á, að draga úr innflutningsþörfinni, með því að breyta lítt unnum efnivörum aðkeyptum í full- unna vöru. Iðnrekendur bíða eftir tækifæri til þess að sýna, hve miklu íslenzkur iðnaður fær áorkað í þessum efnum. Þeir hafa húsnæði, vélar og vana starfsmenn, en vantar efnivöruna. Þeir líta svo á, að á meðan þröngt er í búi með erlendan gjaldeyri, sé óforsvaranlegt að verja honum til kaupa á fullunnum vörum erlendum, á meðan verksmiðjurnar, er framleitt geta þær vörur, standa auðar heima fyrir. Þeir hafa mikið til síns máls. Mismunur á gjaldeyrinum fyrir efnivöru og fullgerðri vöru er tilfinnanlega mikill. Hér skal reynt að skýra með nokkrum dæmum, hve miklu munar í gjaldeyrissparnaði, að vinna vör- una innanlands. Dæmi um gjaldeyrissparnað í fatnaðariðnaði. Fyrir skömmu síðan efndu innlendir fatnaðar- vöruframleiðendur til dálítillar vörusýningar fyr- ir ríkisstjórnina og ýmsa forráðamenn þjóðar- innar í viðskipta- og fjármálum. Sýndar voru allskonar vörur úr vefnaði, saumaðar, prjónað- ar, eða ofnar innanlands. Sýndur var vinnufatn- aður, sjóklæði, sportfatnaður, nærfatnaður og ytri fatnaður karla og kvenna, ullardúkar og prjónavörur. Alls sýndu 25 verksmiðjur fram- leiðsluvörur sínar. Leitazt var við að sýna fram á það, hve mikill hluti framleiðsluverðmætis- ins væri erlendur gjaldeyrir. Var það nokkuð mismunandi eftir vörutegundum. Um 30% af smásöluverði vinnufatnaðar er erlendur gjald- eyrir. Um 20-25% af söluverði karlmannafatn- aðar, saumaður úr erlendum efnum í innlendum hraðsaumastofum, er greitt í erlendum gjaldeyri. Framleiðendur sjóklæða telja að gjaldeyris- sparnaður við að framleiða þá vöru í landinu sé nálægt 55-60%, og sýnt var fram á að gjald- eyrissparnaður við framleiðslu nærfatnaðar, prjónuðum innanlands úr erlendu garni, er ná- lægt 50%. Að sjálfsögðu er gjaldeyrissparnaður við fram- leiðslu á prjónavörum, teppum og dúkum úr íslenzkri ull að mun meiri, eða næstum því 100% miðað við það að samskonar vörur væru fluttar inn tilbúnar á svipuðu verði. Félag íslenzkra iðnrekenda og Landssamband iðnaðarmanna gengust fyrir þessari kynningu á íslenzkum fatnaðarvörum og kynnisferð í nokkr- ar verksmiðjur og verkstæði í öðrum greinum, til þess „að ráðamönnum þjóðarinnar gæfist kostur á, við eigin sjón og raun, að kynnast lítillega getu íslenzkra iðnaðarfyrirtækja til þess að framleiða góða og samkeppnisfæra vöru, og samtímis spara þjóðinni verulega dýrmætan gjaldeyri." Dæmi um gjaldeyrissparnað í öðrum iðngreinum. Nokkur dæmi um gjaldeyrissparnaðinn skulu tilgreind úr öðrum iðnaði en fatnaðariðnaðinum. a. Málning. Málningarvöruverksmiðjurnar í landinu geta framleitt það, sem landiö þarfnast af tilbúinni málningu. Það, sem 4 tonn af erlend- ri málningu kosta í gjaldeyri, myndi nægja fyrir hráefnum í 12 tonn, framleidd í innlendu verk- smiðjunum. Svo framarlega að innlenda fram- leiðslan reynist vel og á meðan hún er háð ströngu verðlagseftirliti, eins og nú er, þá er það sóun á erlendum gjaldeyri, að leyfa inn- flutning á tilbúinni, erlendri málningu. b. Hreinlœtisvörur. Nokkrar sápu- og hrein- lætisvöruverksmiðjur eru starfandi hérlendis. Vegna þess að svo virðist sem nýlega hafi verið gripið til innflutnings á hreinlætisvörum full- gerðum, m. a. þvottadufti, en verksmiðjurnar eru óstarfhæfar, af því að efnivöruna vantar, þá er fróðlegt að athuga verðið á innfluttu vörunni í hlutfalli við það verð, sem er á framleiðsluvörum innlendu verksmiðjanna. Það er ótrúlegt, að út- lenda þvottaduftið, sem nú er hér á markaðinúm, sé meira en fjórum sinnum dýrara en það inn- 53

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.