Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1948, Blaðsíða 14

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1948, Blaðsíða 14
Iðnaðarritið 5. - 6. XXI. 1948. lagði félagsstjórnin áherzlu á það, að iðnrekend- um væri ekki fjarri skapi að gerður sé hagfræði- legur samanburður á því, hvort betur borgar sig að flytja inn vörur fullgerðar erlendis frá eða vinna þær í landinu sjálfu, og kveðst stjórnin í því tilefni vera reiðubúin að veita hverjar þær upplýsingar um iðnaðinn í landinu, sem ráðið kunni að óska eftir og félagið er fært um að veita. Stjórn F.1.1 var það ljóst, að ef taka átti á- kvæði Fjárhagsráðslaganna alvarlega, væri iðn- aðinum mikils virði að hægt væri að sýna svart á hvitu hver væri orðinn hlutur iðnaðarins í þjóðarbúskapnum, og hver gjaldeyrisþörf iðn- fyrirtækjanna væri. Fram til þessa höfðu engar skýrslur verið teknar er sýndu þetta. Iðnaðar- málaráðherra veitti F.I.I. stuðning um þessa málaleitan og að undirlagi hans ákvað Fjárhags- ráð að safna ailsherjar skýrslum um iðnaðar- framleiðslu landsmanna. Skýrslunum var safnað í nóv. og des., fyrir milligöngu skrifstofu F.I.I., er sendi skýrsluformin til allra iðnaðarfyrir- tækja á landinu, innkallaði skýrslurnar hjá fyrir- tækjunum og sendi þær til Fjárhagsráðs. Fjár- hagsráð lét þegar vinna úr skýrslunum. Mun því starfi hafa verið lokið í febr. s.l. Skýrsluniður- stöðurnar hafa þó ekki enn verið birtar opinber- lega, þrátt fyrir eindregin tilmæli félagsins. Er nú svo komið að iðnrekendur þurfa ekki að ásaka sig fyrir að hafa legið á iiði sínu um skýrslugerðir, er sanni tilverurétt iðnaðarins og þarfir hans. Skrifstofa F.l.I. hefir skrifað Viðskiptanefnd ailmörg bréf um málefni einstakra fyrirtækja innan félagsins og starfsflokka. Þannig hefir fé- iagið gert sameiginlegar kröfur fyrir hreinlætis- verksmiðjur, sælgætis- og gosdrykkjaverksm. og f ataverksmi ð j ur. Þriggja manna nefnd, Haildóra Björnsdóttir, Sveinn B. Valfells og Kristján Friðriksson voru á s.l. hausti, ásamt framkvæmdastjóra, kosin til þess að koma fram leiðréttingu á skömmtun- arfyrirkomuiaginu í þágu iðnaðarins. Einingar- kerfið, sem gekk í gildi í jan. s.l. var viðurkenn- ing á kröfu iðnrekenda um það að ísl. vinna skuli ekki vera skömmtunarskyld. Blaðamál félagsins. Iðnaðarritið kom út nokkurnveginn reglulega 10 hefti alls. Ritstjórar voru þeir sömu og áður, Sveinbjörn Jónsson frá Landssambandi iðnaðarmanna og Páll S. Pálsson frá F.l.I. F.I.I. sá um auglýsingar eins og áður. Ritið bar sig fjárhagslega, sem m. a. má þakka þvi, að iðnrekendur hafa reynzt því hliðhoilir með auglýsingar. Útbreiðslustarfsemi félagsins. Snemma á ár- inu samþ. félagsstjórnin að vinna að því að stofnuð yrði sérstök deild innan félagsins með iðnrekendum á Akureyri. Framkvæmdastjóri fé- lagsins, með aðstoð Sveinbjarnar Jónssonar, er sæti á í varastjórn félagsins og er manna kunn- ugastur norður þar, vann að stofnun deildarinn- ar i páskavikunni. Stofnfundur var þá haldinn á Akureyri og voru stofnendur 12 verksmiðjur. Má heita, að allar verksmiðjur á Akureyri séu nú innan vébanda F.I.I., að undanskildum verk- smiðjum S.l.S. Deildin nefnist Iðnrekendafélag Akureyrar og hefir sjálfstæða stjórn sendi síðar á árinu inntökubeiðni til F.I.I. og var samþykkt í félagið. Bættist F.I.I. þar góður liðsauki. Félagið hefir unnið mjög að því á s.l. ári og það sem af er þessu ári að kynna félagið út á við með því að skrifstofa félagsins hefir látið dag- blöðum í té með stuttu millibili sannar og ljósar fréttir af því sem gerist i iðnaðarmálum. Stjórn félagsins ákvað á árinu að beita sér fyr- ir því að fluttir verði fyrirlestrar um iðnaðar- mál í útvarpinu öðru hvoru. Var rætt um þetta mál við forráðamenn útvarpsins og mætti það góðum skilningi. Af þessu varð þó ekki fyrr en á yfirstandandi ári, en þá flutti framkvæmda- stjóri félagsins 2 erindi í útvarpið með stuttu millibili. Stjórn félagsins ákvað á árinu að undirbúa það, að félagið eignaðist samanburðarsýnishorn á iðn- aðarvörum erlendum og innlendum, einkanlega þó, að félagið gæti eignazt álitlegt safn af iðn- aðarframleiðslu eins og hún þekkist á hverjum tíma, í þeim tilgangi að efna til sýningar á þeim fyrir almenning. Mál þetta er enn í deiglunni, en smávegis tilraunir hafa verið gerðar. Þannig var það í des. s.l. er nefnd fatnaðariðnrekenda átti viðtal við blaðamenn, að safnað væri sýnishom- um af innlendri fatnaðarframleiðsiu og blaða- 56

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.