Vikan


Vikan - 05.06.1952, Qupperneq 9

Vikan - 05.06.1952, Qupperneq 9
VIKAN, nr. 22, 1952 9 Skyldu margir sýningargestir ljósmyndasýn- ingarinnar í Listvinasalnum eða lesendur VIK- UNNAR hafa tekið eftir öðru en mynd Rafns Hafnfjörðs af fyrstu heimkomu m.s. Gullfoss væri með öllu eðlileg mynd? Sennilega ekki. Ljósið í myndinni, uppbygging hennar allrar ber vott um góðan myndrænan skilning höfundar hennar, en um leið hefur eflaust einhver hugsað að mikil heppni hafi það verið hvernig aðstæðurnar gerðu slíka uppbyggingu myndarinnar mögulega. VIKAN hefur nú fengið leyfi höfundar til að skýra frá því rétta í málinu. Rafn hefur sett þessa mynd saman úr tveim myndum, og eru þær prentaðar hér með greininni. Hvor þessara litlu mynda um sig eru góðar myndir sem slíkar, en hvorug þeirra þó nokkuð sérstaklega góðar. En samsettar voru þær aftur á móti meðal beztu mynda ljósmyndasýningarinnar. Að myndin er samsett úr tveimur gerir hvorki að rýra mynd- ina né auka gildi hennar. Aðalatriðið er myndin sjálf, hvaða leið sem kann að hafa verið farin til að ná þeim árangri. Þegar samsetning tveggja mynda gefur jafn góðan árangur og hér, er það hinsvegar réttmætt að minnast aðferðarinnar lauslega, ef hún mætti benda öðrum ljósmynda- áhugamönnum á þá möguleika, sem eru fyrir hendi. Slík samsetning mynda er mjög algeng erlendis meðal ljósmyndaáhugamanna, en tiltölu- lega lítið notuð hérlendis, nema af einstaka mönnum. Prumskilyrði þess, að hægt sé að setja tvær myndir saman er að ljósið falli á sama veg í þeim báðum. Falli það öfugt, má oft bjarga því við Þaö sem fannst í Úlfaldamögum Aðferðirnar breytast þegar lögreglan fer að kynnast háttum smyglaranna. Egypzka eitur- lyfja-lögreglan hafði nýlega mikið fyrir þvi að koma upp röntgen-tækjum við allar landamæra- stöðvar, þar sem úlfaldalestir fara um frá Líbýu til Arabíu. Lögreglan hafði komizt að því, að miklu magni af eiturlyfjum í hylkjum var smyglað inn í landið á þann hátt, að úlfaldarn- ir voru látnir gleypa hylkin áður en komið var að landamærunum. Röntgentækin sýndu málm- hylkin í maga úlfaldanna og þegar í stað varð að slátra skepnunum til að afla sannana Þetta kostaði allmarga smyglarana þundar refsing- ar og einn góðan veðurdag sýndu röntgentækin ekki lengur nein málmhylki. Nokkur tími leið þar til lögreglunni varð ljóst, að smyglararnir höfðu skipt um aðferð. Þeir héldu áfram að smygla eiturlyfjum í maga úlf- aldanna — en nú voru hylkin gerð af gúmi og plasti. Þessi efni sjást ekki við röntgenskoðun og nú verður að finna nýja aðferð til að koma upp um smyglið. Eiturlyfjanefnd S.Þ. fylgist vel með þróun þessarra mála og skýrslur hennar eru tíðum mjög fróðlegar. 1 þeim er m. a. greint frá því hvernig smyglararnir reyndu að fela eiturlyf undir fjögurra feta þykkum ís í fiskibát, undir fóðrinu í töskum, I málningardósum, inni í bassa- fiðlu eða í þurrmjólkurdufti. Einn smyglari var tekinn þegar slöngurnar í bílhjólunum voru at- hugaðar. Annar reyndi að fela vöruna í loftinu á járnbrautarklefa. En mest af smyglvarningi þessum er geymt í eldhúsum, vélarrúmum og undir lestahlerum skipanna. Frú Evyleen Cronin föðmuð af stjúpdóttur sinni, eftir aða hú.'i hefur verið dæmd sek um þjófn- að af kviðdómi í New York. Hún hafði innleyst tékka leikkonunnar Tallulah Bankhead (á myndinni til hægri). Hin 59-ára gamli rit- ari og þjónustustúlka ungfrú Bankhead hlýtur 2%—15 ára fangelsisvist. Lögfræðingi frú Cronin var skipað að verja hegð- un sína og virðingarleysi fyrir réttinum meðan á yfirheyrslum stóð. Samsettar myndir. með því að snúa ann- arri filmunni öfugt í stækkunarvélinni, en ljósið verður að falla á sama veg í báðum myndunum, þannig t. d. að sól sé álíka hátt á lofti. Rafn Hafn- fjörð setti þessar tvær myndir saman með því að mála yfir allan sjó og himin á filmunni af manninum og skipinu sem hann sjálfur var á. Þetta er ann- aðhvort hægt að gera með svonefndu „neucoccin“, sem er rautt duft er leysa má upp í vatni, eða þá með sérstökum dökkum lit, sem notaður er við prentmyndagerð. Hvorugt þessara efna springa þegar þau þorna, en það gerir túss t. d. Fyrst er þessi filma sett í stækkunarvélina og stækkunarpappírinn lýstur á venjulegan hátt, síðan er pappírinn framkallaður lítið eitt og skolaður í hreinu vatni, en ekki fixeraður. Því- næst er filman með m.s. Gullfossi, sett í stækk- unarvélina og sú mynd stækkuð á sama pappír, á áður ákveðnum stað. Síðan er framkallað aftur og síðan skolað og fixerað á venjulegan hátt. Orsök þess að fyrri myndin gefur ekki neina mynd þar sem síðari myndin er sett inn er sú, að liturinn dekkar þann hluta, svo ekkert ljóst frá stækkunarvélinni kemst þangað til að dekkja flötinn. Þegar svo siðari myndin er sett inn, þá er hinn hluti myndarinnar svo dökkur orðinn, að Gullfoss myndin getur ekki gert hann dekkri, en auk þess má til öryggis halda skabelon yfir þeim hluta myndflatarins, sem síðari myndin á ekki að hafa áhrif á. Þannig má fá eina ágæta mynd úr tveim góð- um myndum, en allt slíkt verður auðvitað að nota í hófi og með varúð og minnast þess, að tvær lélegar myndir verða aldrei góðar þótt þær séu settar saman í eina. Vikan óskar Rafni Hafnfjörð til hamingju með árangurinn af fyrstu samsettu myndinni.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.