Vikan


Vikan - 05.06.1952, Blaðsíða 10

Vikan - 05.06.1952, Blaðsíða 10
10 VIKAN, nr. 22, 1952 \ / • HEIIUILIÐ • V —— Matseðillinn Fiskrúllettur: 2 msk. smjörlíki, 3 msk. hveiti, y2 I. mjólk, % tsk. salt, nokkur korn pipar, % soðinn fiskur, ýsa eða lúða. Sósan bökuð upp, og kryddið lát- ið út í ásamt smátt niðurskornum fiskinum. Þessu er dreift á fat og látið kólna. Hveiti er dreift á bretti og 1 msk. af deiginu rúllað á því svo það verði sívalt. Þessu er dýft í 2 vel þeytt egg og velt upp úr brauð- mylsnu. 4 msk. smjörlíki brúnað á pönnu og rúlletturnar brúnaðar. Rúllettunum er raðað á fat og kart- öflur og brúnað smjör borið með. Isbúðingur: 3 egg, 80 gr. flórsykur, 2% dl. rjómi, 1 stöng vanilla. P.auðurnar eru hrærðar með sykr- inum. Hvíturnar og rjóminn þeytt \'el og kornum sköfnum úr vanillu- stönginni blandað í. Þetta er látið í ismót. Ef ekki er ísskápur fyrir hendi, má láta ís í gisinn trékassa, þannig að öðru hvoru sé stráð lagi af grófu salti. Ismótinu er stungið ofan í, stykki breitt yfir og þakið með is. Standi á köldum stað í sex tima minnst. 1 stað vanillukorna má nota núgga, en þá er aðeins höfð ein skeið af .sykrinum. Enskt salat: 2 dl. rjómi, 1 mask. hveiti, 1 msk. edik, 1 tsk. sykur, nokkur korn salt, 100 gr. rauðrófur, 1 epli, 3 msk. grænar baunir, 100 gr. blómkál. Hveitið er hrært með rjómanum, því næst látið í pott og látið sjóða i nokkrar mínútur. Hrært vel í á meðan og látið kólna. Rauðrófurnar og eplin skorin í mjóar ræmur og þeim bætt út í ásamt kryddinu, baununum, og nokkrum dropum af ávaxtalit. Salatið er ágætt með kjöti. HÍJSRÁÐ Franskbrauð er skorið í þunnar sneiðar, sem fyrst er velt upp úr mjólk og sykri og síðan steikt á pönnu í smjöri eða smjörliki. Síðan eru sneiðamar smurðar með smjöri og marmelaði og lagðar saman, tvær og tvær. Marmelaðinu er smurt á ytri hliðina og glóðarsteiktu hafra- mjöli dreift yfir. Þetta er góður og ódýr ábætir, sem gott væri að hafa á sunnudagsborðið. Sönn ást á barninu eftir Carry Cleverland Myers Ph. D. Sum okkar muna eftir því þegar áhrifamiklir uppeldisfræðingar vör- uðu fólk við að kyssa nokkurn tíma barn sitt eða faðma það, jafnvel með- an það var í vöggu, því það gæti haft truflandi áhrif á tilfinningar þess síðar. En á síðari árum hafa nálægt all- ar ráðleggingar til foreldra beinzt að því að veita barninu meiri ástúð. Kyssið og faðmið vöggubörn og ung börn, en forðist auðvitað, af heil- brigðisástæðum, að snerta varir þeirra. Oft veldur eingöngu líkamleg snerting, eins og það að vera haldið meðan drukkið er af pelanum eða brjóstinu eða að vera tekið upp á ungbarnaskólaaldrinum, svipaðri ástúð hjá barninu. Það er enginn vafi á þvi að þessi ráðlegging er prýðileg. Ömögulegt að gabba barnið. En margir foreldrar álíta að ástúð sé eingöngu veitt á þennan hátt og ekkert þurfi að hugsa meira um það. Samt sem áður vita allar mæður, að meðan þær cru að faðma að sér ung- barnið eða taka utan v.m herðarnar á 10 ára gamalli dóttur, finna þær ekki til nokkurrar ástar og æpa ef til vill á barnið I reiði á næstu augna- bliki. Athugular mæður skilja líka að barnið veit þetta. Hvaða forcldrar geta falið fyrir barninu hvað býr í hjarta þeirra? Samt sem áður verð- um við að viðurkenna það, að með því að kjassa barnið örlitið, getum við endurvakið ástina til þess. Aðrir foreldrar álíta að með þvi að gefa barninu allt sem það vill þegar það vill það og að forðast að þvinga það, sýni það barninu ást sína. Þvert á móti þarf nægilega mikinn aga á unga aldri, eins og ég hefi oft bent á, ef barnið á að fá það ástríki sem það á skilið. Hvaða foreldrar geta alltaf verið jafn blíðir við barn, sem ber ekki nokkra virðingu fyrir boðum þerira eða annarra? Haldið þið áfram, mæður, að láta í ljósi eðlilega ást ykkar á þann hátt, sem náttúran blæs ykkur í brjóst. Gerið ykkur grein fyrir því, að slíkt kjass er aðeing byrjunin á, að veita meira ástríki. Það sem máli skiptir er ástúð i röddinni, bros augnanna og hjarta og hugur sem skilur. Sönn ást. Við sýnum sanna ást þegar við svörum vingjarnlega spurningum barnsins, útskýrum fyrir því og hlustum þolinmóð og af öllu hjarta á það, sem það hefur að segja, hvort sem það er tveggja ára eða átján; þegar við brosum ekki eða hlæjum að neinu, sem það segir i fullri al- vöru — og barninu er næstum alltaf alvara; þegar okkur þykir vænt um störf þess og afrek og látum það alltaf finna, að það er dýrmætt mannsefni; þegar við látum það finna til vellíðunar i nærveru okkar, klukkutima eftir klukkutíma og dag eftir dag eða verða hreykið og ham- ingjusamt við að heyra nafn okkar og hugsa um okkur, þegar við erum fjar- verandi. Beztu óskir okkar foreldranna eru að veita börnum okkar slíka ást og vinna ást þeirra og virðingu meðan þau alast upp hjá okkur. Skuggar ástarinnar Framhald af bls. h- mælti James Murray æstur. ,,Ég verð að láta lögregluna vita “ „Segðu mér fyrst frá því,“ bað hún fyrir öryggissakir og það gerði hann. „Það var svo afskekkt þarna. Ef til vill vita þeir það ekki ennbá. Lofaðu mér því, að hringja strax til Skotland Yard,“ bað hann. „Það skal ég gera,“ sagði hún og talaði um það við hjúkrunarkon- una. Hálftíma seinna sat leynilögreglu- maður við rúm James Murray og skrifaði skýrslu: „Þetta er mjög greinilegt," sagði hann og kinkaði kolli, „en okkur hefur ekki verið tilkynnt neitt. Þér munið heyra frá okkur.“ Nokkrum dögum síðar var Murray tilkynnt að engin ástæða væri til að hugsa frekar um málið, þar sem ekkert benti til að morð hefði verið framið í þessu hverfi eða nokkru öðru hverfi í London. Murray varð öskureiður: „Þeir lýsa því yfir opinberlega, að ég sé vitlaus," sagði hann við Önnu, sem var orðin svo blíð og góð siðan hann veiktist. „Eg stóð þarna sjálfur og heyrði þá skammast og berjast og gamli maðurinn stundi: „Ég dey, ég dey“ meðan sonur hans var að kyrkja hann. Þú trúir mér sjálfsagt ekki heldur." Framhald á bls. 14. tJK ÝMSUM ÁTTUM — Engin stórvirki hafa nokkurn tima verið unnin án hrifningar. — (Ralph Waldo Emerson). ! ! ! Ljósið, elzta dóttir Guðs, er hið fegursta í hverri byggingu. ■— (Thomas Tuller). ! ! ! Lítilfjörleg atvik eru oft upp- haf mikilla framkvæmda. — (Demosthenes). 'k k k Regnhlífar vorsins Regnhlífaskermar úr: 1. hvitu silki, fóðraður með rauðu. 2. skyggðu silki. 3. og 10. skozku silki, túlipanahandfang fylgir. 4. rauðu silki með lakkböndum. 5. silki lögðu snúrum. Handföng úr: 6. fíla- bðini og gylltum málmi, 7. tré, önd með gerfi- flibba, 8. óbreyttum javaviði, 9. viði og fíla- beini, 11. og 12. bambus- viði. tmHt V/. «ilf Til að gera regnhlifarnar enn glæsi- Jegri og mjórri hefur verið tekið það ráð að lengja sköftin sem þó voru orðin æði löng og minnka um- mál skermsins. Bæði skermarnir og handföngin virðast keppast við að sýna eitthvað nýtt og allt er leyft: Skozt, lang- röndótt og þverröndótt taft, silki- borðar sem lagðir eru miðja vegu rnilli „pólsins og miðjarðarlínunnar", rautt baðmullarefni skreytt hvítum silkideplum o. m. fl. Handföngin eru úr ljósum viði, gyltum málmi, bambusviði, ómálaðri eik og svo auðvitað úr fílabeini og gulli, þó erfitt sé að gera sér í hug- arlund, að mikið sé keypt af þvi. Eitt er i laginu eins og hitamælir, annað eins og rafmagnslampi, þriðja hefur útskorið andarhöfuð og hvítan silkiflibba um hálsinn. Algengustu handföngin eru þó úr opallituðu plastik eða með áklæði úr skinni og eru í laginu eins og görnlu göngustafnirnir, hafa hnúð á endanum eða hring. Stórir íhvolfir skermar regnhlíf- anna gera gys að rigningunni. Rauð- ar, gular, fljólubláar eða gylltar endurkasta regnhlífarnar lífi og birtu út í vorloftið, sem ásamt tízkunni hefur aðeins eitt takmark: tilbreyt- ingu. I

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.