Vikan


Vikan - 03.07.1952, Qupperneq 2

Vikan - 03.07.1952, Qupperneq 2
2 VTKAN, nr. 26, 1952 Pósturinn Loretta Young kom fyrst fram í kvikmynd þegar hún var 5 ára gömul. Hún er fædd í Utah 6. 1. 1913. Tvær systur hennar voru leik- konur og hún byrjaði fyrir al- vöru að leika sjálf þegar hún var 14 ára gömul. Síðan hefur hún haft mörg hlutverk á hendi. Loretta Young er 160 sm. á hæð, hefur ljósbrúnt hár og augu. Nokkrar af síðustu myndum henn- ar: The Accused, Mother is a fresh- man, Come to the Stable og Key to the City. loreffa Young Kæra Vika! Getur þú gefið mér nokkurt ráð við eftirfarandi: Húðin á mér er svo hörð og mislit, að ég er í stökustu vandræðum. Stundum verður hún líka rauðfjólu- blá. Hvað get ég gert við þessum ósköpum. Vona ég að þú svarir þessu í næsta blaði, því ég er á förum af landi burt. Þakka þér svo fyrir, P. S. Svar: Ef húðin er hörð skaltu nudda hana vel með grófu handklæði þegar þú hefur þvegið þér og bera mjúkt krem á hana á eftir. Hvað roðanum viðvíkur skaltu þvo kinnarnar úr kamfóruvatni tvisvar í viku. Að því loknu skaltu nugga þær með ögn af hráum agúrkusafa blönd- uðum glyseríni. Kæra Vika! Á þessu augnabliki er skipið hans að leggja úr höfn. Hann er að fara til útlanda. Því miður fyrir mig er hann aðeins 20 ára gamall, en ég er 25 ára. Hvað á ég að gera? Hefur fyrsta ást hans haft nægilega mikil áhrif á hann ? Verð ég orðin of göm- ul eftir fjögur eða fimm ár, þegar hann kemur aftur ? Góða Vika, gefðu mér nú góð ráð. Hvernig á ég að hegða mér meðan hann er í burtu? Nanna. Svar: Skemmtu þér vel. Hegðaðu þér eins og hann gleymi þér á morg- un, en skrifaðu honum eins og þið ætlið að eyða æfinni saman. Tvö- felldni? Nei, en þú þolir betur áfall- ið, ef hann gleymir þér, og þú hefur ekki fórnað lífsgleði þinni og lokað þig inni. Ef þið aftur á móti verðið bæði trú og trygg, allt í lagi, þá giftið þið ykkur. Ef hvorugt ykkar ber sömu tilfinningar í brjósti eftir fimm ár, þá giftið þið ykkur líka, • en einhverjum öðrum. Svar til ferðamanns á Isafirði. Til að komast til Bandaríkjanna þarf fyrst og fremst vísa. Það fæst hjá sendiráði Bandaríkjanna við Laufásveg. Ef þú ætlar að fá vinnu þarftu líklega að biðja u!m innflytj- endaleyfi, en allar þessar upplýsing- ar getur sendiráðið gefið þér. Fargjaldið til Bandaríkjanna kost- ar 2575 kr. með skipum Eimskipa- félags Islands og það geturðu borgað í islenzkum krónum. BRÉFASAMBÖND Birting á nafni, aldri og heimilis- fangi kostar 5 krónur. Borizt hefur bréf frá Hollendingi, sem langar mikið til bréfaskipta við Islending, segist hafa einlægan áhuga á að kynnast landi og þjóð. Hann skrifar ensku, sömuleiðis skilur hann norsku, dönsku og sænsku. Nafn hans og áskrift: M. G. E. vari Noort, Linnaeuslaan 91, Utrecht, Ituindorp, Nederland. Júdy Jörgensdóttir (við pilta 17—20 ára), Anna Sjgga Jörgensdóttir (við pilta 16—20 ára), báðar á Víðivöllum, Fljótsdal, N.-Múlasýslu, um Vai- þjófsstað. Þórunn Fjóla Ingibergsdóttir (við pilta 15—18 ára), Merki, Reyðar- firði. Loftur Þórarinsson (við stúlkur 17 —25 ára), Víðivöllum, Fljótsdal, N.-Múlasýslu. Sigrún Sigurgeirsdóttir (17—20 ára), Vallarborg, Isafirði. Ingibjörg Sigurgeirsdóttir (20—23 ára), Vallarborg, Isafirði. Björgvin Þórarinsson (við stúlkur 13 —15 ára, mynd fyigi), Aðalstræti 61, Patreksfirði. Magnús Jónsson (við pilta eða stúlk- ur 14—15 ára, mynd fylgi): Beina- keldu, um Stóru-Giljá, A.-Hún. Haraldur Árnason (við ungt fólk 18 —22 ára), Selvogsgötu 19, Hafnar- firði. ■ Tímaritið SAMTÍÐIN Flytur snjallar sögur, fróðlegar greinar, bráðsmellnar skopsögur, iðnaðar- og tækniþátt o. m. fl. 10 hefti árlega fyrir aðeins 35 kr. Ritstjóri: Sig. Skúiason magister. Áskriftarsími 2526. Pósthólf 75. Leöurblakan í Þjóðleikhúsinu Leikstjóri: SlMON EDWARDSEN. Þann 17. júní var höfð frumsýning á fyrstu íslenzku óperettunni í Þjóð- leikhúsinu. Ef til vill er tekið of djúpt í árinni; að kalla hana islenzka, þó að allir venzlamenn hennar væru það, nema höfundur, stjórnendur og dansarar. En söngfólkið var íslenzkt, og í þeim skilningi er óperettan kennanleg við Island, án þess það skipti nokkru máli í sjálfu sér, og þó . . . Enn eru sjáifstæðisdraumar okkar að rætast í vísindum og list- um, þó að fölvi hafi varpast á þá í virkileikanum. Við eignumst þjóð- leikhús og sinfóníuhljómsveit, jarð- vegsfræðinga og aðra vísindamenn, allt eru þetta vörður á leiðinni til heimsmenningarinnar. Óperettusýn- ingin á þjóðhátiðardaginn var ein varðan á þeirri leið. Margir héldu eflaust hún yrði þunglamaleg, bæri mark taumlauss vilja en lítilsmegandi getu. Og ekk- ert er eins vorkunnsamlegt og lista- fólk sem lætur móðan mása, sýnir það á í fórum sínum neista, sem get- ■) ur blossað, en skortir aga til að beina loganum, takmarka hann og temja: það er eins og víxlaður vekr- ingur. Við skulum ekki hræsna, á- reynsluhrukkur sáust í enni fjör- kálfsins, en engu að síður var mjög gaman að hiusta á og horfa. Meðal söngvaranna ber fyrst að nefna gestina: Einar Kristjánsson og Elsu Sigfúss. Einar lék og söng af mikilli leikni, en söng þó betur en hvað hann lék. Á hinn bóginn lék Elsa betur en hvað hún söng: hún hefur svo lága rödd, að hún heyrist varla út í miðjan sai, en skýrmælt er hún og prinsinn hennar ágætui'. Svo kemur Guðmundur Jónsson, Guð- rún Á. Símonar og Ketill Jensson, allt auðheyrilega mikið hæfileika- fólk, fullt af krafti og gáska. Mikið má vera ef stórir atburðir eiga ekki eftir að ske í námunda þeirra. Sig- rún Magnúsdóttir og Sigurður Ólafs- son höfðu þarna allstór hlutverk. Svo voru í hópnum gamalkunnir leikarar: Lárus Ingólfsson, Róbert. Arnfinnsson og Klemens Jónsson. Aulc ýmissa óvirkra. 1 öðrum þætti dansaði sænskt danspar, Marianne Fröjidh og Holger Reenberg og dönsuðu Keisaravals- inn og Flóttadans fanganna. Það var leitt við skyldum ekki hafa dans- ara til að skipa þetta rúm. Þó er heimsókn Svíanna kærkomin. Félag- ar úr Sinfóníuhljómsveitinni léku, undir stjórn Urbancic og félagar úr Karlakórnum Fóstbræður sungu. Texti var þýddur á íslenzku af Jakobi Smára, og hefur það verið erfitt verk, því að íslenzkt mál er lítt tam- ið í söng. Upp frá þessu ætti að vera hægt að efna til íslenzkrar óperettusýning- ar á hverju vori. Leðurblakan er eftir austuríska valsakónginn Jóhann Strauss (f. 1825). Hann er fyrir löngu ástsæll orðinn hér á landi fyrir hina svif- léttu valsa sína. 1 óperettunni er mik- ið um þesskonar valsa, hún er eitt fiðrildaflug frá byrjun til enda, full með sætum ilmi og rósum og smit- andi gáska. Jóhann samdi eitthvað sextán óperur alls og er Leðurblakan með vinsælustu. Hann andaðist 1899. Lokasýning: I fremstu röð má sjá Guðmund Jónsson, Sigrúnu Magnúsdóttur, Elsu Sigfúss, Guðrúnu Á. Símonar, Einar Kristjánsson (þau standa fyrir miðju), Sigurð Ólafsson og Ketill Jensson. títgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Erlingur Halldórsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.